Lögreglumál

Fréttamynd

Lögregla kölluð út vegna kattar  „í góðum gír“

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á miðnætti um vælandi kött í póstnúmerinu 103. Þegar komið var á staðinn reyndist eigandinn ekki heima en kötturinn var „í góðum gír“ að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Köstuðu flug­eldum inn í skóla­stofur

Nokkrir óþekktir einstaklingar köstuðu flugeldum inn í skólastofur Verzlunarskóla Íslands fyrr í dag. Enginn slasaðist en nokkrar skemmdir urðu á gólfdúk. Skólastjóri segir að málið sé til skoðunar og telur ólíklegt að um nemendur skólans hafi verið að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Einstaka „Íslandshjólið“ komið í leitirnar

Hjól ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard er komið í leitirnar eftir að því var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í gær. Lögreglan skilaði hjólinu til Burkard í morgun við mikinn fögnuð ljósmyndarans. 

Innlent
Fréttamynd

Einstöku „Íslandshjóli“ stolið af miklum Íslandsvini

Hjóli ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í dag. Gluggi var spenntur upp á íbúð hans og það eina sem innbrotsþjófurinn tók var hjól sem var sér hannað fyrir Ísland. Einungis tvö svona hjól eru til.

Innlent
Fréttamynd

Vegfarandi stöðvaði ofurölvi ökumann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um rásandi aksturlag og mögulegan ölvunarakstur. Sá sem lét lögregluna vita stoppaði sjálfur akstur ökumannsins er hann stoppaði á rauðu ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir Karli Dúa

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Karli Dúa sem fór frá heimilinu sínu upp úr klukkan 17.00 í dag. Uppfært: Karl er kominn í leitirnar, heill á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsárás og eignaspjöll á bifreiðum

Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ein tilkynning barst um líkamsárás og var gerandinn handtekinn á vettvangi. Þá bárust tvær tilkynningar um eignaspjöll á bifreiðum og bæði mál eru í rannsókn hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sóttvarnareglubrjótar og heimilisátök á Suðurlandi

Tvö mál komu upp í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þar sem aðilar sem áttu að vera í einangrun vegna Covid-19 eru grunaðir um að hafa virt þá skyldu að vettugi. Málin eru bæði komin á borð ákærusviðs.

Innlent
Fréttamynd

Bíll Hilmars fannst ó­skemmdur í Mjódd

Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í óheppilegu atviki á föstudag þegar bíl hans var stolið á meðan hann skrapp inn að sækja ung börn sín. Hilmar vissi ekkert um afdrif bílsins fyrr en í dag þegar hann fannst stráheill í Mjódd í Breiðholti.

Fréttir
Fréttamynd

Ruddist inn í íbúð eldri konu

Maður í mjög annarlegu ástandi ruddist inn í íbúð hjá aldraðri konu í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöldi. Lögregla var kölluð til og maðurinn var handtekinn á staðnum. 

Innlent
Fréttamynd

„Foss­vogs­hrellirinn“ skelfir íbúa í Efsta­leiti

Íbúi í Efstaleiti í Reykjavík lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að rekast á innbrotsþjóf í bílakjallara í húsi sínu í gær. Hann gaf sig á tal við þjófinn sem réðst þá á hann í kjölfarið, en íbúar í Fossvoginum kannast vel við kauða. Innbrotsþjófurinn virðist nú hafa fært sig um set.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um í­kveikju í Borgar­túni

Eldur kviknaði í húsnæði Þjóðskrár í Borgartúni laust eftir kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent