Engar ábendingar borist þrátt fyrir ákall Árni Sæberg skrifar 19. september 2024 11:51 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/Arnar Yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar segir engar ábendingar hafa borist lögreglu, sem vert er að fylgja eftir, í tengslum við rannsókn á andláti tíu ára stúlku á sunnudag. Hann kallaði eftir því í gær að fólk hefði sambandi við lögreglu frekar en að dreifa gróusögum um málið. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn á andláti stúlkunnar miði vel. Ekkert nýtt sé að frétta af málinu. Í gær hvatti hann fólk sem hefur haldbærar upplýsingar, sem hafi þýðingu fyrir rannsókn málsins, til að koma með þær til lögreglu. Þar eigi þær heima, en ekki í sögusögnum sem gangi manna á milli á internetinu. „Það eru engar ábendingar, sem við getum kallað staðreyndir, sem við getum fylgt eftir.“ Ná utan um málið á fyrstu klukkustundunum Þá segir Grímur að rannsóknin sé í hefðbundnum farvegi mála af þessu tagi. „Þetta er þannig með svona rannsóknir, við náum utan um þær á fyrstu klukkutímunum og dögunum og þá fara þær í staðlaðan farveg. Það má segja að þessi rannsókn sé komin þangað. Það er verið að vinna eftir þeim upplýsingum sem við höfum um þennan atburð.“ Gefur ekkert upp um efni yfirheyrslna Sigurður Fannar Þórsson, sem grunaður er um að hafa banað stúlkunni, dóttur sinni, var formlega yfirheyrður í gær í fyrsta sinn frá handtöku á sunnudagskvöld. Þá hringdi hann á lögreglu og tilkynnti að hann hefði ráðið dóttur sinni bana. Liggur formleg játning fyrir í málinu? „Ég hef ekkert farið út í það sem kemur fram í yfirheyrslum og það er bara ekki tímabært að fara nokkuð út í það.“ Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla komin með ágæta mynd af atburðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með ágæta mynd af atburðum í tengslum við andlát tíu ára stúlku sem fannst látin í Krýsuvík á sunnudagskvöld. Faðir stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana, hefur ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag. 18. september 2024 12:17 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57 Eyða ekki tíma í að eltast við sögusagnir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn um annað en það sem faðirinn hefur sagt hafa borist lögreglu. 17. september 2024 16:41 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn á andláti stúlkunnar miði vel. Ekkert nýtt sé að frétta af málinu. Í gær hvatti hann fólk sem hefur haldbærar upplýsingar, sem hafi þýðingu fyrir rannsókn málsins, til að koma með þær til lögreglu. Þar eigi þær heima, en ekki í sögusögnum sem gangi manna á milli á internetinu. „Það eru engar ábendingar, sem við getum kallað staðreyndir, sem við getum fylgt eftir.“ Ná utan um málið á fyrstu klukkustundunum Þá segir Grímur að rannsóknin sé í hefðbundnum farvegi mála af þessu tagi. „Þetta er þannig með svona rannsóknir, við náum utan um þær á fyrstu klukkutímunum og dögunum og þá fara þær í staðlaðan farveg. Það má segja að þessi rannsókn sé komin þangað. Það er verið að vinna eftir þeim upplýsingum sem við höfum um þennan atburð.“ Gefur ekkert upp um efni yfirheyrslna Sigurður Fannar Þórsson, sem grunaður er um að hafa banað stúlkunni, dóttur sinni, var formlega yfirheyrður í gær í fyrsta sinn frá handtöku á sunnudagskvöld. Þá hringdi hann á lögreglu og tilkynnti að hann hefði ráðið dóttur sinni bana. Liggur formleg játning fyrir í málinu? „Ég hef ekkert farið út í það sem kemur fram í yfirheyrslum og það er bara ekki tímabært að fara nokkuð út í það.“
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla komin með ágæta mynd af atburðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með ágæta mynd af atburðum í tengslum við andlát tíu ára stúlku sem fannst látin í Krýsuvík á sunnudagskvöld. Faðir stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana, hefur ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag. 18. september 2024 12:17 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57 Eyða ekki tíma í að eltast við sögusagnir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn um annað en það sem faðirinn hefur sagt hafa borist lögreglu. 17. september 2024 16:41 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Lögregla komin með ágæta mynd af atburðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með ágæta mynd af atburðum í tengslum við andlát tíu ára stúlku sem fannst látin í Krýsuvík á sunnudagskvöld. Faðir stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana, hefur ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag. 18. september 2024 12:17
„Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57
Eyða ekki tíma í að eltast við sögusagnir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn um annað en það sem faðirinn hefur sagt hafa borist lögreglu. 17. september 2024 16:41
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53