Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 08:01 Vichai Srivaddhanaprabha var og er afar vinsæll á meðal stuðningsmanna Leicester. Hér er hans minnst eftir leik félagsins á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Fyrrum eigandi Leicester Vichai Srivaddhanaprabha lést í þyrluslysi við leikvang félagsins árið 2018. Nú ætlar fjölskylda Srivaddhanaprabha í mál við þyrlufyrirtækið og vill fá rúmlega 370 milljarða króna í skaðabætur. Banaslysið átti sér stað í október árið 2018. Um klukkutíma eftir að leik Leicester og West Ham í ensku úrvalsdeildinni lauk fór þyrla eigandans á loft frá miðjuhring King Power-leikvangsins í Leicester. Örskömmu síðar byrjaði vélin hins vegar að snúast í loftinu og hrapaði til jarðar á bílastæði utan við leikvanginn. Fimm létust í slysinu en Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og vann félagið enska meistaratitilinn gríðarlega óvænt tímabilið 2015-16 þegar Srivaddhanaprabha var eigandi. Nú hefur fjölskylda Srivaddhanaprabha hins vegar ákveðið að fara í mál við þyrlufyrirtækið Leonardo sem framleiddi þyrluna. Á mánudag hefst rannsókn þar sem vitni að atvikinu, starfsfólk bráðaþjónustu og fulltrúar þyrlufyrirtækisins munu bera vitni fyrir kviðdómi. Skýrsla frá breskum flugmálayfirvöldum úrskurðaði árið 2023 að slysið hefði verið óumflýjanlegt eftir röð tæknilegra vandamála og þar kom sömuleiðis fram að flugmaður þyrlunnar hefði lítið getað gert til að bregðast við. Lögmaður Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar segir mikilvægt að allir notendur þyrlanna frá Leonardo-fyrirtækinu treysti þyrlum fyrirtækisins. Fjölskyldan hefur krafist rúmlega tveggja milljarða punda í skaðabætur eða rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. „Við erum búin að skoða skýrsluna frá breskum flugmálayfirvöldum og skoðað í þaula hvernig við viljum bregðast við,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, sonur Vichai. Talsmaður Leonardo segir að fyrirtækið muni berjast gegn skaðabótakröfu fjölskyldunnar. „Dauði þessa fólks var afar sorglegur. Leonardo eru meðvitaður um málsóknina og mun nú ákveða næstu skref í samráði við lögfræðinga og tryggingafélag okkar. Leonardo mun verjast þessum ásökunum.“ Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Banaslysið átti sér stað í október árið 2018. Um klukkutíma eftir að leik Leicester og West Ham í ensku úrvalsdeildinni lauk fór þyrla eigandans á loft frá miðjuhring King Power-leikvangsins í Leicester. Örskömmu síðar byrjaði vélin hins vegar að snúast í loftinu og hrapaði til jarðar á bílastæði utan við leikvanginn. Fimm létust í slysinu en Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og vann félagið enska meistaratitilinn gríðarlega óvænt tímabilið 2015-16 þegar Srivaddhanaprabha var eigandi. Nú hefur fjölskylda Srivaddhanaprabha hins vegar ákveðið að fara í mál við þyrlufyrirtækið Leonardo sem framleiddi þyrluna. Á mánudag hefst rannsókn þar sem vitni að atvikinu, starfsfólk bráðaþjónustu og fulltrúar þyrlufyrirtækisins munu bera vitni fyrir kviðdómi. Skýrsla frá breskum flugmálayfirvöldum úrskurðaði árið 2023 að slysið hefði verið óumflýjanlegt eftir röð tæknilegra vandamála og þar kom sömuleiðis fram að flugmaður þyrlunnar hefði lítið getað gert til að bregðast við. Lögmaður Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar segir mikilvægt að allir notendur þyrlanna frá Leonardo-fyrirtækinu treysti þyrlum fyrirtækisins. Fjölskyldan hefur krafist rúmlega tveggja milljarða punda í skaðabætur eða rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. „Við erum búin að skoða skýrsluna frá breskum flugmálayfirvöldum og skoðað í þaula hvernig við viljum bregðast við,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, sonur Vichai. Talsmaður Leonardo segir að fyrirtækið muni berjast gegn skaðabótakröfu fjölskyldunnar. „Dauði þessa fólks var afar sorglegur. Leonardo eru meðvitaður um málsóknina og mun nú ákveða næstu skref í samráði við lögfræðinga og tryggingafélag okkar. Leonardo mun verjast þessum ásökunum.“
Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira