Rannsóknarskýrsla Alþingis

Fréttamynd

Davíð Oddsson hótaði Tryggva Þór

Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis.

Innlent
Fréttamynd

Óþekktur bankamaður varaði Davíð Oddsson við

Í skýrslu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis kom fram að um mitt sumar árið 2008 hefði leitað til hans maður, sem hann vildi ekki nafngreina, sem vann í einum af stóru bönkunum.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefndin sat fyrir svörum á Stöð 2

Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþingsmenn: Höfðu ekki efni á lystisnekkju

Fjárhagsvandræði hrjáðu Kaupþingsmenn í febrúar 2008. Til að bæta stöðu sína varpar Magnús Guðmundsson fram þeirri hugmynd í tölvupósti að leigja út lystisnekkju þeirra til þriðja aðila. Pósturinn birtist í rannsóknarskýrslunni.

Innlent
Fréttamynd

Bombur dagsins - fleyg orð úr skýrslunni

Mörg fleyg ummæli hafa komið fram í fjölmiðlum í dag í kjölfar birtingar rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrslutökur veita persónulega innsýn inn í hugarheim aðalleikara hrunsins, sem spara ekki stóru orðin þegar kemur að þeim sjálfum eða öðrum. Vísir.is tók saman ummæli dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Skelfing og óðagot í stjórnkerfinu

Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja.

Innlent
Fréttamynd

Í fyrsta sinn sem landsdómur yrði kallaður saman

Ef landsdómur verður kallaður saman vegna þeirra niðurstaðna sem finna má í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis verður það í fyrsta sinn sem slikt gerist í sögu lýðveldisins, segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Sökin ekki hjá Fjármálaeftirlitinu

„Meginatriðið er það að bankahrunið er á ábyrgð bankamanna sjálfra og þeim sem stjórnuðu þeim," segir Jón Magnússon lögmaður og faðir Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Hann tjáir sig ekki um ábyrgð sonar síns.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn flaug á vegum allra helstu útrásavíkinganna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flaug ítrekað með útrásavíkingum en í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem snýr að siðferði og starfsháttum kemur fram að Ólafur Ragnar flaug með í flugvélum í eigu eða leigu Kaupþings, Actavis, Glitnis, Novator, FL Group og Eimskipafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Jón Baldvin: Enginn axlar ábyrgð

"Þessi skýrsla segir okkur fátt nýtt um okkar samfélag sem við vissum ekki fyrir," segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi forsætisráðherra, spurður um fyrstu viðbrögð sín við rannsóknarskýrslu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Fjárfesting í Baugi jókst eftir kaup félagsins í Glitni

Stjórnendur Sjóðs 9 hjá Glitni juku kaup í skuldabréfum Baugs eftir að félagið varð stór hluthafi í bankanum í apríl 2007. Sjóðurinn átti mest 13,5 milljarða króna í nóvember 2007 og nam 9,7 prósentum af heildareignum sjóðsins. Sjóður 1 hjá Glitni átti sömuleiðis 3,3 milljarða króna í bréfum félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Formaður Framsóknarflokksins: Sveigðum of langt til hægri

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að allir flokkar verði að líta í eigin barm þegar kemur að bankahruninu og að enginn flokkur hafi farið í eins afgerandi endurnýjun og Framsóknarflokkurinn hafi ráðist í. Þetta sagði Sigmundur í umræðum um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á þingfundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ráðning Lárusar Welding hafði áhrif á Glitni

Rannsóknarnefnd Alþingis dregur þá ályktun að með láni til Lárusar Welding, sem veitt var til að fresta 300 milljóna króna eingreiðslu hans samkvæmt samningi, hafi stjórn bankans haft bein áhrif á uppgjör bankans á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni Ben: Skýrslan leggur ríkar skyldur á herðar þingmanna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir brýnt að stjórnmálamenn dragi lærdóm af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan leggi ríkar skyldur á herðar þingmanna og það varði miklu að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem þjóðin gerir kröfu um. Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn til þessa að vinna að nauðsynlegum úrbótum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna: Virðingavert að Björgvin hafi brugðist við skýrslunni

Það er virðingavert að Björgvin G. Sigurðsson hafi brugðist við og tekið sína ákvörðun, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar umræður um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófust klukkan þrjú í dag. Björgvin er einn af sjö sem Rannsóknarnefndin telur að hafi sýnt vanrækslu í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna

Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög.

Innlent
Fréttamynd

Földu uppgjör Glitnis við Bjarna Ármannsson

Stjórnendur Glitnis vildu ekki að launauppgjör við Bjarna Ármannsson, fyrrverandi forstjóra bankans, yrði gert opinbert og ákváðu því að birta ekki 270 milljóna króna vanmetna skuldbindingu gagnvart honum í ársuppgjöri bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld gerðu ekkert til að hindra Icesaveklúðrið

Rannsóknarnefnd Alþingis segir að enda þótt íslensk stjórnvöld hefðu í upphafi árs 2008 lagt að stjórnendum Landsbankans að flytja Icesave reikningana yfir í breskt dótturfélag var ekki gripið til neinna þeirra stjórntækja eða úrræða sem stjórnvöld réðu yfir til að fylgja málinu eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björgvin segir af sér formennsku í þingflokknum

Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ætlar að segja af sér formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Björgvin var einn þeirra sjö sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur fyrir framan Alþingi

Um þrjátíu manns eru samankomnir á Austurvelli til þess að mótmæla. Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út í morgun en lögreglan hafði áhyggjur af annarri mótmælendabylgju.

Innlent
Fréttamynd

Skætingur einkenndi viðbrögð Íslendinga við gagnrýni á hagkerfið

Það viðmót sem birtist í orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins við gagnrýni sérfræðings hjá Merrill Lynch á íslensk stjórnvöld hafi verið lýsandi fyrir viðbrögð íslenskra stjórnvalda og bankanna við gagnrýni árið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Lárus hreinsaði út af einkareikningi rétt eftir viðtalið í Silfri Egils

Lárus Welding, þáverandi bankastjóri Glitnis, færði fjármuni til útlanda, eða réttara sagt hreinsaði út af reikningi sínum um 318 milljónir, rétt eftir að hann hafði lýst því yfir í frægu viðtali í Silfri Egils að bankinn hans væri traustur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem var birt fyrr í dag.

Innlent