Lögreglumál

Fréttamynd

Ógeðfelldum að­ferðum lýst í á­kæru á hendur þremur

Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir alvarlega frelsissviptingu í Vatnagörðum í Reykjavík í janúar árið 2023. Mönnunum er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt hrottalegu ofbeldi, líkamlegu sem og kynferðislegu. Einn mannanna er til að mynda ákærður fyrir að reka rassinn ítrekað í andlit fórnarlambsins og segja við það „sleiktu þetta“ og „kysstann“.

Innlent
Fréttamynd

Með eitt og hálft kíló falið inn­vortis

Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir innflutning fíkniefna hingað til lands. Málið varðar rétt tæp 3,3 kíló af kókaíni sem voru, samkvæmt ákæru, mest megnis falin innvortis í sakborningunum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar.

Innlent
Fréttamynd

Þáttur hinna mannanna rann­sakaður í þaula

„Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“

Innlent
Fréttamynd

Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan hljóp uppi ólátabelg í nótt

Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald vegna stunguárásar fram­lengt

Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í bif­reið og útihúsgögnum

Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til þegar kviknaði í bifreið og útfrá útikerti. Engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei verið skráð fleiri mann­dráps­mál

Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð.

Innlent
Fréttamynd

Sviptur á staðnum fyrir ofsa­akstur á 30-götu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Ung­menni skar sig á múr­stein sem var kastað inn um glugga

Ungmenni skar sig eftir að múrstein var kastað í gegnum rúðu. Ungmennið sat inni og skar sig á glerbrotunum þar. Málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjallað er um það í dagbók lögreglunnar í dag. Málið er skráð hjá lögreglustöð 1 sem er í Miðbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnesi. Ekki kemur fram frekari staðsetning. 

Innlent
Fréttamynd

Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar

Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar.

Innlent