Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 29. janúar 2025 21:48 Ármann Höskuldsson segir eldgos við flekamót geta orðið ansi stór. Vísir/Arnar Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga. „Eins og þetta lítur út núna þá eru menn að reikna með að það geti eitthvað gerst um næstu mánaðamót en það er líka eins víst, við erum komin svo nálægt endalokunum að kannski er þetta bara búið og þetta eru síðustu hreyfingarnar sem við sjáum áður en það færir sig á næsta stað,“ segir Ármann sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hægt að sjá það á mælum sem mæla hreyfingar á jörðu. Þeir séu ekki allir eins ákveðnir og þeir hafi verið áður. Það sé meira hikst í mælunum og það segi að eitthvað sé að breytast. Hverjir næstu staðir gætu verið segir Ármann svæðið vera í raun alveg frá Reykjanestá og að Hengli. Næstu kerfi sem myndu taka við séu tengd Krýsuvíkurkerfinu sem er mitt á milli Bláfjalla og Sundhnúkanna og svo sé sæmileg hrina í Bláfjöllum sem segi að öll kerfin séu að gera sig klár. „Við erum með mikla hreyfingu sem hefur ekki verið mikið í mörg hundruð ár. Á skaganum sjálfum þurfum við að losa um nokkra metra og það tekur einhvern tíma. Við megum alveg búast við því að Sundhnúkarnir séu að fjara út og svo tekur hitt við,“ segir Ármann en tekur þó fram að þetta ferli geti tekið 200 til 300 ár. Mesta framleiðsla kviku undir Íslandi Undanfarið hafa verið skjálftar líka við Bárðarbungu. Ármann segir það við flekamót en þar sé líka að finna möttulstrókinn og þar sé mesta framleiðsla kviku undir Íslandi. „Fari þessi svæði í gang megum við búast við gosum í stærri kantinum,“ segir Ármann. Bárðarbunga hafi verið að hreyfa sig hressilega síðan 2014/2015. Bárðarbungan sjálf sé kannski ekki endilega áhyggjuefni en gos á flekamótunum geti gosin verið ansi stór og „hafa í gegnum Íslandssöguna ekki verið skemmtileg“ að sögn Ármanns. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
„Eins og þetta lítur út núna þá eru menn að reikna með að það geti eitthvað gerst um næstu mánaðamót en það er líka eins víst, við erum komin svo nálægt endalokunum að kannski er þetta bara búið og þetta eru síðustu hreyfingarnar sem við sjáum áður en það færir sig á næsta stað,“ segir Ármann sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hægt að sjá það á mælum sem mæla hreyfingar á jörðu. Þeir séu ekki allir eins ákveðnir og þeir hafi verið áður. Það sé meira hikst í mælunum og það segi að eitthvað sé að breytast. Hverjir næstu staðir gætu verið segir Ármann svæðið vera í raun alveg frá Reykjanestá og að Hengli. Næstu kerfi sem myndu taka við séu tengd Krýsuvíkurkerfinu sem er mitt á milli Bláfjalla og Sundhnúkanna og svo sé sæmileg hrina í Bláfjöllum sem segi að öll kerfin séu að gera sig klár. „Við erum með mikla hreyfingu sem hefur ekki verið mikið í mörg hundruð ár. Á skaganum sjálfum þurfum við að losa um nokkra metra og það tekur einhvern tíma. Við megum alveg búast við því að Sundhnúkarnir séu að fjara út og svo tekur hitt við,“ segir Ármann en tekur þó fram að þetta ferli geti tekið 200 til 300 ár. Mesta framleiðsla kviku undir Íslandi Undanfarið hafa verið skjálftar líka við Bárðarbungu. Ármann segir það við flekamót en þar sé líka að finna möttulstrókinn og þar sé mesta framleiðsla kviku undir Íslandi. „Fari þessi svæði í gang megum við búast við gosum í stærri kantinum,“ segir Ármann. Bárðarbunga hafi verið að hreyfa sig hressilega síðan 2014/2015. Bárðarbungan sjálf sé kannski ekki endilega áhyggjuefni en gos á flekamótunum geti gosin verið ansi stór og „hafa í gegnum Íslandssöguna ekki verið skemmtileg“ að sögn Ármanns.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16
Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21