„Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. október 2025 09:02 Sváfnir situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Hin hliðin. Ljósmynd/Steinar Júlíusson „Þegar ég var yngri dáðist ég nánast skilyrðislaust að sumum tónlistarmönnum, einstaka rithöfundum eða leikurum. En ég er eiginlega alveg hættur því að dást svona skilyrðislaust af einhverjum nema kannski barnabörnunum,“ segir Sváfnir Sigurðsson, markaðsstjóri, tónlistarmaður og rithöfundur. Sváfnir er 56 ára margra hatta maður – en fyrst og fremst fjölskyldumaður. Hann kallar sjálfan sig ástríðukokk og barnabarnaspilla og segir brosandi að þrjú barnabörn vefja honum um fingur sér. Þar að auki segist hann vera þráhyggjukenndur áhugamaður um að koma sér upp matjurtagarði. „Að vakna snemma og vera duglegur. Ég lifði í þeim misskilningi lengi vel að til væri fólk með snilligáfu sem gæti hrist alla mögulega hluti fram úr erminni nánast án áreynslu. Nú veit ég að dugnaður og þolgæði eru frumkraftar í því að ná árangri,“ segir hann spurður hvaða heilræði hafi reynst honum best á lífsleiðinni. Hann hefur vakið athygli á undanförnum árum sem tónlistarmaður og gefið út nokkrar plötur undir eigin nafni og fjöldi laga hans ratað á vinsældarlista. Nú síðast samdi hann tónlist við gamanleikritið Eltum veðrið sem gengið hefur fyrir fullu húsi í rúmt ár í Þjóðleikhúsinu þar sem hann starfar sem markaðsfulltrúi. Sváfnir söðlar nú um og skrifar og myndskreytir ævintýri fyrir börn en hann gaf nýverið út sína fyrstu barnabók, Brandarabílinn. Sváfnir situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Hin hliðin. Persónulegar staðreyndir Fullt nafn? Sváfnir Sigurðarson Aldur? 56 ára ... eða bíddu... Jú. Það er víst alveg rétt. Starf? Markaðsfulltrúi í Þjóðleikhúsinu, tónlistarmaður og nú að hasla sér völl sem rithöfundur. Fjölskylduhagir? Giftur Erlu minni, eigum þrjú börn og þrjú barnabörn og einn hund. Á dýptina Lýstu þér í þremur orðum: Alltaf að batna. Hvert er stærsta afrek þitt eða mesta gæfa sem hefur komið þér á óvart í lífinu? Að hafa komist heill á húfi í gegnum æsku- og unglingsár er ákveðið afrek. Hvaða reynsla eða manneskja hefur mótað þig mest í lífinu, og hvernig? Fólkið sem stendur mér næst hefur mótað mig mest. Þegar ég var yngri dáðist ég nánast skilyrðislaust að sumum tónlistarmönnum, einstaka rithöfundum eða leikurum. En ég er eiginlega alveg hættur því að dást svona skilyrðislaust af einhverjum nema kannski barnabörnunum! Er eitthvað sem þú óttast? Að sitja fastur í mannþröng og komast hvergi! Hvernig vilt þú að fólk muni eftir þér? Með hlýju. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að vakna snemma og vera duglegur. Ég lifði í þeim misskilningi lengi vel að til væri fólk með snilligáfu sem gæti hrist alla mögulega hluti fram úr erminni nánast án áreynslu. Nú veit ég að dugnaður og þolgæði eru frumkraftar í því að ná árangri. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi við góða heilsu. Örugglega að skrifa, semja tónlist og önnum kafinn við leitina að hinu fagra, góða og sanna. Henni lýkur aldrei. Létt og skemmtilegt Ein staðreynd um þig sem kemur fólki á óvart? Ég hef hvorki komið til Noregs né Svíþjóðar. Og nú spyr ég mig: Þarf ég þess nokkuð? Hvaða tungumál talarðu? En langar til? Fyrir utan okkar ástkæra ylhýra þá er ég alveg ágætur í dönsku og ensku. Reyndi að læra spænsku en ég hafði ekki þolinmæði. Það kemur kannski seinna. Kann ennþá nokkur orð í tungumáli sem við vinirnir reyndum að búa til á unglingsárunum. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Að standa meira á sama um hvað öðru fólki finnst og líða ekki eins og ég þurfi að geðjast því. Ef þú gætir ferðast aftur í tímann – hvaða augnablik eða tímabil í lífi þínu myndir þú velja? Ég myndi vilja hitta 12 ára Sváfni og segja honum að hafa aðeins meiri trú á sjálfum sér. Fyndið er skrítið atvik sem þú hefur lent í? Á hótelbar í Amsterdam árið 2015, eftir sigur íslenska landsliðsins á því hollenska, þrættu tveir íslenskir menn við mig og linntu ekki látum fyrr en ég viðurkenndi að ég væri Jónas Sig. Þeir tóku ekki annað í mál. Ég þurfti á endanum að gangast við því. Þeir þökkuðu mér innilega fyrir alla músíkina og hurfu ánægðir á braut. Fallegasti staður á Íslandi? Margir. Ásbyrgi alltaf í sérstöku uppáhaldi. Dettifoss kannski meira hrikalegur en fallegur. En ég held að Þórsmörk að hausti taki öllu fram. En úti í heimi? Bled í Slóveníu er líklega fallegasti staður sem ég hef komið á. Ertu með einhvern bucket-lista? Ómeðvitað kannski. Ekkert sem ég hef skrifað niður og reyni að manifesta. Snýst meira um að finna þörf hverju sinni og reyna að svala henni og mér finnst ég vera að því með því að skrifa og semja tónlist. Ég þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði. Hvað ertu að hámhorfa á núna? Er að bíða eftir tækifæri til þess að horfa á nýja seríu með Toni Colette. Wayward heitir hún. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Það fer algerlega eftir því hvaða gír ég þarf hverju sinni. En Rock the Casbah með Clash og Stepping Out með Joe Jackson koma í hugann. Já og More than a feeling með Boston, og mögulega In a lifetime með Clannad og Bono og hugsanlega Both sides now með Joni Mitchell og svo ... já já, allskonar og ýmislegt. Hin hliðin er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem er rætt við fólk úr ýmsum áttum í samfélaginu. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Hinni hliðinni á svavam@syn.is. Hin hliðin Leikhús Bókaútgáfa Ástin og lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Sváfnir er 56 ára margra hatta maður – en fyrst og fremst fjölskyldumaður. Hann kallar sjálfan sig ástríðukokk og barnabarnaspilla og segir brosandi að þrjú barnabörn vefja honum um fingur sér. Þar að auki segist hann vera þráhyggjukenndur áhugamaður um að koma sér upp matjurtagarði. „Að vakna snemma og vera duglegur. Ég lifði í þeim misskilningi lengi vel að til væri fólk með snilligáfu sem gæti hrist alla mögulega hluti fram úr erminni nánast án áreynslu. Nú veit ég að dugnaður og þolgæði eru frumkraftar í því að ná árangri,“ segir hann spurður hvaða heilræði hafi reynst honum best á lífsleiðinni. Hann hefur vakið athygli á undanförnum árum sem tónlistarmaður og gefið út nokkrar plötur undir eigin nafni og fjöldi laga hans ratað á vinsældarlista. Nú síðast samdi hann tónlist við gamanleikritið Eltum veðrið sem gengið hefur fyrir fullu húsi í rúmt ár í Þjóðleikhúsinu þar sem hann starfar sem markaðsfulltrúi. Sváfnir söðlar nú um og skrifar og myndskreytir ævintýri fyrir börn en hann gaf nýverið út sína fyrstu barnabók, Brandarabílinn. Sváfnir situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Hin hliðin. Persónulegar staðreyndir Fullt nafn? Sváfnir Sigurðarson Aldur? 56 ára ... eða bíddu... Jú. Það er víst alveg rétt. Starf? Markaðsfulltrúi í Þjóðleikhúsinu, tónlistarmaður og nú að hasla sér völl sem rithöfundur. Fjölskylduhagir? Giftur Erlu minni, eigum þrjú börn og þrjú barnabörn og einn hund. Á dýptina Lýstu þér í þremur orðum: Alltaf að batna. Hvert er stærsta afrek þitt eða mesta gæfa sem hefur komið þér á óvart í lífinu? Að hafa komist heill á húfi í gegnum æsku- og unglingsár er ákveðið afrek. Hvaða reynsla eða manneskja hefur mótað þig mest í lífinu, og hvernig? Fólkið sem stendur mér næst hefur mótað mig mest. Þegar ég var yngri dáðist ég nánast skilyrðislaust að sumum tónlistarmönnum, einstaka rithöfundum eða leikurum. En ég er eiginlega alveg hættur því að dást svona skilyrðislaust af einhverjum nema kannski barnabörnunum! Er eitthvað sem þú óttast? Að sitja fastur í mannþröng og komast hvergi! Hvernig vilt þú að fólk muni eftir þér? Með hlýju. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að vakna snemma og vera duglegur. Ég lifði í þeim misskilningi lengi vel að til væri fólk með snilligáfu sem gæti hrist alla mögulega hluti fram úr erminni nánast án áreynslu. Nú veit ég að dugnaður og þolgæði eru frumkraftar í því að ná árangri. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi við góða heilsu. Örugglega að skrifa, semja tónlist og önnum kafinn við leitina að hinu fagra, góða og sanna. Henni lýkur aldrei. Létt og skemmtilegt Ein staðreynd um þig sem kemur fólki á óvart? Ég hef hvorki komið til Noregs né Svíþjóðar. Og nú spyr ég mig: Þarf ég þess nokkuð? Hvaða tungumál talarðu? En langar til? Fyrir utan okkar ástkæra ylhýra þá er ég alveg ágætur í dönsku og ensku. Reyndi að læra spænsku en ég hafði ekki þolinmæði. Það kemur kannski seinna. Kann ennþá nokkur orð í tungumáli sem við vinirnir reyndum að búa til á unglingsárunum. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Að standa meira á sama um hvað öðru fólki finnst og líða ekki eins og ég þurfi að geðjast því. Ef þú gætir ferðast aftur í tímann – hvaða augnablik eða tímabil í lífi þínu myndir þú velja? Ég myndi vilja hitta 12 ára Sváfni og segja honum að hafa aðeins meiri trú á sjálfum sér. Fyndið er skrítið atvik sem þú hefur lent í? Á hótelbar í Amsterdam árið 2015, eftir sigur íslenska landsliðsins á því hollenska, þrættu tveir íslenskir menn við mig og linntu ekki látum fyrr en ég viðurkenndi að ég væri Jónas Sig. Þeir tóku ekki annað í mál. Ég þurfti á endanum að gangast við því. Þeir þökkuðu mér innilega fyrir alla músíkina og hurfu ánægðir á braut. Fallegasti staður á Íslandi? Margir. Ásbyrgi alltaf í sérstöku uppáhaldi. Dettifoss kannski meira hrikalegur en fallegur. En ég held að Þórsmörk að hausti taki öllu fram. En úti í heimi? Bled í Slóveníu er líklega fallegasti staður sem ég hef komið á. Ertu með einhvern bucket-lista? Ómeðvitað kannski. Ekkert sem ég hef skrifað niður og reyni að manifesta. Snýst meira um að finna þörf hverju sinni og reyna að svala henni og mér finnst ég vera að því með því að skrifa og semja tónlist. Ég þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði. Hvað ertu að hámhorfa á núna? Er að bíða eftir tækifæri til þess að horfa á nýja seríu með Toni Colette. Wayward heitir hún. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Það fer algerlega eftir því hvaða gír ég þarf hverju sinni. En Rock the Casbah með Clash og Stepping Out með Joe Jackson koma í hugann. Já og More than a feeling með Boston, og mögulega In a lifetime með Clannad og Bono og hugsanlega Both sides now með Joni Mitchell og svo ... já já, allskonar og ýmislegt. Hin hliðin er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem er rætt við fólk úr ýmsum áttum í samfélaginu. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Hinni hliðinni á svavam@syn.is.
Hin hliðin Leikhús Bókaútgáfa Ástin og lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira