Á Sigurður Árni Þórðarson skrifar 8. mars 2011 05:45 Vatn er dýrmæti. Lífið skírist í vatni. Vatn verður ekki aðeins metið til peninga – ekki frekar en lífið sjálft. Jafnvel í köldu Þingvallavatni lifa um 120 þúsund lífverur á hverjum fermetra við vatnsbakka. Það er heilt samfélag á litlum bletti og í stóru samhengi. Það lífríki er verðmætt. Göngumst við ríkidæminu og ábyrgð okkar. Gerum vatnalífi landsins gott til með fræðslu, gestastofum, almennri menntun um lífið í vatninu. Já, verndum vatnið hæfilega. Fyrir nokkrum árum kom ég í safn í Vestur-Noregi, sem helgað er lífinu í merkilegri laxá. Þegar inn var komið var þar ekki aðeins miðlað upplýsingum um ofurfiska, sögu veiða og árnýtingar, heldur var sem einn hluti árinnar rynni í gegnum húsið. Eins og í góðum vatna- og sjávarlífs-söfnum erlendis var hægt að ganga að stórum sýnisgluggum. Þeir veittu innsýn beint í hylinn. Þar syntu árbúarnir og hægt var að fylgjast með gerð, stærð, hreyfingum og samskiptum fiskanna. Þetta var heillandi safn og ég hugsaði með mér: Góð hugmynd fyrir fólk, sem metur vatnið og lífið mikils – frábær hugmynd fyrir Árnesinga. Gullhringurinn – Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Skálholt – er góður en yrði enn betri ef hægt væri í ferðarlok að koma við á Selfossi, skoða stórfiska á leið upp ána og fræðast um dýrmæti og nýtingu vatnsins. Það er ekki aðeins Sogið, sem er fljótið helga. Allt vatn og líf þess er gott og við erum vörslumenn þess. Ekki er verra að fiskur í kristninni er tákn hins heilaga. Er ekki tími til kominn, að Árnesingar gangist við ríkidæmi sínu, byggi laxastofu og opni fjársjóðskistu vatnaheims héraðsins. Gullið má sýna. Árborg yrði bara betri með árstofu – nútímalegu Árnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun
Vatn er dýrmæti. Lífið skírist í vatni. Vatn verður ekki aðeins metið til peninga – ekki frekar en lífið sjálft. Jafnvel í köldu Þingvallavatni lifa um 120 þúsund lífverur á hverjum fermetra við vatnsbakka. Það er heilt samfélag á litlum bletti og í stóru samhengi. Það lífríki er verðmætt. Göngumst við ríkidæminu og ábyrgð okkar. Gerum vatnalífi landsins gott til með fræðslu, gestastofum, almennri menntun um lífið í vatninu. Já, verndum vatnið hæfilega. Fyrir nokkrum árum kom ég í safn í Vestur-Noregi, sem helgað er lífinu í merkilegri laxá. Þegar inn var komið var þar ekki aðeins miðlað upplýsingum um ofurfiska, sögu veiða og árnýtingar, heldur var sem einn hluti árinnar rynni í gegnum húsið. Eins og í góðum vatna- og sjávarlífs-söfnum erlendis var hægt að ganga að stórum sýnisgluggum. Þeir veittu innsýn beint í hylinn. Þar syntu árbúarnir og hægt var að fylgjast með gerð, stærð, hreyfingum og samskiptum fiskanna. Þetta var heillandi safn og ég hugsaði með mér: Góð hugmynd fyrir fólk, sem metur vatnið og lífið mikils – frábær hugmynd fyrir Árnesinga. Gullhringurinn – Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Skálholt – er góður en yrði enn betri ef hægt væri í ferðarlok að koma við á Selfossi, skoða stórfiska á leið upp ána og fræðast um dýrmæti og nýtingu vatnsins. Það er ekki aðeins Sogið, sem er fljótið helga. Allt vatn og líf þess er gott og við erum vörslumenn þess. Ekki er verra að fiskur í kristninni er tákn hins heilaga. Er ekki tími til kominn, að Árnesingar gangist við ríkidæmi sínu, byggi laxastofu og opni fjársjóðskistu vatnaheims héraðsins. Gullið má sýna. Árborg yrði bara betri með árstofu – nútímalegu Árnesi.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun