Lögreglumál

Fréttamynd

Vængbrotinn svanur handsamaður af lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handsamaði í dag svan, líkt og það er orðað í dagbókarfærslu lögreglunnar. Svanurinn reyndist vængbrotinn eftir að ekið hafði verið á hann.

Innlent
Fréttamynd

„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“

Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir.

Innlent
Fréttamynd

Vildu stöðva „stjórnlausa afbrotahrinu“ í Hrísey

Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur traust stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan.

Innlent
Fréttamynd

Tómar fangageymslur í nótt

Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tómar snemma í morgun sem þykir sæta tíðindum. Samkomubann og takmarkanir á starfsemi veitinga- og öldurhúsa hefur nú verið í gildi um nokkurra vikna skeið.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur ungmenni á slysadeild eftir árekstur í Kópavogi

Bíl var ekið gegn rauðu ljósi yfir gatnamót og inn í hlið bifreiðar með fjórum ungmennum undir lögaldri um borð á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ungmennin voru flutt á bráðadeild en upplýsingar um meiðsli þeirra liggja ekki fyrir, að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka verkfæraþjófnað

Þjófnaður á talsverðu magni verkfæra og dokaplatna af byggingasvæðum á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys í malarnámu í Þrengslunum

Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð.

Innlent