Sr. Sigurður Árni Þórðarson Stóra áramótaheitið Þorir þú? Áramót veita tækifæri til að núllstilla og forgangsraða. Framundan er opinn tími. Hvernig getur þú notið þess tíma best, sem þér er gefinn? Ef þú lætur aðeins stjórnast af áreiti daganna og gerir ekkert annað en að bregðast við hættir þú að heyra rödd hjartans. Þá blæs viskan hjá og spekin líka. Siglandi skip þarfnast stefnu og menn þarfnast líka stjórnar á sínum lífssjó. Bakþankar 4.1.2012 17:25 Jólasaga sem virkar Hver bekkurinn á fætur öðrum gekk frá Melaskóla yfir í Neskirkju á mánudaginn var. Yngstu börnin settust á fremstu bekkina í kirkjunni. Stærri börnin voru í miðjunni og efstu bekkingarnir sátu aftast. Allir gátu því séð. Svo komu mörg leikskólabörn líka og fengu heiðurssæti svo þau gætu notið sem best. Hvað var í uppsiglingu? Af hverju þessi spennti skari og brosandi foreldrar og ástvinir? Bakþankar 21.12.2011 17:42 Mikið er gaman að lifa Sex ára drengur sat í kirkju á sunnudag. Söngvar aðventunnar og jólaundirbúnings seytluðu inn í vitund hans. Og minnið brást honum ekki, textarnir frá því í fyrra komu úr sálargeymslunni og hann söng með. Barnakórarnir heilluðu líka alla í kirkjunni. Augu drengsins ljómuðu þegar hann sneri sér að mömmu sinni og sagði með barnslegri einlægni: "Mikið er gaman að lifa.“ Bakþankar 7.12.2011 16:57 Steinunn og geislar lífsins Bakþankar 23.11.2011 17:08 Súperman Sonur minn fimm ára laumaði sér eina nóttina upp í rúm foreldranna. Við vöknuðum svo um morguninn við að drengurinn tautaði: „Ég vildi að pabbi væri ofurhetja.“ Mamma hans, sem er jafnan snögg til, svaraði að bragði: „Hann er ofurhetja.“ Þá hló drengurinn og foreldrar hans með honum. Bakþankar 9.11.2011 17:00 Apple-guðfræðin Steve Jobs, hugmaðurinn á bak við Apple, er nýlátinn. Hann var snjall og þorði að hugsa. Hann kom tækjum í hendur á fólki, sem hafa gagnast vel og eigendurnir telja þau falleg líka. Á heimilum margra okkur eru einhver I-tæki frá Apple. Þessir bakþankar eru skrifaðir á Apple-tölvu og kannski lestu þá á I-pöddu. Bakþankar 26.10.2011 22:32 Ekki líta undan Fyrir liðlega þrjátíu árum gengum við fjórir félagar um Hornstrandir. Áður en við lögðum upp fórum við á sunnudegi til messu í Staðarkirkju í Aðalvík. Prestur var kominn að sunnan og við sem vorum í kirkju hlustuðum á hann prédika um huliðshjálm, það sem væri hulið og það sem væri opinbert. Ræða hans um það sem ekki sést barst inn í eyrun og út yfir hvannastóð og fíflabreiður. Þetta var svo sérkennileg ræða að við, þrír prestlingar og einn tæknimenntaður, ræddum um prestinn Huliðshjálm alla leiðina austur í Horn. Orðið huliðshjálmur dregur síðan fram í hug mér myndina af honum sem lagði út af þessu orði sem ekki er til í Biblíunni. Það var Ólafur Skúlason. Bakþankar 17.10.2011 16:57 Bókin um mömmu Bréfberinn setti pakka inn um bréfalúguna í vikunni. Nei sko, í bögglinum var falleg bók. Á forsíðunni var skönnuð mynd gamallar og blettóttrar matreiðslubókar og svo skar sig úr mynd af glæsilegri konu. Við hjónin fórum að skoða bókina og í ljós kom að þetta var rit, sem vinkona okkar í Þrándheimi hafði gert um móður sína. Bakþankar 3.10.2011 17:02 Kristján Valur Skálholtsbiskup Skálholt er alla daga áhrifastaður en síðasta sunnudag var þar biskupsvígsla Kristjáns Vals Ingólfssonar. Söngurinn í kirkjunni var máttugur og biskupinn nýi var krossaður, skrýddur og blessaður. Staðurinn ljómaði, bænir flugu og erindið um kærleikann var boðað. Jörð og himinn föðmuðust, tími og eilífð kysstust. Fagnaðarerindi, ekki satt? Bakþankar 19.9.2011 20:23 Kaldur hugur og hlýtt hjarta Paul Ricoeur var einn áhugaverðasti heimspekingur Frakka á tuttugustu öld. Bækur hans rötuðu víða og hugmyndir hans höfðu áhrif í mörgum fræðagreinum. Áður en hann lét af störfum var hann til dæmis um tíma prófessor við guðfræðideild Chicago-háskóla. Fræðasvið Ricoeurs var vítt og hér verður aðeins vikið að hvernig hann ræddi um tvær víddir í gagnrýni hugmynda. Bakþankar 5.9.2011 17:13 Stóru draumarnir? Hvað er á bak við drauma um ríkidæmi, "ógeðslega flott hús“, komast á heimsmeistaramótið í skák eða að taka í höndina á Alex Ferguson og Manchester United-liðinu? Draumar unga fólksins á fermingaraldri voru kortlagðir og niðurstaðan er stórmerkileg. Bakþankar 22.8.2011 16:16 Hvernig er ferðasagan? Hvernig var sumarfríið þitt? Svörin eru mismunandi. Margir gretta sig og svara: "Svona lala“ eða "allt í lagi“ en bæta svo við: "Bíllinn bilaði, kortinu var stolið. Það rigndi allan tímann og þjónustan, sem við áttum að fá var því miður ótrúlega léleg. Ferðafélagarnir voru hávaðasamir og sneru sólarhringnum alveg við. Það er nú bara gott að vera kominn heim!“ Upplífgandi og spennandi? Nei, en margar ferðasögur eru á þessa leið og eiginlega dapurlegar hrakfallasögur. Segja þær bara ferðasögu eða eitthvað annað – kannski um ferðalanginn sjálfan? Bakþankar 8.8.2011 22:35 Aldrei aftur Útey Hvað gera unglingar og ungt fólk í sumarbúðum um mitt sumar? Tala saman, hlæja, ræða málin, njóta lífsins. Og svo er þetta tími upplifana, hrifningar og að verða ástfanginn. Bakþankar 25.7.2011 17:05 Ég fer í fríið - en til hvers? Þegar sumarfríið byrjar hljómar gleðitjáning og frelsissöngur: "Ég fer í fríið – ég fer í fríið.“ En til hvers og hvers konar frí? Ætlar þú að byggja sumarbústað, mála alla íbúðina og skoða líka Austfirðina? Bakþankar 11.7.2011 22:48 Hetjur óskast Ég minnist stúlku, sem óð inn í miðjan strákahóp til að verja varnarlausan dreng. Hún sýndi hugrekki. Ég minnist félaga, sem hjólaði í valdakerfi og forkólfa þess vegna þess að honum misbauð óréttlæti. Ég veit um nokkur, sem hafa staðið með fórnarlömbum þrátt fyrir hæðnisglósur og þrýsting. Þau eru hetjur og ég dáist að þeim. Bakþankar 27.6.2011 22:11 Fyrirgefðu Það er nógu þungbært að gera mistök en herfilegt að þurfa líka að biðjast fyrirgefningar. Ég átti mömmu, sem gaf engan afslátt á beiðni um fyrirgefningu. Mér varð eitt sinn á að henda snjóbolta í höfuð á stelpu úr húsinu hinum megin götunnar. Hún veinaði og beygði af og rauk inn. Mamma tók á móti mér þegar ég kom heim. Hún var alvarleg í bragði og sagði: "Sestu niður, vinur.“ Ég setti mig í stellingar og bjóst við hinu versta. "Konan á miðhæðinni á nítján hringdi. Hún sagði að þú hefðir kastað bolta í höfuð dóttur hennar. Stúlkan er í rúminu.“ Bakþankar 13.6.2011 22:53 Í ösku og eldi Bakþankar 30.5.2011 22:42 Hinn hreini tónn Vídalín og Laxness voru í Hörpu um helgina. Oft hef ég ekið framhjá þessum glerkletti, hugsað um sögu byggingarinnar og glímt við andstæðar kenndir hrifningar og harms. Ég gekk svo með elskunni minni yfir fallega trébrú og á Hörputorg. Fólksmergðin var eins og á þjóðhátíð. Litir og form glerhnullunganna heilluðu. Forskálinn, almenningurinn, kom á óvart vegna stærðar. Bakþankar 16.5.2011 17:14 Engill í húsi Bakþankar 2.5.2011 17:57 Rósir brenndar Bakþankar 5.5.2011 12:44 Flott hjá þér Fjölskylda mín fór fyrir skömmu til Ameríku. Við lentum í Seattle og ég átti von á hefðbundinni stórflugvallafýlu starfsmanna, sem tækju út pirring sinn á okkur ferðalöngum. Nei, ónei. Elskulegt fólk mætti þreyttum útlendingum. Einn sagði með hlýju í augum “verið velkomin” og annar sagði “njótið verunnar í Bandaríkjunum.” Bakþankar 21.3.2011 17:08 Á Vatn er dýrmæti. Lífið skírist í vatni. Vatn verður ekki aðeins metið til peninga – ekki frekar en lífið sjálft. Jafnvel í köldu Þingvallavatni lifa um 120 þúsund lífverur á hverjum fermetra við vatnsbakka. Það er heilt samfélag á litlum bletti og í stóru samhengi. Það lífríki er Bakþankar 7.3.2011 16:55 Kyssuber Kirsuberjatréð í garðinum okkar var þakið rauðum og safaríkum berjum haustið 2010. Mér kom á óvart að berin skyldu verða á annað hundrað strax á fyrsta sumri. Blómin voru falleg og ummynduðust síðan í berjaknúppa. Svo færðist roðinn yfir og börnin í hverfinu komu hlaupandi til að sjá undrið. Bakþankar 21.2.2011 22:51 Undur lífsins Hvað er besta ráðið gegn öldrun? Það er að umgangast börn. Vísast er öflugasta meðalið til lífsgæða að eignast líka börn seint og á efri árum! Bakþankar 7.2.2011 15:19 Mark Skot – og mark. Óp hljóma úr húsum og svo skömmu síðar kveða við harmavein. Þetta er tími hinna stóru drauma en líka vonbrigða. Mörkin Bakþankar 24.1.2011 17:04 Skálholtsjárnið Skálholt hrífur og miðlar sögum til skemmtunar og eflingar. Fyrir helgi var ég á ráðstefnu eystra og naut töfra staðarins. Bakþankar 10.1.2011 17:43 Gordjöss Diskóeyjan heillar. Hinn ljóðlipri baggalútur Bragi Valdimar Skúlason gerði þá kostulega plötu og Páll Óskar syngur lagið nr. 13: “Ég er flottur, ég er Bakþankar 27.12.2010 16:50 Þú ert í hættu! Jólasveinar eru á sveimi. Íslensku jólasveinarnir eru fullkomin andstæða hinna erlendu og rauðklæddu sánkti Kláusa. Íslensku sveinarnir Bakþankar 13.12.2010 15:50 Snú, snú Snýrðu aftur eða fram? Snýrðu baki og bossa í framtíðina? Fólk, sem hefur lent í lífsháska eða upplifað eitthvað sérstakt, nær stundum ekki að sleppa og halda lífinu áfram. Það er klossfast í fortíð og ferðafélagar þess eru bakþankar, eftirsjá og líka kvíði. Ætlum við að ganga afturábak inn í framtíðina eða í manndómi okkar að snúa okkur og opna fyrir nýja möguleika? Bakþankar 29.11.2010 20:56 Skilja strax? Ég vil skilja – sem fyrst“ hljómar í símanum. „Hvenær fæ ég tíma?“ Svo kemur parið á prestsskrifstofuna til að ræða samskipti og sáttahorfur. Ef ágreiningur er mikill og bæði vilja skilja er talað um hagsmuni barna parsins, umgengni, samskiptahætti, eignaskipti og fjölda atriða til að allt verði skýrt. Þegar skilnaðarasi er mikill og andúð kyndir undir fer oftar en ekki illa. Skemmtilegir skilnaðir eru fátíðir. Oftast eru þeir dapurlegir og í einstaka tilvikum hræðilegir. En áfall og kreppu má nýta til góðs. Skilnaðir geta bætt líf heimilismanna þegar mál eru unnin með hagsmuni allra að leiðarljósi. Þetta eru gæðaskilnaðir. Bakþankar 15.11.2010 22:32 « ‹ 1 2 3 ›
Stóra áramótaheitið Þorir þú? Áramót veita tækifæri til að núllstilla og forgangsraða. Framundan er opinn tími. Hvernig getur þú notið þess tíma best, sem þér er gefinn? Ef þú lætur aðeins stjórnast af áreiti daganna og gerir ekkert annað en að bregðast við hættir þú að heyra rödd hjartans. Þá blæs viskan hjá og spekin líka. Siglandi skip þarfnast stefnu og menn þarfnast líka stjórnar á sínum lífssjó. Bakþankar 4.1.2012 17:25
Jólasaga sem virkar Hver bekkurinn á fætur öðrum gekk frá Melaskóla yfir í Neskirkju á mánudaginn var. Yngstu börnin settust á fremstu bekkina í kirkjunni. Stærri börnin voru í miðjunni og efstu bekkingarnir sátu aftast. Allir gátu því séð. Svo komu mörg leikskólabörn líka og fengu heiðurssæti svo þau gætu notið sem best. Hvað var í uppsiglingu? Af hverju þessi spennti skari og brosandi foreldrar og ástvinir? Bakþankar 21.12.2011 17:42
Mikið er gaman að lifa Sex ára drengur sat í kirkju á sunnudag. Söngvar aðventunnar og jólaundirbúnings seytluðu inn í vitund hans. Og minnið brást honum ekki, textarnir frá því í fyrra komu úr sálargeymslunni og hann söng með. Barnakórarnir heilluðu líka alla í kirkjunni. Augu drengsins ljómuðu þegar hann sneri sér að mömmu sinni og sagði með barnslegri einlægni: "Mikið er gaman að lifa.“ Bakþankar 7.12.2011 16:57
Súperman Sonur minn fimm ára laumaði sér eina nóttina upp í rúm foreldranna. Við vöknuðum svo um morguninn við að drengurinn tautaði: „Ég vildi að pabbi væri ofurhetja.“ Mamma hans, sem er jafnan snögg til, svaraði að bragði: „Hann er ofurhetja.“ Þá hló drengurinn og foreldrar hans með honum. Bakþankar 9.11.2011 17:00
Apple-guðfræðin Steve Jobs, hugmaðurinn á bak við Apple, er nýlátinn. Hann var snjall og þorði að hugsa. Hann kom tækjum í hendur á fólki, sem hafa gagnast vel og eigendurnir telja þau falleg líka. Á heimilum margra okkur eru einhver I-tæki frá Apple. Þessir bakþankar eru skrifaðir á Apple-tölvu og kannski lestu þá á I-pöddu. Bakþankar 26.10.2011 22:32
Ekki líta undan Fyrir liðlega þrjátíu árum gengum við fjórir félagar um Hornstrandir. Áður en við lögðum upp fórum við á sunnudegi til messu í Staðarkirkju í Aðalvík. Prestur var kominn að sunnan og við sem vorum í kirkju hlustuðum á hann prédika um huliðshjálm, það sem væri hulið og það sem væri opinbert. Ræða hans um það sem ekki sést barst inn í eyrun og út yfir hvannastóð og fíflabreiður. Þetta var svo sérkennileg ræða að við, þrír prestlingar og einn tæknimenntaður, ræddum um prestinn Huliðshjálm alla leiðina austur í Horn. Orðið huliðshjálmur dregur síðan fram í hug mér myndina af honum sem lagði út af þessu orði sem ekki er til í Biblíunni. Það var Ólafur Skúlason. Bakþankar 17.10.2011 16:57
Bókin um mömmu Bréfberinn setti pakka inn um bréfalúguna í vikunni. Nei sko, í bögglinum var falleg bók. Á forsíðunni var skönnuð mynd gamallar og blettóttrar matreiðslubókar og svo skar sig úr mynd af glæsilegri konu. Við hjónin fórum að skoða bókina og í ljós kom að þetta var rit, sem vinkona okkar í Þrándheimi hafði gert um móður sína. Bakþankar 3.10.2011 17:02
Kristján Valur Skálholtsbiskup Skálholt er alla daga áhrifastaður en síðasta sunnudag var þar biskupsvígsla Kristjáns Vals Ingólfssonar. Söngurinn í kirkjunni var máttugur og biskupinn nýi var krossaður, skrýddur og blessaður. Staðurinn ljómaði, bænir flugu og erindið um kærleikann var boðað. Jörð og himinn föðmuðust, tími og eilífð kysstust. Fagnaðarerindi, ekki satt? Bakþankar 19.9.2011 20:23
Kaldur hugur og hlýtt hjarta Paul Ricoeur var einn áhugaverðasti heimspekingur Frakka á tuttugustu öld. Bækur hans rötuðu víða og hugmyndir hans höfðu áhrif í mörgum fræðagreinum. Áður en hann lét af störfum var hann til dæmis um tíma prófessor við guðfræðideild Chicago-háskóla. Fræðasvið Ricoeurs var vítt og hér verður aðeins vikið að hvernig hann ræddi um tvær víddir í gagnrýni hugmynda. Bakþankar 5.9.2011 17:13
Stóru draumarnir? Hvað er á bak við drauma um ríkidæmi, "ógeðslega flott hús“, komast á heimsmeistaramótið í skák eða að taka í höndina á Alex Ferguson og Manchester United-liðinu? Draumar unga fólksins á fermingaraldri voru kortlagðir og niðurstaðan er stórmerkileg. Bakþankar 22.8.2011 16:16
Hvernig er ferðasagan? Hvernig var sumarfríið þitt? Svörin eru mismunandi. Margir gretta sig og svara: "Svona lala“ eða "allt í lagi“ en bæta svo við: "Bíllinn bilaði, kortinu var stolið. Það rigndi allan tímann og þjónustan, sem við áttum að fá var því miður ótrúlega léleg. Ferðafélagarnir voru hávaðasamir og sneru sólarhringnum alveg við. Það er nú bara gott að vera kominn heim!“ Upplífgandi og spennandi? Nei, en margar ferðasögur eru á þessa leið og eiginlega dapurlegar hrakfallasögur. Segja þær bara ferðasögu eða eitthvað annað – kannski um ferðalanginn sjálfan? Bakþankar 8.8.2011 22:35
Aldrei aftur Útey Hvað gera unglingar og ungt fólk í sumarbúðum um mitt sumar? Tala saman, hlæja, ræða málin, njóta lífsins. Og svo er þetta tími upplifana, hrifningar og að verða ástfanginn. Bakþankar 25.7.2011 17:05
Ég fer í fríið - en til hvers? Þegar sumarfríið byrjar hljómar gleðitjáning og frelsissöngur: "Ég fer í fríið – ég fer í fríið.“ En til hvers og hvers konar frí? Ætlar þú að byggja sumarbústað, mála alla íbúðina og skoða líka Austfirðina? Bakþankar 11.7.2011 22:48
Hetjur óskast Ég minnist stúlku, sem óð inn í miðjan strákahóp til að verja varnarlausan dreng. Hún sýndi hugrekki. Ég minnist félaga, sem hjólaði í valdakerfi og forkólfa þess vegna þess að honum misbauð óréttlæti. Ég veit um nokkur, sem hafa staðið með fórnarlömbum þrátt fyrir hæðnisglósur og þrýsting. Þau eru hetjur og ég dáist að þeim. Bakþankar 27.6.2011 22:11
Fyrirgefðu Það er nógu þungbært að gera mistök en herfilegt að þurfa líka að biðjast fyrirgefningar. Ég átti mömmu, sem gaf engan afslátt á beiðni um fyrirgefningu. Mér varð eitt sinn á að henda snjóbolta í höfuð á stelpu úr húsinu hinum megin götunnar. Hún veinaði og beygði af og rauk inn. Mamma tók á móti mér þegar ég kom heim. Hún var alvarleg í bragði og sagði: "Sestu niður, vinur.“ Ég setti mig í stellingar og bjóst við hinu versta. "Konan á miðhæðinni á nítján hringdi. Hún sagði að þú hefðir kastað bolta í höfuð dóttur hennar. Stúlkan er í rúminu.“ Bakþankar 13.6.2011 22:53
Hinn hreini tónn Vídalín og Laxness voru í Hörpu um helgina. Oft hef ég ekið framhjá þessum glerkletti, hugsað um sögu byggingarinnar og glímt við andstæðar kenndir hrifningar og harms. Ég gekk svo með elskunni minni yfir fallega trébrú og á Hörputorg. Fólksmergðin var eins og á þjóðhátíð. Litir og form glerhnullunganna heilluðu. Forskálinn, almenningurinn, kom á óvart vegna stærðar. Bakþankar 16.5.2011 17:14
Flott hjá þér Fjölskylda mín fór fyrir skömmu til Ameríku. Við lentum í Seattle og ég átti von á hefðbundinni stórflugvallafýlu starfsmanna, sem tækju út pirring sinn á okkur ferðalöngum. Nei, ónei. Elskulegt fólk mætti þreyttum útlendingum. Einn sagði með hlýju í augum “verið velkomin” og annar sagði “njótið verunnar í Bandaríkjunum.” Bakþankar 21.3.2011 17:08
Á Vatn er dýrmæti. Lífið skírist í vatni. Vatn verður ekki aðeins metið til peninga – ekki frekar en lífið sjálft. Jafnvel í köldu Þingvallavatni lifa um 120 þúsund lífverur á hverjum fermetra við vatnsbakka. Það er heilt samfélag á litlum bletti og í stóru samhengi. Það lífríki er Bakþankar 7.3.2011 16:55
Kyssuber Kirsuberjatréð í garðinum okkar var þakið rauðum og safaríkum berjum haustið 2010. Mér kom á óvart að berin skyldu verða á annað hundrað strax á fyrsta sumri. Blómin voru falleg og ummynduðust síðan í berjaknúppa. Svo færðist roðinn yfir og börnin í hverfinu komu hlaupandi til að sjá undrið. Bakþankar 21.2.2011 22:51
Undur lífsins Hvað er besta ráðið gegn öldrun? Það er að umgangast börn. Vísast er öflugasta meðalið til lífsgæða að eignast líka börn seint og á efri árum! Bakþankar 7.2.2011 15:19
Mark Skot – og mark. Óp hljóma úr húsum og svo skömmu síðar kveða við harmavein. Þetta er tími hinna stóru drauma en líka vonbrigða. Mörkin Bakþankar 24.1.2011 17:04
Skálholtsjárnið Skálholt hrífur og miðlar sögum til skemmtunar og eflingar. Fyrir helgi var ég á ráðstefnu eystra og naut töfra staðarins. Bakþankar 10.1.2011 17:43
Gordjöss Diskóeyjan heillar. Hinn ljóðlipri baggalútur Bragi Valdimar Skúlason gerði þá kostulega plötu og Páll Óskar syngur lagið nr. 13: “Ég er flottur, ég er Bakþankar 27.12.2010 16:50
Þú ert í hættu! Jólasveinar eru á sveimi. Íslensku jólasveinarnir eru fullkomin andstæða hinna erlendu og rauðklæddu sánkti Kláusa. Íslensku sveinarnir Bakþankar 13.12.2010 15:50
Snú, snú Snýrðu aftur eða fram? Snýrðu baki og bossa í framtíðina? Fólk, sem hefur lent í lífsháska eða upplifað eitthvað sérstakt, nær stundum ekki að sleppa og halda lífinu áfram. Það er klossfast í fortíð og ferðafélagar þess eru bakþankar, eftirsjá og líka kvíði. Ætlum við að ganga afturábak inn í framtíðina eða í manndómi okkar að snúa okkur og opna fyrir nýja möguleika? Bakþankar 29.11.2010 20:56
Skilja strax? Ég vil skilja – sem fyrst“ hljómar í símanum. „Hvenær fæ ég tíma?“ Svo kemur parið á prestsskrifstofuna til að ræða samskipti og sáttahorfur. Ef ágreiningur er mikill og bæði vilja skilja er talað um hagsmuni barna parsins, umgengni, samskiptahætti, eignaskipti og fjölda atriða til að allt verði skýrt. Þegar skilnaðarasi er mikill og andúð kyndir undir fer oftar en ekki illa. Skemmtilegir skilnaðir eru fátíðir. Oftast eru þeir dapurlegir og í einstaka tilvikum hræðilegir. En áfall og kreppu má nýta til góðs. Skilnaðir geta bætt líf heimilismanna þegar mál eru unnin með hagsmuni allra að leiðarljósi. Þetta eru gæðaskilnaðir. Bakþankar 15.11.2010 22:32