Innlent

Það þarf að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna

Samkvæmt siðfræðingum þarf að leita leiða til þess að efla siðferðisvitund þingmanna. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Samkvæmt siðfræðingum þarf að leita leiða til þess að efla siðferðisvitund þingmanna. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.

Leita þarf leiða til þess að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnsiðum.

Þetta kemur fram í áttunda bindi skýrslu rannsóknarnefndarinnar og snýr að siðferði og starfsháttum.

Þar segir að einnig að til þess að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna þurfi þingmenn meðal annars að setja sér siðareglur og skýra þar með fyrir sjálfum sér og almenningi hvernig þeir skilja meginskyldur sínar og ábyrgð.

Þá þarf að draga úr ráðherraræði og styrkja eftirlitshlutverk Alþingis að mati skýrsluhöfundanna. Einnig þarf að efla góða rökræðusiði meðal þjóðarinnar og kjörinna fulltrúa hennar.

Í því skyni þyrfti að vinna skipulega að því í skólum landsins að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðissamfélagi með þjálfun í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum að mati nefndarmanna.

Þá þarf að taka stjórnarskrána til skipulegrar endurskoðunar í því skyni að treysta grundvallarinnviði lýðræðissamfélagsins og skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×