Lögreglumál Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Pólskur karlmaður var afhentur til Póllands frá Íslandi á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar í vetur vegna meintra brota hans í heimalandinu. Hann er grunaður um að hafa valdið mannskæðri gassprengingu. Innlent 15.1.2025 08:02 Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi sem hafði farið inn á nokkur veitingahús í miðbænum og verið ógnandi. Var hann kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Innlent 15.1.2025 06:18 Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir alvarlega frelsissviptingu í Vatnagörðum í Reykjavík í janúar árið 2023. Mönnunum er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt hrottalegu ofbeldi, líkamlegu sem og kynferðislegu. Einn mannanna er til að mynda ákærður fyrir að reka rassinn ítrekað í andlit fórnarlambsins og segja við það „sleiktu þetta“ og „kysstann“. Innlent 14.1.2025 16:31 Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í gærkvöldi eða nótt, þar sem tveir menn réðust á mann sem var í göngutúr. Hótuðu þeir manninum með vopnum en létu sig svo hverfa. Innlent 14.1.2025 06:10 Með eitt og hálft kíló falið innvortis Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir innflutning fíkniefna hingað til lands. Málið varðar rétt tæp 3,3 kíló af kókaíni sem voru, samkvæmt ákæru, mest megnis falin innvortis í sakborningunum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar. Innlent 13.1.2025 15:45 Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem snýr að stórfelldu fíkniefnabroti. Um er að ræða innflutning á tæplega sex kílóum af kristal-metamfetamíni, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins. Innlent 13.1.2025 13:17 Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula „Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“ Innlent 13.1.2025 12:56 Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Innlent 13.1.2025 11:06 Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Aðstoðar lögreglu var óskað í gær vegna hótana og eineltis. Málið varðar tvo einstaklinga sem báðir eru á unglingsaldri og er málið rannsakað í samvinnu við barnavernd. Innlent 13.1.2025 06:35 Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjölmargar tilkynningar og aðstoðarbeiðnir í gær og nótt vegna bifreiða sem höfðu tjónast eftir að hafa verið ekið ofan í holur. Innlent 13.1.2025 06:15 Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Norðurlandi eystra handtók fimm manns í heimahúsi. Tilkynnt hafði verið um líkamsárás og hótanir þar sem vopnum var beitt. Innlent 12.1.2025 19:31 Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn. Innlent 12.1.2025 08:19 Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna. Innlent 11.1.2025 13:40 Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. Innlent 9.1.2025 23:07 Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi. Innlent 9.1.2025 10:48 Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt og handtóku meðal annars mann sem grunaður er um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik. Innlent 9.1.2025 06:35 Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. Innlent 8.1.2025 15:19 Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bílstjóri steypubíls, sem ók á dreng á Ásvöllum í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að hann lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Þetta staðfestir Hildur Sunna Pálmadóttir sviðsstjóri hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.1.2025 13:24 Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Ökumaður vörubifreiðar sem ók á átta ára dreng á hjóli á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, með þeim afleiðingum að drengurinn lést, veitti umferð hjólandi vegfarenda ekki athygli áður en slysið varð. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa. Innlent 8.1.2025 11:14 Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ráðist í götulokanir við Hjalteyrargötu og Fiskitanga á Akureyri vegna tilfærslu sprengju sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Innlent 7.1.2025 20:17 Eldur í bifreið og útihúsgögnum Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til þegar kviknaði í bifreið og útfrá útikerti. Engin slys urðu á fólki. Innlent 7.1.2025 06:19 Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð. Innlent 6.1.2025 20:38 Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Maðurinn sem ákærður er fyrir að bana hjónum í Neskaupstað neitaði sök. Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Austurlands. Innlent 6.1.2025 16:00 Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu í gær eftir að hafa verið „hent út af bar sökum ölvunar“. Sagði maðurinn farir sínar ekki sléttar en honum hefði verið meinað um að leysa út vinning í spilakassa áður en honum var vísað út. Innlent 6.1.2025 06:31 Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar. Innlent 4.1.2025 17:57 Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Frá klukkan fimm í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun var 61 mál bókað í kerfum lögreglu. Þá gista fjórir í fangageymslu í nótt. Innlent 4.1.2025 07:30 Þungt haldinn á gjörgæslu Ökumaður bílsins sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn er enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Innlent 3.1.2025 13:29 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. Innlent 3.1.2025 09:14 Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Ungmenni skar sig eftir að múrstein var kastað í gegnum rúðu. Ungmennið sat inni og skar sig á glerbrotunum þar. Málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjallað er um það í dagbók lögreglunnar í dag. Málið er skráð hjá lögreglustöð 1 sem er í Miðbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnesi. Ekki kemur fram frekari staðsetning. Innlent 3.1.2025 09:03 Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar. Innlent 2.1.2025 15:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 280 ›
Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Pólskur karlmaður var afhentur til Póllands frá Íslandi á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar í vetur vegna meintra brota hans í heimalandinu. Hann er grunaður um að hafa valdið mannskæðri gassprengingu. Innlent 15.1.2025 08:02
Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi sem hafði farið inn á nokkur veitingahús í miðbænum og verið ógnandi. Var hann kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Innlent 15.1.2025 06:18
Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir alvarlega frelsissviptingu í Vatnagörðum í Reykjavík í janúar árið 2023. Mönnunum er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt hrottalegu ofbeldi, líkamlegu sem og kynferðislegu. Einn mannanna er til að mynda ákærður fyrir að reka rassinn ítrekað í andlit fórnarlambsins og segja við það „sleiktu þetta“ og „kysstann“. Innlent 14.1.2025 16:31
Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í gærkvöldi eða nótt, þar sem tveir menn réðust á mann sem var í göngutúr. Hótuðu þeir manninum með vopnum en létu sig svo hverfa. Innlent 14.1.2025 06:10
Með eitt og hálft kíló falið innvortis Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir innflutning fíkniefna hingað til lands. Málið varðar rétt tæp 3,3 kíló af kókaíni sem voru, samkvæmt ákæru, mest megnis falin innvortis í sakborningunum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar. Innlent 13.1.2025 15:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem snýr að stórfelldu fíkniefnabroti. Um er að ræða innflutning á tæplega sex kílóum af kristal-metamfetamíni, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins. Innlent 13.1.2025 13:17
Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula „Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“ Innlent 13.1.2025 12:56
Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Innlent 13.1.2025 11:06
Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Aðstoðar lögreglu var óskað í gær vegna hótana og eineltis. Málið varðar tvo einstaklinga sem báðir eru á unglingsaldri og er málið rannsakað í samvinnu við barnavernd. Innlent 13.1.2025 06:35
Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjölmargar tilkynningar og aðstoðarbeiðnir í gær og nótt vegna bifreiða sem höfðu tjónast eftir að hafa verið ekið ofan í holur. Innlent 13.1.2025 06:15
Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Norðurlandi eystra handtók fimm manns í heimahúsi. Tilkynnt hafði verið um líkamsárás og hótanir þar sem vopnum var beitt. Innlent 12.1.2025 19:31
Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn. Innlent 12.1.2025 08:19
Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna. Innlent 11.1.2025 13:40
Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. Innlent 9.1.2025 23:07
Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi. Innlent 9.1.2025 10:48
Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt og handtóku meðal annars mann sem grunaður er um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik. Innlent 9.1.2025 06:35
Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. Innlent 8.1.2025 15:19
Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bílstjóri steypubíls, sem ók á dreng á Ásvöllum í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að hann lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Þetta staðfestir Hildur Sunna Pálmadóttir sviðsstjóri hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.1.2025 13:24
Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Ökumaður vörubifreiðar sem ók á átta ára dreng á hjóli á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, með þeim afleiðingum að drengurinn lést, veitti umferð hjólandi vegfarenda ekki athygli áður en slysið varð. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa. Innlent 8.1.2025 11:14
Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ráðist í götulokanir við Hjalteyrargötu og Fiskitanga á Akureyri vegna tilfærslu sprengju sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Innlent 7.1.2025 20:17
Eldur í bifreið og útihúsgögnum Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til þegar kviknaði í bifreið og útfrá útikerti. Engin slys urðu á fólki. Innlent 7.1.2025 06:19
Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð. Innlent 6.1.2025 20:38
Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Maðurinn sem ákærður er fyrir að bana hjónum í Neskaupstað neitaði sök. Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Austurlands. Innlent 6.1.2025 16:00
Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu í gær eftir að hafa verið „hent út af bar sökum ölvunar“. Sagði maðurinn farir sínar ekki sléttar en honum hefði verið meinað um að leysa út vinning í spilakassa áður en honum var vísað út. Innlent 6.1.2025 06:31
Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar. Innlent 4.1.2025 17:57
Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Frá klukkan fimm í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun var 61 mál bókað í kerfum lögreglu. Þá gista fjórir í fangageymslu í nótt. Innlent 4.1.2025 07:30
Þungt haldinn á gjörgæslu Ökumaður bílsins sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn er enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Innlent 3.1.2025 13:29
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. Innlent 3.1.2025 09:14
Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Ungmenni skar sig eftir að múrstein var kastað í gegnum rúðu. Ungmennið sat inni og skar sig á glerbrotunum þar. Málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjallað er um það í dagbók lögreglunnar í dag. Málið er skráð hjá lögreglustöð 1 sem er í Miðbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnesi. Ekki kemur fram frekari staðsetning. Innlent 3.1.2025 09:03
Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar. Innlent 2.1.2025 15:02