Úkraína Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. Erlent 21.11.2024 10:52 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. Erlent 19.11.2024 19:22 Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. Erlent 19.11.2024 11:51 Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn, og dómsmálaráðherra, hafa misnotað aðstöðu sína í starfsstjórn þegar kynnt var ný landamærastefna fyrir helgi. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, vísar þessu alfarið á bug. Innlent 19.11.2024 09:32 Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. Erlent 18.11.2024 13:48 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. Erlent 17.11.2024 20:13 Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Erlent 17.11.2024 09:12 Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. Erlent 16.11.2024 18:48 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. Erlent 16.11.2024 08:03 Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. Erlent 15.11.2024 16:19 Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Evrópskur dómstóll hafnaði umsókn úkraínska landamæraeftirlitsins um að skrá svívirðingar um rússneskt herskip sem vörumerki í dag. Svívirðingarnar hafa orðið að nokkurs konar þjóðarslagorði í Úkraínu í stríðinu gegn Rússum. Viðskipti erlent 13.11.2024 13:28 Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu. Erlent 13.11.2024 10:55 Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. Erlent 11.11.2024 16:48 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. Erlent 10.11.2024 22:21 Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Þjóðarleiðtogar heimsins og aðrir leiðtogar eru byrjaðir að kasta kveðjum á Donald Trump og hrósa honum fyrir væntanlegan sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Erlent 6.11.2024 08:46 Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. Erlent 1.11.2024 13:15 Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn hafa verið sendir til landamæra Rússlands og Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna varar við því að yfirvöld í Moskvu stefni að því að koma þeim á víglínuna á næstu dögum. Erlent 31.10.2024 22:56 Sækja hraðar fram í Dónetsk Rússneskar hersveitir hafa gert umfangsmiklar árásir á undanförnum dögum og vikum í suðausturhluta Úkraínu, nánar tiltekið í Dónetskhéraði. Varnarlínur Úkraínumanna virðast hafa gefið verulega eftir og hafa þær fallið saman á einhverjum stöðum. Erlent 31.10.2024 09:02 Hvert er „útlendingavandamálið“? Á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 hafa 894 einstaklingar frá Úkraínu fengið mannúðarleyfi til dvalar hér á landi vegna stríðsástandsins og 158 einstaklingar samanlagt frá stærstu hópum annarra landa sem hafa hlotið alþjóðlega vernd. Stærstu hóparnir sem hafa fengið alþjóðlega vernd samanstanda af 56 einstaklingum frá Venesúela og 38 frá Palestínu. Skoðun 30.10.2024 20:17 Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. Erlent 30.10.2024 11:38 Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Einn og hálfur milljarður króna í aukinn stuðning við Úkraínu í fjáraukalögum á að mæta kostnaði við auknar skuldbindingar Íslands sem samið var um á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar. Stuðningurinn fer áfram í þjálfun, kaup á búnaði og hergögnum og framlögum í sjóði sem styðja varnir Úkraínu. Innlent 30.10.2024 06:01 Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að úkraínski fáninn muni blakta við ráðhús Reykjavíkur þar til Úkraína hefur unnið fullnaðarsigur. Fáninn hefur verið blaktandi við við Ráðhúsið síðan stríðið hófst fyrir meira en tveimur árum. Innlent 29.10.2024 15:46 „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. Erlent 29.10.2024 13:58 Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. Innlent 29.10.2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. Innlent 29.10.2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. Innlent 28.10.2024 20:18 Vaktin: Selenskíj heimsótti Ísland og fundaði með forsætisráðherrum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til landsins í dag. Hér fundaði hann með norrænum forsætisráðherrum á Þingvöllum og ávarpar Norðurlandaráðsþing á morgun. Mikill öryggisviðbúnaður er vegna heimsóknar Selenskíj og annarra erlendra ráðamanna. Innlent 28.10.2024 14:18 Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. Innlent 27.10.2024 19:39 Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Innlent 27.10.2024 15:00 Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir mögulegt að norðurkóreskir hermenn verði sendir á víglínuna í Úkraínu eða í Kúrsk í dag eða á morgun. Hermennirnir eru þó sagðir smávaxnir og illa búnir fyrir átök á svæðinu og varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir þá fallbyssufóður. Erlent 27.10.2024 10:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 79 ›
Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. Erlent 21.11.2024 10:52
Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. Erlent 19.11.2024 19:22
Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. Erlent 19.11.2024 11:51
Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn, og dómsmálaráðherra, hafa misnotað aðstöðu sína í starfsstjórn þegar kynnt var ný landamærastefna fyrir helgi. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, vísar þessu alfarið á bug. Innlent 19.11.2024 09:32
Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. Erlent 18.11.2024 13:48
Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. Erlent 17.11.2024 20:13
Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Erlent 17.11.2024 09:12
Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. Erlent 16.11.2024 18:48
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. Erlent 16.11.2024 08:03
Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. Erlent 15.11.2024 16:19
Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Evrópskur dómstóll hafnaði umsókn úkraínska landamæraeftirlitsins um að skrá svívirðingar um rússneskt herskip sem vörumerki í dag. Svívirðingarnar hafa orðið að nokkurs konar þjóðarslagorði í Úkraínu í stríðinu gegn Rússum. Viðskipti erlent 13.11.2024 13:28
Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu. Erlent 13.11.2024 10:55
Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. Erlent 11.11.2024 16:48
Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. Erlent 10.11.2024 22:21
Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Þjóðarleiðtogar heimsins og aðrir leiðtogar eru byrjaðir að kasta kveðjum á Donald Trump og hrósa honum fyrir væntanlegan sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Erlent 6.11.2024 08:46
Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. Erlent 1.11.2024 13:15
Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn hafa verið sendir til landamæra Rússlands og Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna varar við því að yfirvöld í Moskvu stefni að því að koma þeim á víglínuna á næstu dögum. Erlent 31.10.2024 22:56
Sækja hraðar fram í Dónetsk Rússneskar hersveitir hafa gert umfangsmiklar árásir á undanförnum dögum og vikum í suðausturhluta Úkraínu, nánar tiltekið í Dónetskhéraði. Varnarlínur Úkraínumanna virðast hafa gefið verulega eftir og hafa þær fallið saman á einhverjum stöðum. Erlent 31.10.2024 09:02
Hvert er „útlendingavandamálið“? Á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 hafa 894 einstaklingar frá Úkraínu fengið mannúðarleyfi til dvalar hér á landi vegna stríðsástandsins og 158 einstaklingar samanlagt frá stærstu hópum annarra landa sem hafa hlotið alþjóðlega vernd. Stærstu hóparnir sem hafa fengið alþjóðlega vernd samanstanda af 56 einstaklingum frá Venesúela og 38 frá Palestínu. Skoðun 30.10.2024 20:17
Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. Erlent 30.10.2024 11:38
Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Einn og hálfur milljarður króna í aukinn stuðning við Úkraínu í fjáraukalögum á að mæta kostnaði við auknar skuldbindingar Íslands sem samið var um á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar. Stuðningurinn fer áfram í þjálfun, kaup á búnaði og hergögnum og framlögum í sjóði sem styðja varnir Úkraínu. Innlent 30.10.2024 06:01
Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að úkraínski fáninn muni blakta við ráðhús Reykjavíkur þar til Úkraína hefur unnið fullnaðarsigur. Fáninn hefur verið blaktandi við við Ráðhúsið síðan stríðið hófst fyrir meira en tveimur árum. Innlent 29.10.2024 15:46
„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. Erlent 29.10.2024 13:58
Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. Innlent 29.10.2024 10:29
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. Innlent 29.10.2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. Innlent 28.10.2024 20:18
Vaktin: Selenskíj heimsótti Ísland og fundaði með forsætisráðherrum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til landsins í dag. Hér fundaði hann með norrænum forsætisráðherrum á Þingvöllum og ávarpar Norðurlandaráðsþing á morgun. Mikill öryggisviðbúnaður er vegna heimsóknar Selenskíj og annarra erlendra ráðamanna. Innlent 28.10.2024 14:18
Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. Innlent 27.10.2024 19:39
Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Innlent 27.10.2024 15:00
Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir mögulegt að norðurkóreskir hermenn verði sendir á víglínuna í Úkraínu eða í Kúrsk í dag eða á morgun. Hermennirnir eru þó sagðir smávaxnir og illa búnir fyrir átök á svæðinu og varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir þá fallbyssufóður. Erlent 27.10.2024 10:02