Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Bjarki Sigurðsson skrifar 29. janúar 2025 19:00 Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova með soninn. Sá var aldeilis lúinn þegar fréttastofa kíkti á þau, enda hlýtur það að taka á að fæðast í háloftunum. Rétt er að taka fram að hann er að geispa á myndinni, en ekki að gráta. Vísir/Bjarni Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna. Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova eru frá Úsbekistan en búa í Ohio í Bandaríkjunum. Þau voru um borð í flugvél Uzbekistan Airways á leið til New York í gær ásamt fjórum börnum sínum þegar Sevara, sem var komin átta mánuði á leið, fann að eitthvað væri að. „Ég tók dóttur mína upp og þá fann ég verk í maganum. Svo sá ég að það kom blóð. Ég sagði flugfreyjunni það og að barnið væri að koma. Það var mikið áfall,“ segir Sevara. Áhöfnin athugaði hvort læknir væri um borð og viti menn, þeir voru þrír og ein ljósmóðir. Sevara telur að einungis korteri síðar hafi sonur þeirra hjóna komið í heiminn. Vélin var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þau breiddu yfir hana og svo heyrðum við barnið gráta. Svo sá ég að þarna var barnið, nýfætt barn. Allir í flugvélinni klöppuðu,“ segir Bakhtiyor. Fjölskyldan ásamt áhöfninni eftir ótrúlega fæðingu. Rúmlega sjötíu börn hafa fæðst í háloftunum síðan það gerðist fyrst árið 1929. Áhöfn vélarinnar ákvað að snúa henni við og lenda á Keflavíkurflugvelli þaðan sem Sevara og sonurinn voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel og þau stefna á að komast heim til Bandaríkjanna fyrir helgi. Bakhtiyor segist mjög stoltur af eiginkonu sinni og þau þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað þau síðastliðinn sólarhring. „Fólkið er mjög gott. Mjög gott. Ég hef komið til margra landa en þar er fólkið ekki svona. Ég er hrifinn af þessum stað,“ segir Bakhtiyor. Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Úsbekistan Barnalán Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bakhtiyor Alimov og Sevara Alimova eru frá Úsbekistan en búa í Ohio í Bandaríkjunum. Þau voru um borð í flugvél Uzbekistan Airways á leið til New York í gær ásamt fjórum börnum sínum þegar Sevara, sem var komin átta mánuði á leið, fann að eitthvað væri að. „Ég tók dóttur mína upp og þá fann ég verk í maganum. Svo sá ég að það kom blóð. Ég sagði flugfreyjunni það og að barnið væri að koma. Það var mikið áfall,“ segir Sevara. Áhöfnin athugaði hvort læknir væri um borð og viti menn, þeir voru þrír og ein ljósmóðir. Sevara telur að einungis korteri síðar hafi sonur þeirra hjóna komið í heiminn. Vélin var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þau breiddu yfir hana og svo heyrðum við barnið gráta. Svo sá ég að þarna var barnið, nýfætt barn. Allir í flugvélinni klöppuðu,“ segir Bakhtiyor. Fjölskyldan ásamt áhöfninni eftir ótrúlega fæðingu. Rúmlega sjötíu börn hafa fæðst í háloftunum síðan það gerðist fyrst árið 1929. Áhöfn vélarinnar ákvað að snúa henni við og lenda á Keflavíkurflugvelli þaðan sem Sevara og sonurinn voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel og þau stefna á að komast heim til Bandaríkjanna fyrir helgi. Bakhtiyor segist mjög stoltur af eiginkonu sinni og þau þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað þau síðastliðinn sólarhring. „Fólkið er mjög gott. Mjög gott. Ég hef komið til margra landa en þar er fólkið ekki svona. Ég er hrifinn af þessum stað,“ segir Bakhtiyor.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Úsbekistan Barnalán Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira