Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í miðbænum gærkvöldi og í nótt vegna slagsmála, hávaða og annarra mála sem tengjast munu skemmtanalífinu. Í einu tilfelli var maður handtekinn eftir að hann réðst á starfsmenn og öryggisverði heilbrigðisstofnunnar. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 16.2.2025 07:24
Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis. Við nánari skoðun kom einnig í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Innlent 15.2.2025 07:37
Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu Skólastjóri Laugalækjarskóla segir alla í áfalli yfir skotvopni sem nemendur skólans fundu á þaki hans seint í gærkvöldi. Hann segir lögreglu nú yfirfara myndefni úr eftirlitsmyndavél sem nái tvær vikur aftur í tímann. Innlent 14.2.2025 12:20
Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Lögreglu bárust tilkynningar um sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í flestum tilvikum voru meiðsl minniháttar og málið afgreitt á vettvangi. Innlent 12. febrúar 2025 06:21
Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. Innlent 11. febrúar 2025 19:00
Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Átta voru vistaðir í fangageymslum lögreglu nú í morgunsárið. Einn var handtekinn í annarlegu ástandi eftir að hafa verið með hótanir og annar ölvaður eftir umferðarslys. Innlent 11. febrúar 2025 06:33
Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Forráðamenn drengsins, sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á menningarnótt, voru handteknir og grunaðir um að hafa komið sönnunargögnum undan við rannsókn málsins. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir árásina segja sorgina óbærilega en vona að hennar saga verði til þess að bjarga mannslífum. Innlent 10. febrúar 2025 19:45
Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt, verða í einlægu og opinskáu viðtali í Kompás á Stöð 2 klukkan 18:55. Innlent 10. febrúar 2025 15:08
Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðhafði sérstakt Ofurskálareftirlit í nótt, í tengslum við leik Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Alls voru 195 stöðvaðir og tveir reyndust undir áhrifum. Innlent 10. febrúar 2025 08:39
Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Móðir hafði samband við lögreglu vegna líkamsárásar á son hennar í Mjóddinni. Samkvæmt móðurinni voru þrír drengir sem réðust á son hennar með höggum í andlitið og reyndu að hafa af honum úlpuna sem hann var í en án árangurs. Innlent 9. febrúar 2025 22:26
Sex í fangaklefa í nótt Sex gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan sinnti 61 máli á tímabilinu 17 til fimm í nótt. Innlent 9. febrúar 2025 07:16
Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Starfsmaður skemmtistaðar í miðborg Reykjavíkur er grunaður um líkamsárás. Málið er í rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað er um málið í dagbók lögreglunnar en ekki koma fram nánari lýsingar. Ekkert kemur fram um ástand þess sem ráðist var á. Innlent 8. febrúar 2025 08:04
Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu, og leggur fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Héraðsdómur hafði vísað málinu frá á þeim grundvelli að ákæran væri ónákvæm. Innlent 7. febrúar 2025 23:47
Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um þjófnað úr verslun í miðborginni. Skömmu síðar barst tilkynning um mann sem var að hafa í hótunum og reyndist þá um að ræða þjófin úr fyrra málinu. Innlent 7. febrúar 2025 06:21
Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling sem búinn var að maka saur um allt inni á salerni hjá fyrirtæki í póstnúmeri 104 í Reykjavík. Innlent 6. febrúar 2025 19:39
„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. Innlent 6. febrúar 2025 19:10
„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Innlent 6. febrúar 2025 13:28
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. Innlent 6. febrúar 2025 09:51
Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 5. febrúar 2025 21:29
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum. Innlent 4. febrúar 2025 14:32
Fær að dúsa inni í mánuð til Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi. Innlent 4. febrúar 2025 10:59
Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Óvissustigi vegna ofanflóðahættu sem tók gildi á föstudagskvöld á Austfjörðum hefur nú verið aflétt. Innlent 4. febrúar 2025 07:31
Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. Innlent 3. febrúar 2025 16:15