Lögreglumál

Fréttamynd

Hús­bíll valt í hvass­viðri í Kömbunum

Þrír sluppu ómeiddir þegar húsbíll valt og hafnaði utan þjóðvegarins ofarlega í Kömbunum í kvöld. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi á Suðurlandi klukkan níu og segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni ekki stætt á Hellisheiði.

Innlent
Fréttamynd

Úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 30. ágúst

Fallist hefur verið á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun til 30. ágúst yfir manni sem handtekinn var í tengslum við andlát hjóna á Neskaupstað. Krafan var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sá grunaði tengist hjónunum ekki fjöl­skyldu­böndum

Yfirlögregluþjónn segir manninn sem handtekinn var í dag í Reykjavík ekki tengjast hjónunum sem fundust látin í Neskaupsstað fjölskylduböndum. Aðeins einn liggur undir grun og eru sterkar vísbendingar um að hann tengist málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ró­legri eftir fregnir af syninum

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist rólegri um sinn eftir að hafa fengið fregnir af afdrifum sonar síns. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni eftir að fjölskyldan leitaði til lögreglu en þá hafði hún ekki heyrt frá honum í nokkrun tíma.

Innlent
Fréttamynd

Ekki spurst til Þóris síðan í júlí

Alþjóðalögreglan Interpol hefur auglýst á vef sínum eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni, 24 ára Íslendingi. Að sögn lögreglu hefur ekki spurst til Þóris frá 27. júlí síðastliðnum. 

Innlent
Fréttamynd

Eitrað fyrir ketti í Sand­gerði

Rétt rúmlega eins árs gamall köttur drapst í Sandgerði fyrir tveimur vikum eftir að hafa innbyrt mikið magn frostlagar. Talið er að eitrað hafi verið fyrir kettinum.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maður stöðvaður á nagla­dekkjum og fékk engan af­slátt

Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í dag þar sem bifreið hans var á nagladekkjum. Í dagbók lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi reynt að nota allar bestu afsakanirnar í bransanum, en lögreglumennirnir hafi engan afslátt gefið, þar sem þeir væru ekki fæddir í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum voðaskots á gæsaveiðum

Karlmaðurinn sem lést í alvarlegu slysi nærri Hálslóni miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar norðan Vatnajökuls í morgun var íslenskur karlmaður á fertugsaldri. Hann var ásamt fleirum á gæsaveiðum og lést af völdum voðaskots.

Innlent
Fréttamynd

Hnífi beitt í á­rás í Skeifunni

Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild.

Innlent