Innlent

Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna

SB skrifar
Davíð Oddsson - bjargaði vísakortum þjóðarinnar.
Davíð Oddsson - bjargaði vísakortum þjóðarinnar.

Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög.

"Það skildi enginn það, það hrundu allir bankarnir en það gátu allir borgað með vísakortunum sínum, það var út af því að Seðlabankinn gaf út tilkynningu, sem hann hafði enga heimild til, um það að hann mundi ábyrgjast öll vísakort manna," segir Davíð Oddsson í skýrslutöku rannsóknarnefndar.

Davíð bætir við: "Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það sem þeir áttu ekki fyrir."

Með öðrum orðum er Davíð að segja að skyndilega hafi Seðlabanki Íslands ábyrgst öll vísakort landsmanna - eitthvað sem þjóðin hefði örugglega ekkert á móti í dag en hafði ekki hugmynd um á sínum tíma.

Óvæntar upplýsingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×