Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2026 08:58 Chrystia Freeland varð fyrst kvenna fjármálaráðherra Kanada árið 2020 og þurfti þannig að stýra efnahagsmálum á tímum kórónuveirufaraldursins. Hún er af úkraínskum ættum og hefur verið ötull stuðningsmaður Úkraínu frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst árið 2022. AP/Spencer Colby/The Canadian Press Chrystia Freeland, fyrsta konan til að gegna embætti fjármálaráðherra Kanada, hefur ráðið sig sem ólaunaðan efnahagsráðgjafa Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu. Hún tilkynnti í gær að hún ætlaði að segja af sér þingmennsku til þess að sinna ráðgjafastarfinu. Selenskí greindi frá því að Freeland hefði fallist á að gerast ráðgjafi hans í efnahagsmálum í gær. Vísaði hann til reynslu hennar af því að laða að fjárfesta og innleiða efnahagslegar umbætur. Freeland, sem er af úkraínskum ættum, hefur verið sérstakur sendifulltrúi Kanada vegna enduruppbyggingar Úkraínu frá því í september. Hún tilkynnti þá að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur í þingkosningum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Úkraína er á framlínunni í baráttunni fyrir lýðræði í heiminum og ég fagna þessu tækifæri til þess að leggja mitt af mörkum launalaust sem efnahagsráðgjafi,“ sagði Freeland þegar hún sagði frá vistaskiptunum í gær. Ráðning Freeland er liður í uppstokkun Selenskí í ráðgjafaliði sínu. Hann skipti út yfirmanni öryggisþjónustunnar SBU í gær og réð yfirmenn leyniþjónustu hersins sem nýjan skrifstofustjóra sinn. Sinnaðist við Trudeau Freeland hefur setið á kanadíska þinginu frá 2013. Hún var lykilmanneskja í ríkisstjórnum Justins Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra, og gegndi meðal annars embættum fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og ráðherra alþjóðaviðskipta. Hún átti stóran þátt í falli Trudeau þegar hún sagði af sér sem ráðherra síðla árs 2024 og sakaði hann um að taka hótanir þá verðandi stjórnvalda í Bandaríkjunum um verndartolla á kanadískar vörur ekki alvarlega. Kanada Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Selenskí greindi frá því að Freeland hefði fallist á að gerast ráðgjafi hans í efnahagsmálum í gær. Vísaði hann til reynslu hennar af því að laða að fjárfesta og innleiða efnahagslegar umbætur. Freeland, sem er af úkraínskum ættum, hefur verið sérstakur sendifulltrúi Kanada vegna enduruppbyggingar Úkraínu frá því í september. Hún tilkynnti þá að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur í þingkosningum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Úkraína er á framlínunni í baráttunni fyrir lýðræði í heiminum og ég fagna þessu tækifæri til þess að leggja mitt af mörkum launalaust sem efnahagsráðgjafi,“ sagði Freeland þegar hún sagði frá vistaskiptunum í gær. Ráðning Freeland er liður í uppstokkun Selenskí í ráðgjafaliði sínu. Hann skipti út yfirmanni öryggisþjónustunnar SBU í gær og réð yfirmenn leyniþjónustu hersins sem nýjan skrifstofustjóra sinn. Sinnaðist við Trudeau Freeland hefur setið á kanadíska þinginu frá 2013. Hún var lykilmanneskja í ríkisstjórnum Justins Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra, og gegndi meðal annars embættum fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og ráðherra alþjóðaviðskipta. Hún átti stóran þátt í falli Trudeau þegar hún sagði af sér sem ráðherra síðla árs 2024 og sakaði hann um að taka hótanir þá verðandi stjórnvalda í Bandaríkjunum um verndartolla á kanadískar vörur ekki alvarlega.
Kanada Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira