Leikhús

Fréttamynd

Sjarmerandi og seiðandi á sjö­tugs­aldri

Einstaklingar sem búa yfir ákveðnum persónutöfrum virðast ná að heilla flesta með sínu fallega brosi, útgeislun eða sjálfsöryggi, og þykja afar sjarmerandi. Eitt er að víst að það er misjafnt hvað heillar fólk en þessar týpur eiga það sameiginlegt að stela senunni hvert sem þær mæta. 

Lífið
Fréttamynd

Ellý snýr aftur vegna fjölda á­skorana

Söngleikurinn Ellý, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellýjar Vilhjálms, snýr aftur á stóra svið Borgarleikhússins í takmarkaðan tíma. 

Lífið
Fréttamynd

Pétur Einars­son leikari látinn

Pétur Einarsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi skólastjóri Leiklistarskóla Íslands er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 24. apríl síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Nýr söng­leikur byggður á lögum Unu Torfa: „Ég kol­féll fyrir henni“

Nýr íslenskur söngleikur, byggður á tónlist Unu Torfadóttur, verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í febrúar á næsta ári. Ásamt Unu mun Unnur Ösp Stefánsdóttir semja söngleikinn sem mun fjalla um ungt fólk á tímamótum menntaskólaáranna. Unnur Ösp segir spennandi að semja verk um raunir og áskoranir ungs fólks sem mun tala beint inn í íslenskt samfélag.

Lífið
Fréttamynd

„Kannski var ég ekki að pæla í algebru því mamma mín var að deyja“

„Ég bý við það óöryggi að ég held að enginn skilji mig,“ segir leikarinn Gunnar Smári Jóhannsson. Gunnar Smári er 31 árs gamall og hefur upplifað meira en flestir jafnaldrar hans. Sem barn missti hann báða foreldra sína sem og ömmu sína og afa og hefur hann tamið sér að ræða opinskátt um sorgina. 

Menning
Fréttamynd

Æðis­leg til­finning að þurfa ekki að geðjast fólki

Kristinn Óla Haraldsson þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann er með þekktari tónlistarmönnum landsins og hvað þekktastur undir nafninu Króli í tvíeykinu JóiPé og Króli. Króli skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 en ákvað fyrir nokkrum árum að draga sig í hlé frá tónlistinni til þess að sinna bæði leiklistinni og andlegri heilsu. Í síðustu viku sendi hann svo frá sér plötuna SCANDIPAIN ásamt Jóa og danska rapparanum Ussel. Blaðamaður ræddi við hann um listina, ástina og lífið.

Tónlist
Fréttamynd

„Á­byrgðin mikil“

Frost er komið á svið í Þjóðleikhúsinu og hitti Sindri Sindrason leikkonurnar Hildi Völu Baldursdóttur og Völu Kristínu Eiríksdóttur og leikstjórann Gísla Örn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Lofar breyttu lífi með fyrir­vara

Frímann Gunnarsson lífskúnstner frumsýndi sýningu sína 11 spor - Til hamingju! í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Eins og hann lýsir henni felur hún í sér grín, tónlist og fyrirlestur að hætti svokallaðra TED-fyrirlestra.

Menning
Fréttamynd

Disney-söngleikur settur upp á Hvols­velli

Það stendur mikið til á Hvolsvelli því þar eru fullorðnir söngnemendur Tónlistarskóla Rangæinga að setja upp söngleik með Disney lögum úr ýmsum teiknimyndum með ævintýrasögum í kringum lögin.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar fjöl­menntu á endur­komu Hönsu á stóra sviðið

Líf og fjör var í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur fyrir fullu húsi. Verkið er í leikstjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur og með aðalhlutverkin fara þær Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Aldís Amah Hamilton.

Lífið
Fréttamynd

Fagna nýju frum­varpi um Þjóðaróperu

Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, fagnar þeim merka áfanga í sögu sönglistar á Íslandi að fram sé komið frumvarp um Þjóðaróperu. Félagið lýsir eindregnum stuðningi við áform Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarráðherra, í frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Taka stutt hlé frá leik­húsinu fyrir ferða­lög til Perú og Keníu

„Það er svo gaman að fá að vera umkringd ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur á okkur þannig, við erum öll manneskjur,“ segir stórleikkonan Kristbjörg Kjeld. Hún fer með hlutverk í leikritinu Með Guð í vasanum í leikstjórn Maríu Reyndal. Kristbjörg, sem verður 89 ára í sumar, er á leið til Perú í lok mánaðarins og fer sýningin því í pásu fram á vor. 

Menning
Fréttamynd

Stjörnum prýdd frum­sýning Saknaðarilms

Mikil gleði var á frumsýningu einleiksins Saknaðarilmur, sem byggður er á bókum Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar, í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikritið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikur einleikinn. Leikstjórn er í höndum Björns Thors, eiginmanns Unnar.

Lífið
Fréttamynd

Ástar­játningar og húð­flúr á Valentínusar­daginn

Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

Leið yfir gest á Kannibalen

„Við vitum að textinn er afar grófur. Þó að það sjáist aldrei neitt blóð eru lýsingarnar grafískar,“ segir Fjölnir Gíslason, einn aðalleikari sýningarinnar Kannibalen í Tjarnarbíói.

Lífið
Fréttamynd

Lék á sviði fyrir dóttur Bill Gates

Leikarinn og handritshöfundurinn Styrmir Elí Ingólfsson tók U-beygju í lífinu eftir hagfræðinám hérlendis og starf í ferðabransanum. Þegar hann áttaði sig á því að hann væri á vitlausri braut sótti hann um í leiklistarskóla í New York og flutti út. Hann stendur nú að sýningu úti sem hefur fengið góðar viðtökur og hefur áhorfendasalurinn gjarnan verið stjörnum prýddur. Blaðamaður ræddi við Styrmi.

Menning
Fréttamynd

Úlfur, úlfur slær í gegn hjá 10. bekk á Akra­nesi

Nemendur í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hafa lítið þurft að kíkja í skólabækurnar sínar síðustu vikur því öll einbeiting þeirra og kraftur hefur farið í að æfa söngleikinn “Úlfur, úlfur”, sem þau sýna nú fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld.

Innlent