Fyrirgefðu 14. júní 2011 00:01 Það er nógu þungbært að gera mistök en herfilegt að þurfa líka að biðjast fyrirgefningar. Ég átti mömmu, sem gaf engan afslátt á beiðni um fyrirgefningu. Mér varð eitt sinn á að henda snjóbolta í höfuð á stelpu úr húsinu hinum megin götunnar. Hún veinaði og beygði af og rauk inn. Mamma tók á móti mér þegar ég kom heim. Hún var alvarleg í bragði og sagði: „Sestu niður, vinur." Ég setti mig í stellingar og bjóst við hinu versta. „Konan á miðhæðinni á nítján hringdi. Hún sagði að þú hefðir kastað bolta í höfuð dóttur hennar. Stúlkan er í rúminu." Ég reyndi ekki að þræta fyrir, mamma undi undanbrögðum afar illa. „Jæja vinur. Þakka þér fyrir að segja satt. Vertu nú maður, farðu og biddu stúlkuna að fyrirgefa þér." Það var verst að verða að gera eitthvað í málinu sjálfur. Orðaskammir er hægt að afbera en erfiðara að ganga veg iðrunar. Ég velti vöngum yfir hvort ég ætti að leggja á flótta. Nei, það var víst ógerlegt því mamma var þarna í glugganum eins og alsjáandi Guðsauga og fylgdist með hverju skrefi. Undankomuleiðir voru engar. Mamman á nítján virtist hissa þegar ég kynnti mig, en sagði: „Þú mátt koma upp." Fórnarlambið var í rúminu og ég sá ekki betur en stúlkan væri að deyja. Ég hvíslaði stamandi afsökunarbeiðni. „Hvað segir þú," var spurt. Ræsking: „Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að meiða þig svona mikið." „Já, allt í lagi, ég skal fyrirgefa þér." Þessi ferð varð mér til visku. Snjóboltinn kom til baka með þroska. Iðrun fellur aldrei úr gildi og er forsenda þess að okkur sé fyrirgefið sem einstaklingum og full sátt náist. Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings sýnir að nokkrir aðilar gerðu mistök í meðferð kynferðisbrotamála. Fordómar, brengluð dómgreind og skortur á fagmennsku byrgðu mönnum sýn. Hópur af fólki var meðvirkur og skýrslan hefur sýnt hvernig hjarðhegðun getur orðið skelfileg. Hvað ættu mistaka-aðilar að gera? Reyna að skýra út mál sín? Nei, þeir hafa haft til þess tækifæri í samtölum og svörum til nefndarinnar. Nefndin hefur úrskurðað um mistök. Það er niðurstaðan. Maður ætlar ekki að meiða fólk hvorki með snjóboltum né með valdi eða tækjum stofnana. Kattaþvottar duga ekki heldur aðeins iðrunarganga, sem er alltaf erfið en þá verða menn að mönnum. Guð stendur í glugganum og blessar iðrunargöngur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Það er nógu þungbært að gera mistök en herfilegt að þurfa líka að biðjast fyrirgefningar. Ég átti mömmu, sem gaf engan afslátt á beiðni um fyrirgefningu. Mér varð eitt sinn á að henda snjóbolta í höfuð á stelpu úr húsinu hinum megin götunnar. Hún veinaði og beygði af og rauk inn. Mamma tók á móti mér þegar ég kom heim. Hún var alvarleg í bragði og sagði: „Sestu niður, vinur." Ég setti mig í stellingar og bjóst við hinu versta. „Konan á miðhæðinni á nítján hringdi. Hún sagði að þú hefðir kastað bolta í höfuð dóttur hennar. Stúlkan er í rúminu." Ég reyndi ekki að þræta fyrir, mamma undi undanbrögðum afar illa. „Jæja vinur. Þakka þér fyrir að segja satt. Vertu nú maður, farðu og biddu stúlkuna að fyrirgefa þér." Það var verst að verða að gera eitthvað í málinu sjálfur. Orðaskammir er hægt að afbera en erfiðara að ganga veg iðrunar. Ég velti vöngum yfir hvort ég ætti að leggja á flótta. Nei, það var víst ógerlegt því mamma var þarna í glugganum eins og alsjáandi Guðsauga og fylgdist með hverju skrefi. Undankomuleiðir voru engar. Mamman á nítján virtist hissa þegar ég kynnti mig, en sagði: „Þú mátt koma upp." Fórnarlambið var í rúminu og ég sá ekki betur en stúlkan væri að deyja. Ég hvíslaði stamandi afsökunarbeiðni. „Hvað segir þú," var spurt. Ræsking: „Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að meiða þig svona mikið." „Já, allt í lagi, ég skal fyrirgefa þér." Þessi ferð varð mér til visku. Snjóboltinn kom til baka með þroska. Iðrun fellur aldrei úr gildi og er forsenda þess að okkur sé fyrirgefið sem einstaklingum og full sátt náist. Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings sýnir að nokkrir aðilar gerðu mistök í meðferð kynferðisbrotamála. Fordómar, brengluð dómgreind og skortur á fagmennsku byrgðu mönnum sýn. Hópur af fólki var meðvirkur og skýrslan hefur sýnt hvernig hjarðhegðun getur orðið skelfileg. Hvað ættu mistaka-aðilar að gera? Reyna að skýra út mál sín? Nei, þeir hafa haft til þess tækifæri í samtölum og svörum til nefndarinnar. Nefndin hefur úrskurðað um mistök. Það er niðurstaðan. Maður ætlar ekki að meiða fólk hvorki með snjóboltum né með valdi eða tækjum stofnana. Kattaþvottar duga ekki heldur aðeins iðrunarganga, sem er alltaf erfið en þá verða menn að mönnum. Guð stendur í glugganum og blessar iðrunargöngur!
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun