Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að mögulega hafi orðið skemmdir á bílum. Þar segir að aðili hafi mætt á vettvang til að tryggja ástand.
Þjófnaður í verslun í 104
Um kvöldmatarleytið var svo tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 104 í Reykjavík. Hafi þrír einstaklingar komið inn í verslunina, tveir keypt vörur en sá þriðji farið út með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir.
„Maðurinn var með varninginn innan klæða og öryggishlið gaf hljóðmerki er hann fór út. Starfsmaður fór á eftir manninum og náði hluta varningsins en maðurinn komst undan með félögum sínum í bifreið sem beið fyrir utan. Málið er í rannsókn,“ segir í tilkynningunni.
Reyndi að stela lambahryggjum
Einnig segir frá því að maður hafi reynt að stela tveimur lambahryggjum úr verslun á Seltjarnarnesi um klukkan 19, en hann hafði sett kjötið undir úlpu sína en misst þegar hann yfirgaf verslunina svo að upp komst.
Upp úr klukkan 23 var kona í annarlegu ástandi handtekin í Garðabæ grunuð um eignaspjöll. Var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.