Er Lína Langsokkur woke? Símon Birgisson skrifar 18. september 2025 07:03 Uppfærsla Þjóðleikhússins á Línu langsokkur var frumsýnd 13. september síðastliðinn. Þjóðleikhúsið Leikhúsveturinn hófst af krafti í Þjóðleikhúsinu um helgina með frumsýningu á Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren. Þetta er klassísk barnasýning í fremur hefðbundinni uppfærslu sem ætti að kæta og gleðja bæði börn og fullorðna. Söguna um Línu þekkja flestir vel og er henni fylgt samviskusamlega án þess að verið sé að breyta eða nútímavæða hlutina – sem er gott því auðvelt væri að nýta sér persónu eins og Línu í þeim átökum og klofningi sem einkenna umræðuna á okkar tímum. Lína Langsokkur – Þjóðleikhúsið. Frumsýning: 13. september 2025. Leikstjóri: Agnes Wild. Leikgerð: Staffan Götestam. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Búningar: Eva Björg Harðardóttir. Tónlistarstjórn: Karl Olgeir Olgeirsson. Dans og sviðshreyfingar: Elma Rún Kristinsdóttir. Leikarar: Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Jakob van Oosterhout, Selma Rán Lima, Atli Rafn Sigurðarson ofl. Sterkur leikhópur Ég þarf varla að rifja upp söguþráð Línu. Hún er hinn óvænti gestur sem birtist í sænskum smábæ og býr sér til heimili á Sjónarhóli. Hún býr yfir ofurkröftum og sjálfstæðri hugsun sem setur hið friðsæla samfélag á annan endann. Fínu frúrnar í bænum vilja koma henni í skóla og í fóstur, ræningjarnir vilja komast yfir gullpeningana sem hún geymir í tösku undir rúmi og nágrannar hennar, börnin Tommi og Anna, eignast nýjan besta vin. Í Línu fær kynslóð yngri leikara að njóta sín í stórum rullum en eldri og reyndari leikarar láta einnig ljós sitt skína. Kjartan Darri Kristjánsson og Oddur Júlíusson voru senuþjófar í hlutverki seinheppnu smáþjófanna Gláms og Glúms. Jakob Oosterhout og Selma Lima fóru vel með hlutverk Tomma og Önnu. Lögregluþjónarnir Hængur og Klængur (Kristinn Óli og Almar Blær) voru frábærir, sérstaklega Almar sem er greinilega fæddur gamanleikari. Atli Rafn Sigurðarson kom með skemmtilega orku inn í sýninguna í hlutverki Langsokks skipstjóra og Ebba Katrín Finnsdóttir var eftirminnileg í hlutverki Frú Prússólín sem stýrir barnaverndarnefnd þorpsins. Fjöldi ungra leikara stóð sig einnig vel í söng og dansi og smærri hlutverkum. Það var gaman að sjá stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu nýtt til hins ýtrasta. Kristinn Óli og Almar Blær fá lof fyrir frammistöðu sína í dómi Símonar.Þjóðleikhúsið Frábær Lína Sýningin stendur hins vegar og fellur með aðalhlutverkinu – sjálfri Línu. Það eru stórir skór að fylla. Ég man sjálfur aðallega eftir Ilmi Kristjánsdóttur og Ágústu Evu sem Línu og þær gerðu það vel. Voru tíðir gestir í sjónvarpi og alls kyns hátíðum í hlutverki Línu – þannig að hlutverkinu fylgir eflaust talsverð yfirvinna. Birta Sólveig Söring Þórisdóttir gefur þeim ekkert eftir. Hún hefur þá útgeislun og orku sem hlutverkið krefst. Svo syngur hún líka skemmtilega – er ekkert endilega að hugsa um að syngja „vel“ sem er nákvæmlega í anda Línu og gerir lögin bara skemmtilegri. Birtu tekst líka það sem er svo mikilvægt – að láta manni þykja vænt um Línu. Maður finnur væntumþykju hennar gagnvart öðrum persónum sýningarinnar. Hún kemur vel fram við menn og málleysingja – gefur þjófunum, sem ætla að ræna hana í skjóli nætur, peninga – enda kannski menn af hennar sauðahúsi þar sem hún hefur alist upp í kringum sjóræningja á höfum úti. Og þrátt fyrir að hún leiki sér að löggunni sem ætlar að koma henni á barnaheimili er aldrei nein illska í athöfnum hennar – hún óskar sér þess bara að allir séu ekki steyptir í sama mót. Að hún fái að vera eins og hún er. Leiksýningunni er leikstýrt af Agnesi Wild.Þjóðleikhúsið Vantar heildarsvip Leikstjóri sýningarinnar er Agnes Wild sem hefur gert það gott í barnaleikritum síðustu ár. Mér finnst alveg mega hrósa Agnesi fyrir vinnu sína með leikurunum. Hún gefur þeim lausan tauminn, leyfir greinilega smá spuna hér og þar en það fer ekki yfir mörkin og dregur mann út úr heimi Astrid Lindgren (töskugrín ræningjana dansaði þó á línunni en það er bara af því ég er með áfallastreituröskum eftir of mikið áhorf barnanna minna á Dóru landkönnuð). Hins vegar voru nokkrir hlutir í heildarfagurfræði sýningarinnar sem ég var ekki eins ánægður með. Lýsingin (Ásta Jónína Arnardóttir) var svolítið klaufaleg á köflum, ljóskastarar úr sal endurspegluðust til dæmis í gluggunum á Sjónarhóli og lýstu í augun á manni. Og það var eins og ekki væri samspil milli ljósanna í sviðsmyndinni sjálfri og utan sviðs. Leikmynd (Finnur Arnar Arnarsson) og búningar (Eva Björg Harðardóttir) vísuðu greinilega í sænskan uppruna sögunnar en það vantaði aðeins skýrari heildarsvip – sumt var ýkt og teiknimyndalegt, annað hversdagslegra svo úr varð pínulítill hrærigrautur af litum og fagurfræði. Sviðshreyfingarnar og dansarnir (Elma Rún Kristinsdóttir) heilluðu mig ekki. Dansarnir minntu mig á Fíusól eða Krakkaskaupið og höfðu engar vísanir til gamla tímans eða Svíþjóðar eins og búningarnir og sviðsmyndin. Ég er alls ekki að biðja um einhverja þjóðdansaveislu en einhvern veginn pössuðu dansarnir ekki nægilega vel inn í heildarmyndina. Að síðustu fannst mér tveimur persónum ekki gert hátt undir höfði – þeim Níels apa og hestinum hennar. Níels vakti ekki upp mörg hlátrasköll hjá krökkunum í salnum ólíkt t.d. túlkun Góa á Ólafi í Frosti sem var meistaralega vel heppnuð. Og hesturinn kom bara og fór – ég beið alltaf eftir að Lína myndi lyfta honum upp á einni hendi en kannski er það atriði bara misminni hjá mér eða úr einhverri af bíómyndunum um Línu. Lína langsokkur er sterkasta stelpa í heimi.Þjóðleikhúsið Það sem vel var gert Þrátt fyrir að ég telji upp nokkra galla á sýningunni þá er hún alls ekki illa heppnuð. Hún er trú sögunni um Línu, leikararnir flottir, tónlistin og lögin vel flutt og krakkarnir í salnum skemmtu sér vel. Hún er líka ekki of löng sem getur verið erfitt fyrir yngstu áhorfendurna. Ég hafði líka gaman af því að rifja upp sögurnar um Línu. Margt af því efni sem er skrifað og framleitt fyrir börn í dag er svolítið gegnsósa af boðskap, jafnvel á kostnað sögunnar. Það er Lína ekki. Lína stendur fyrir þau börn sem passa ekki inn í kassann sem samfélagið býr til – hvort sem það eru strákar eða stelpur. Hún er utangarðsmanneskjan sem varpar ljósi á hið smáborgaralega, spegillinn sem bæjarbúa þurfa að horfast í augu við. Hún veit hver höfuðborg Portúgals er því hún hefur farið þangað með pabba sínum og hún veit að ræningjarnir eru ekki vondir menn því hún hefur sjálf verið í þeirra sporum. Snilldin hjá Astrid Lindgren er að hún býr til magnaða persónu án þess að láta söguna snúast um hvort hún sé stelpa eða strákur – Lína stendur fyrir utan alla menningarpólitík, er hvorki woke né íhaldssöm, hún er bara hún sjálf, náttúruafl, stormsveipur sem gleður nú aftur börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu. Niðurstaða Lína Langsokkur er stórskemmtileg barnasýning með frábærum leikurum. Birta Sólveig leikur Línu af miklum krafti og tekst að gera hlutverkið að sínu. Listræn sýn hefði mátt vera aðeins skýrari en það skemmir þó ekki fyrir heildarupplifuninni. Gagnrýni Símonar Birgissonar Þjóðleikhúsið Leikhús Menning Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Fleiri fréttir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Lína Langsokkur – Þjóðleikhúsið. Frumsýning: 13. september 2025. Leikstjóri: Agnes Wild. Leikgerð: Staffan Götestam. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Búningar: Eva Björg Harðardóttir. Tónlistarstjórn: Karl Olgeir Olgeirsson. Dans og sviðshreyfingar: Elma Rún Kristinsdóttir. Leikarar: Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Jakob van Oosterhout, Selma Rán Lima, Atli Rafn Sigurðarson ofl. Sterkur leikhópur Ég þarf varla að rifja upp söguþráð Línu. Hún er hinn óvænti gestur sem birtist í sænskum smábæ og býr sér til heimili á Sjónarhóli. Hún býr yfir ofurkröftum og sjálfstæðri hugsun sem setur hið friðsæla samfélag á annan endann. Fínu frúrnar í bænum vilja koma henni í skóla og í fóstur, ræningjarnir vilja komast yfir gullpeningana sem hún geymir í tösku undir rúmi og nágrannar hennar, börnin Tommi og Anna, eignast nýjan besta vin. Í Línu fær kynslóð yngri leikara að njóta sín í stórum rullum en eldri og reyndari leikarar láta einnig ljós sitt skína. Kjartan Darri Kristjánsson og Oddur Júlíusson voru senuþjófar í hlutverki seinheppnu smáþjófanna Gláms og Glúms. Jakob Oosterhout og Selma Lima fóru vel með hlutverk Tomma og Önnu. Lögregluþjónarnir Hængur og Klængur (Kristinn Óli og Almar Blær) voru frábærir, sérstaklega Almar sem er greinilega fæddur gamanleikari. Atli Rafn Sigurðarson kom með skemmtilega orku inn í sýninguna í hlutverki Langsokks skipstjóra og Ebba Katrín Finnsdóttir var eftirminnileg í hlutverki Frú Prússólín sem stýrir barnaverndarnefnd þorpsins. Fjöldi ungra leikara stóð sig einnig vel í söng og dansi og smærri hlutverkum. Það var gaman að sjá stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu nýtt til hins ýtrasta. Kristinn Óli og Almar Blær fá lof fyrir frammistöðu sína í dómi Símonar.Þjóðleikhúsið Frábær Lína Sýningin stendur hins vegar og fellur með aðalhlutverkinu – sjálfri Línu. Það eru stórir skór að fylla. Ég man sjálfur aðallega eftir Ilmi Kristjánsdóttur og Ágústu Evu sem Línu og þær gerðu það vel. Voru tíðir gestir í sjónvarpi og alls kyns hátíðum í hlutverki Línu – þannig að hlutverkinu fylgir eflaust talsverð yfirvinna. Birta Sólveig Söring Þórisdóttir gefur þeim ekkert eftir. Hún hefur þá útgeislun og orku sem hlutverkið krefst. Svo syngur hún líka skemmtilega – er ekkert endilega að hugsa um að syngja „vel“ sem er nákvæmlega í anda Línu og gerir lögin bara skemmtilegri. Birtu tekst líka það sem er svo mikilvægt – að láta manni þykja vænt um Línu. Maður finnur væntumþykju hennar gagnvart öðrum persónum sýningarinnar. Hún kemur vel fram við menn og málleysingja – gefur þjófunum, sem ætla að ræna hana í skjóli nætur, peninga – enda kannski menn af hennar sauðahúsi þar sem hún hefur alist upp í kringum sjóræningja á höfum úti. Og þrátt fyrir að hún leiki sér að löggunni sem ætlar að koma henni á barnaheimili er aldrei nein illska í athöfnum hennar – hún óskar sér þess bara að allir séu ekki steyptir í sama mót. Að hún fái að vera eins og hún er. Leiksýningunni er leikstýrt af Agnesi Wild.Þjóðleikhúsið Vantar heildarsvip Leikstjóri sýningarinnar er Agnes Wild sem hefur gert það gott í barnaleikritum síðustu ár. Mér finnst alveg mega hrósa Agnesi fyrir vinnu sína með leikurunum. Hún gefur þeim lausan tauminn, leyfir greinilega smá spuna hér og þar en það fer ekki yfir mörkin og dregur mann út úr heimi Astrid Lindgren (töskugrín ræningjana dansaði þó á línunni en það er bara af því ég er með áfallastreituröskum eftir of mikið áhorf barnanna minna á Dóru landkönnuð). Hins vegar voru nokkrir hlutir í heildarfagurfræði sýningarinnar sem ég var ekki eins ánægður með. Lýsingin (Ásta Jónína Arnardóttir) var svolítið klaufaleg á köflum, ljóskastarar úr sal endurspegluðust til dæmis í gluggunum á Sjónarhóli og lýstu í augun á manni. Og það var eins og ekki væri samspil milli ljósanna í sviðsmyndinni sjálfri og utan sviðs. Leikmynd (Finnur Arnar Arnarsson) og búningar (Eva Björg Harðardóttir) vísuðu greinilega í sænskan uppruna sögunnar en það vantaði aðeins skýrari heildarsvip – sumt var ýkt og teiknimyndalegt, annað hversdagslegra svo úr varð pínulítill hrærigrautur af litum og fagurfræði. Sviðshreyfingarnar og dansarnir (Elma Rún Kristinsdóttir) heilluðu mig ekki. Dansarnir minntu mig á Fíusól eða Krakkaskaupið og höfðu engar vísanir til gamla tímans eða Svíþjóðar eins og búningarnir og sviðsmyndin. Ég er alls ekki að biðja um einhverja þjóðdansaveislu en einhvern veginn pössuðu dansarnir ekki nægilega vel inn í heildarmyndina. Að síðustu fannst mér tveimur persónum ekki gert hátt undir höfði – þeim Níels apa og hestinum hennar. Níels vakti ekki upp mörg hlátrasköll hjá krökkunum í salnum ólíkt t.d. túlkun Góa á Ólafi í Frosti sem var meistaralega vel heppnuð. Og hesturinn kom bara og fór – ég beið alltaf eftir að Lína myndi lyfta honum upp á einni hendi en kannski er það atriði bara misminni hjá mér eða úr einhverri af bíómyndunum um Línu. Lína langsokkur er sterkasta stelpa í heimi.Þjóðleikhúsið Það sem vel var gert Þrátt fyrir að ég telji upp nokkra galla á sýningunni þá er hún alls ekki illa heppnuð. Hún er trú sögunni um Línu, leikararnir flottir, tónlistin og lögin vel flutt og krakkarnir í salnum skemmtu sér vel. Hún er líka ekki of löng sem getur verið erfitt fyrir yngstu áhorfendurna. Ég hafði líka gaman af því að rifja upp sögurnar um Línu. Margt af því efni sem er skrifað og framleitt fyrir börn í dag er svolítið gegnsósa af boðskap, jafnvel á kostnað sögunnar. Það er Lína ekki. Lína stendur fyrir þau börn sem passa ekki inn í kassann sem samfélagið býr til – hvort sem það eru strákar eða stelpur. Hún er utangarðsmanneskjan sem varpar ljósi á hið smáborgaralega, spegillinn sem bæjarbúa þurfa að horfast í augu við. Hún veit hver höfuðborg Portúgals er því hún hefur farið þangað með pabba sínum og hún veit að ræningjarnir eru ekki vondir menn því hún hefur sjálf verið í þeirra sporum. Snilldin hjá Astrid Lindgren er að hún býr til magnaða persónu án þess að láta söguna snúast um hvort hún sé stelpa eða strákur – Lína stendur fyrir utan alla menningarpólitík, er hvorki woke né íhaldssöm, hún er bara hún sjálf, náttúruafl, stormsveipur sem gleður nú aftur börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu. Niðurstaða Lína Langsokkur er stórskemmtileg barnasýning með frábærum leikurum. Birta Sólveig leikur Línu af miklum krafti og tekst að gera hlutverkið að sínu. Listræn sýn hefði mátt vera aðeins skýrari en það skemmir þó ekki fyrir heildarupplifuninni.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Þjóðleikhúsið Leikhús Menning Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Fleiri fréttir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira