Innlent

Lög­regla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Flestir sem voru stöðvaðir í umferðinni í nótt voru til fyrirmyndar, að sögn lögreglu.
Flestir sem voru stöðvaðir í umferðinni í nótt voru til fyrirmyndar, að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðhafði sérstakt Ofurskálareftirlit í nótt, í tengslum við leik Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Alls voru 195 stöðvaðir og tveir reyndust undir áhrifum. 

Nokkrar tilkynningar bárust vegna hávaða í heimahúsum í tengslum við Ofurskálina en menn tóku almennt vel í inngrip lögreglu; lofuðu að lækka í sér og virða svefnhöfgi áhugaminni nágranna sinna.

Tveir voru handteknir í tengslum við þjófnað á veitingastað í miðborginni og tveir aðrir í tengslum við eignaspjöll. Þá var ökumaður handtekinn eftir að ekið var á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði.

Vegfarandinn var fluttur á slysadeild en ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum.

Lögregla handtók einn til viðbótar í Garðabæ en sá var ölvaður og til ama og neitaði að gefa upp nafn og kennitölu þegar eftir því var leitað. Hann verður vistaður þar til ástand hans batnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×