Guðmundur Steingrímsson Björt framtíð Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð. Skoðun 15.8.2012 19:28 Skárren ekkert lifir Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. Skoðun 23.9.2011 17:20 Skynsemin Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. Skoðun 7.9.2011 16:47 Næstu skref Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við skuldavanda heimilanna eru um margt ágætar. Yfirlýsingar ráðherra um að aðgerðarpakkinn nái að öllu leyti utan um vandann eru hins vegar í besta falli spaugilegar. Talsvert meira þarf að gera til þess að sátt geti ríkt á lánamarkaði á Íslandi og til þess að hinn ógnarstóri skuldavandi þjóðarinnar teljist að fullu leystur. Skuldavandi heimilanna er vandi af slíkri stærðargráðu að betur fer á því að tileinka sér vissa auðmýkt og minni yfirlýsingagleði í viðureigninni við hann. Nógu stórt var talað þegar síðasti aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var kynntur í október síðastliðnum. Hann náði ekki tilætluðum árangri. Skoðun 21.3.2010 22:19 Skuldir og framtíðin Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi. Skoðun 23.8.2009 22:16 Skuldir og skilningsleysi Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita.“ Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Skoðun 19.8.2009 17:23 Tvær leiðir Nú er svo komið að stór hluti íslenskra heimila getur ekki borgað af lánunum sínum og skuldar meira en sem nemur eignum. Það felur í sér að heimilin verða annað hvort gjaldþrota eða fólk er dæmt í skuldafangelsi á eigin heimili. Þá er huggun harmi gegn að eiga þó flatskjá. Bakþankar 20.3.2009 21:59 Breytt þjóð Fyrir nokkru rakst ég á mynd á vefsíðu af viðskiptamógul íslenskum í þyrlu sinni árið 2007. Sá sat skælbrosandi á myndinni innan um vellystingar sínar. Þarna var t.d. gert ráð fyrir kampavíni í sérstökum sérsniðnum kæli á milli sætanna. Mjög flott. Bakþankar 6.3.2009 17:48 Staðan Ég skrifaðist á við finnskan vin minn á Facebook í gær. Kreppuna bar á góma, enda sameiginlegt áhugamál þjóðanna. Eftir að Finnland hrundi hér einu sinni reis upp miklu betra land á eftir, sagði félagi minn. Finnar eru búnir að gera allt það sem Obama ætlar að gera núna í Bakþankar 6.2.2009 17:15 Þjóð á móti Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vísbendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. Bakþankar 23.1.2009 20:06 Aftur og aftur Enn á ný lætur Ísraelsher til skarar skríða og myrðir börn og fullorðna. Sprengjur falla á saklausa borgara og læknar eru hindraðir í störfum sínum. Með reglulegu millibili svalar þessi fullkomnasti her heimsins fýsn sinni. Sama atburðarásin fer af stað í veröldinni. Þjóðarleiðtogar fordæma. Bandaríkjastjórn segir að það séu tvær hliðar á málinu. Fólk deyr. Bakþankar 9.1.2009 17:39 Jólajóla Verslunarmanneskja í vinsælli búð á Laugaveginum hafði á orði við mig á mánudaginn að jólin núna væru þau afslöppuðustu sem hún hefði upplifað. Hún meinti ekki að það væri lítið að gera í búðinni. Það var nóg að gera, jafnvel meira en áður. En fólkið var afslappaðra, sagði hún. Minni æsingur. Bakþankar 26.12.2008 16:22 Ímyndin Í vikunni lýsti erlendur blaðamaður því sem miklum sannleika um ástandið á Íslandi, að hér væri fólk meira og minna að kaupa hrossakjöt, þurran fisk og gamlar DVD útgáfur af Söngvaseið. Þetta var haft til vitnis um að þjóðin væri við fátæktarmörk. Bakþankar 12.12.2008 17:19 Gufubaðið Á Laugarvatni - hvaðan ég er ættaður - var einu sinni æðislegt, náttúrulegt gufubað. Þetta var einn af uppáhaldsstöðunum mínum á Íslandi. Bakþankar 28.11.2008 22:25 Núna Sá erkisnillingur Barack Obama fékk mig til þess að fá undarlegt ofnæmi í augun - vil ég meina - um miðja nótt nú í byrjun nóvember, þannig að ég táraðist óhóflega. Þetta gerðist rétt í þann mund þegar Obama gekk ásamt konu sinni og börnum inn á sviðið í Chicago, nýkjörinn forseti frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna sinna. Bakþankar 14.11.2008 22:35 Nóg komið Á fimmtudag hlýddi ég í sjónvarpi á skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál og umræður um hana. Ég var búinn að ákveða að ef ég þyrfti enn eina ferðina að hlusta á sömu gömlu tuggurnar um traustar stoðir þjóðarbúsins og storm hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og annað slíkt, yrði þolinmæði mín á þrotum. Bakþankar 31.10.2008 17:39 Sko Ég persónulega er búinn að gera það algerlega upp við mig, að best sé núna að horfast fullkomlega í augu við það að hér á Íslandi er allt farið á versta veg. Ég veit fyrir víst að heill embættismannaher hefur unnið við það dag og nótt að slökkva elda eins og það er kallað á vinsælu líkingamáli. Mig grunar að fáir viti hvers lags kraftaverk eru unnin í því slökkvistarfi fyrir hönd þjóðarinnar á hverri klukkustund. Ég sendi baráttukveðjur. Bakþankar 17.10.2008 17:10 Tímarnir Nýliðin vika flokkast undir tímabil, sem oft eru stutt í veraldarsögunni - en þeim mun áhrifameiri -, sem fá mann til að klóra sér í höfðinu, með einleigan og sakleysilegan svip og vör, og segja „ja hérna." Allt í einu fara hundrað ára gamlir bankar á höfuðið í Bandaríkjunum eins og ekkert sé. Stórfyrirtæki heimsins riða til falls. Ísland er á helmingsafslætti út af verðlítilli krónu, og það sem eru án efa stærstu tíðindin af öllum: Bjórinn er í fyrsta skipti ódýrari hér en í Danmörku. Hvernig gat það gerst? Bakþankar 19.9.2008 17:23 Rembast Það hvarflar óneitanlega að manni að ef ljósmæður hefðu haft einhver tök á því að keppa í grein sinni, helst á stóru ljósmæðramóti í útlöndum – þar sem þær hefðu unnið til verðlauna eftir æsispennandi keppni við t.d. franskar stallsystur sínar eða spænskar – að þá myndu kannski málefni ljósmæðra í yfirstandandi kjarabaráttu njóta meiri vinsælda hjá hinu opinbera. Bakþankar 5.9.2008 19:00 Strákarnir Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar. Bakþankar 22.8.2008 19:49 Kína Í gær horfði ég með öðru auganu á setningu Ólympíuleikanna í Kína. Kínverskar hvítklæddar klappstýrur veifuðu höndum og dönsuðu hliðar saman hliðar á hliðarlínunni á meðan fulltrúar þjóðanna gengu inn á leikvanginn með fánabera sína í fararbroddi. Bakþankar 9.8.2008 08:04 Aðgerð Hrefna Nú í vikunni urðu nokkrir ferðamenn á hvalaskoðunarbát við Húsavík vitni að þeim fáheyrða viðburði, en þó ekki alveg einstökum, að nokkrir drápshvalir, sem við köllum upp á íslenskuna háhyrninga, veittust að hrefnu einni með skætingi, drápu hana á korteri og átu eins og þeir kynnu enga mannasiði. Bakþankar 25.7.2008 22:16 Við Fyrir nokkrum árum fylgdist þjóðin eftirvæntingarfull með þegar einkaþota með skáksnillingnum Bobby Fischer lenti og hinn nýi Íslendingur var boðinn velkominn til landsins með miklu húllumhæi. „Mr. Fischer," spurði einn fréttahaukurinn, svo þónokkrir sjónvarpsáhorfendur fengu kjánahroll, "how does it feel to be home?" Bakþankar 11.7.2008 17:29 ? Fyrir nokkrum árum, þegar umræða um stóriðju og virkjun fyrir austan náði hvað hæstum hæðum, var það almennt viðurkennt og kvittað upp á af fræðimönnum, stjórnmálamönnum og hverjum þeim sem skoðun höfðu á málinu, að álvers- og virkjanaframkvæmdir væru þensluhvetjandi. Bakþankar 27.6.2008 17:33 Bölið Nú þegar ég er í útlöndum, á flandri - ekki nokkrum manni til gagns - tók ég upp á því í vikunni, eins og gengur og gerist, að hringja heim og leita frétta. Reyndar var ég orðinn nokkuð undrandi á því að hafa ekki fengið hringingu að heiman frá nokkrum manni, eftir ríflega 10 daga ferðalag. Hefðin er nefnilega, svona að sumarlagi, að allir Íslendingar fái tiltekið símtal að heiman - þegar þeir eru í útlöndum - hvers markmið er aðeins eitt: Að spyrja hvernig veðrið er í útlöndum og koma því svo á framfæri, lymskulega en hnitmiðað, að veðrið sé mjög gott heima. Bakþankar 13.6.2008 17:59 Skjálftinn Þegar skjálftinn reið yfir á fimmtudaginn lá ég á nuddbekk. Nuddarinn hafði rétt þá nýverið lagst til atlögu við ógurlegan stirðleika í vöðvum á milli herðarblaðanna, með slíkum tilheyrandi sársauka að mér fannst það hreint og beint eðlilegt að allt skyldi fara af stað inni í herberginu, húsið skjálfa og gólfið ganga í bylgjum. Bakþankar 30.5.2008 17:30 Íslenska sólin Í vikunni skein sólin loksins á höfuðborgarsvæðinu. Eins og margir aðrir fór ég niður á Austurvöll og sat þar og borðaði hádegismat, skeggræddi við félagana og leið dálítið eins og ég væri heimsborgari. Bakþankar 16.5.2008 17:45 Ekki gott Í Fréttablaði gærdagsins var a.m.k. tvennt sem fékk mig til að dæsa yfir ruglinu. Annað var frétt um ungan mann sem var beittur harðræði af lögreglu við bensínsstöðina á dögunum. Slagur þessa manns, sem er stór og stæðilegur, við lögreglu birtist landslýð í beinni útsendingu. Bakþankar 2.5.2008 17:41 Drama Þegar ég sat yfir kaffibolla í vikunni og hlustaði í enn eitt skiptið á umræður í sjónvarpi um skort á lausafjármagni bankanna varð mér skyndilega nóg um. Bakþankar 18.4.2008 17:49 Einkaþota ÉG á vin sem fór einu sinni til útlanda í einkaþotu, starfs síns vegna. Þvert á hugmyndir mínar á þessum tíma um að í einkaþotum væri einstaklega þægilegt að vera og að stólar væru þar rúmgóðir og hægt að teygja úr sér og skeggræða andans mál í rólegheitum, tjáði þessi vinur minn mér að lokinni ferðinni að einkaþotan hefði í raun verið einstaklega óþægileg. Bakþankar 4.4.2008 17:26 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Björt framtíð Þótt Björt framtíð sé nýtt stjórnmálaafl er hún ekki jaðarframboð eða sérframboð. Hún er heldur ekki óánægjuframboð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing sem er vonandi komin til að vera. Hún er miðflokkurinn sem vantar í íslensk stjórnmál. Hún er nýtt afl fyrir nýja tíma. Hún er stofnuð 4. febrúar 2012 af fólki úr öllum áttum sem vill sjá stjórnmálin breyta um stefnu, í átt til meiri yfirvegunar og skynsemi. Í átt til bjartari og traustari framtíðar. Björt framtíð fagnar lýðræðinu og möguleikanum sem í því felst fyrir okkur öll til þess að gera gagn. Hún er ánægjuframboð. Skoðun 15.8.2012 19:28
Skárren ekkert lifir Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. Skoðun 23.9.2011 17:20
Skynsemin Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. Skoðun 7.9.2011 16:47
Næstu skref Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við skuldavanda heimilanna eru um margt ágætar. Yfirlýsingar ráðherra um að aðgerðarpakkinn nái að öllu leyti utan um vandann eru hins vegar í besta falli spaugilegar. Talsvert meira þarf að gera til þess að sátt geti ríkt á lánamarkaði á Íslandi og til þess að hinn ógnarstóri skuldavandi þjóðarinnar teljist að fullu leystur. Skuldavandi heimilanna er vandi af slíkri stærðargráðu að betur fer á því að tileinka sér vissa auðmýkt og minni yfirlýsingagleði í viðureigninni við hann. Nógu stórt var talað þegar síðasti aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var kynntur í október síðastliðnum. Hann náði ekki tilætluðum árangri. Skoðun 21.3.2010 22:19
Skuldir og framtíðin Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi. Skoðun 23.8.2009 22:16
Skuldir og skilningsleysi Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita.“ Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Skoðun 19.8.2009 17:23
Tvær leiðir Nú er svo komið að stór hluti íslenskra heimila getur ekki borgað af lánunum sínum og skuldar meira en sem nemur eignum. Það felur í sér að heimilin verða annað hvort gjaldþrota eða fólk er dæmt í skuldafangelsi á eigin heimili. Þá er huggun harmi gegn að eiga þó flatskjá. Bakþankar 20.3.2009 21:59
Breytt þjóð Fyrir nokkru rakst ég á mynd á vefsíðu af viðskiptamógul íslenskum í þyrlu sinni árið 2007. Sá sat skælbrosandi á myndinni innan um vellystingar sínar. Þarna var t.d. gert ráð fyrir kampavíni í sérstökum sérsniðnum kæli á milli sætanna. Mjög flott. Bakþankar 6.3.2009 17:48
Staðan Ég skrifaðist á við finnskan vin minn á Facebook í gær. Kreppuna bar á góma, enda sameiginlegt áhugamál þjóðanna. Eftir að Finnland hrundi hér einu sinni reis upp miklu betra land á eftir, sagði félagi minn. Finnar eru búnir að gera allt það sem Obama ætlar að gera núna í Bakþankar 6.2.2009 17:15
Þjóð á móti Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vísbendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. Bakþankar 23.1.2009 20:06
Aftur og aftur Enn á ný lætur Ísraelsher til skarar skríða og myrðir börn og fullorðna. Sprengjur falla á saklausa borgara og læknar eru hindraðir í störfum sínum. Með reglulegu millibili svalar þessi fullkomnasti her heimsins fýsn sinni. Sama atburðarásin fer af stað í veröldinni. Þjóðarleiðtogar fordæma. Bandaríkjastjórn segir að það séu tvær hliðar á málinu. Fólk deyr. Bakþankar 9.1.2009 17:39
Jólajóla Verslunarmanneskja í vinsælli búð á Laugaveginum hafði á orði við mig á mánudaginn að jólin núna væru þau afslöppuðustu sem hún hefði upplifað. Hún meinti ekki að það væri lítið að gera í búðinni. Það var nóg að gera, jafnvel meira en áður. En fólkið var afslappaðra, sagði hún. Minni æsingur. Bakþankar 26.12.2008 16:22
Ímyndin Í vikunni lýsti erlendur blaðamaður því sem miklum sannleika um ástandið á Íslandi, að hér væri fólk meira og minna að kaupa hrossakjöt, þurran fisk og gamlar DVD útgáfur af Söngvaseið. Þetta var haft til vitnis um að þjóðin væri við fátæktarmörk. Bakþankar 12.12.2008 17:19
Gufubaðið Á Laugarvatni - hvaðan ég er ættaður - var einu sinni æðislegt, náttúrulegt gufubað. Þetta var einn af uppáhaldsstöðunum mínum á Íslandi. Bakþankar 28.11.2008 22:25
Núna Sá erkisnillingur Barack Obama fékk mig til þess að fá undarlegt ofnæmi í augun - vil ég meina - um miðja nótt nú í byrjun nóvember, þannig að ég táraðist óhóflega. Þetta gerðist rétt í þann mund þegar Obama gekk ásamt konu sinni og börnum inn á sviðið í Chicago, nýkjörinn forseti frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna sinna. Bakþankar 14.11.2008 22:35
Nóg komið Á fimmtudag hlýddi ég í sjónvarpi á skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál og umræður um hana. Ég var búinn að ákveða að ef ég þyrfti enn eina ferðina að hlusta á sömu gömlu tuggurnar um traustar stoðir þjóðarbúsins og storm hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og annað slíkt, yrði þolinmæði mín á þrotum. Bakþankar 31.10.2008 17:39
Sko Ég persónulega er búinn að gera það algerlega upp við mig, að best sé núna að horfast fullkomlega í augu við það að hér á Íslandi er allt farið á versta veg. Ég veit fyrir víst að heill embættismannaher hefur unnið við það dag og nótt að slökkva elda eins og það er kallað á vinsælu líkingamáli. Mig grunar að fáir viti hvers lags kraftaverk eru unnin í því slökkvistarfi fyrir hönd þjóðarinnar á hverri klukkustund. Ég sendi baráttukveðjur. Bakþankar 17.10.2008 17:10
Tímarnir Nýliðin vika flokkast undir tímabil, sem oft eru stutt í veraldarsögunni - en þeim mun áhrifameiri -, sem fá mann til að klóra sér í höfðinu, með einleigan og sakleysilegan svip og vör, og segja „ja hérna." Allt í einu fara hundrað ára gamlir bankar á höfuðið í Bandaríkjunum eins og ekkert sé. Stórfyrirtæki heimsins riða til falls. Ísland er á helmingsafslætti út af verðlítilli krónu, og það sem eru án efa stærstu tíðindin af öllum: Bjórinn er í fyrsta skipti ódýrari hér en í Danmörku. Hvernig gat það gerst? Bakþankar 19.9.2008 17:23
Rembast Það hvarflar óneitanlega að manni að ef ljósmæður hefðu haft einhver tök á því að keppa í grein sinni, helst á stóru ljósmæðramóti í útlöndum – þar sem þær hefðu unnið til verðlauna eftir æsispennandi keppni við t.d. franskar stallsystur sínar eða spænskar – að þá myndu kannski málefni ljósmæðra í yfirstandandi kjarabaráttu njóta meiri vinsælda hjá hinu opinbera. Bakþankar 5.9.2008 19:00
Strákarnir Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar. Bakþankar 22.8.2008 19:49
Kína Í gær horfði ég með öðru auganu á setningu Ólympíuleikanna í Kína. Kínverskar hvítklæddar klappstýrur veifuðu höndum og dönsuðu hliðar saman hliðar á hliðarlínunni á meðan fulltrúar þjóðanna gengu inn á leikvanginn með fánabera sína í fararbroddi. Bakþankar 9.8.2008 08:04
Aðgerð Hrefna Nú í vikunni urðu nokkrir ferðamenn á hvalaskoðunarbát við Húsavík vitni að þeim fáheyrða viðburði, en þó ekki alveg einstökum, að nokkrir drápshvalir, sem við köllum upp á íslenskuna háhyrninga, veittust að hrefnu einni með skætingi, drápu hana á korteri og átu eins og þeir kynnu enga mannasiði. Bakþankar 25.7.2008 22:16
Við Fyrir nokkrum árum fylgdist þjóðin eftirvæntingarfull með þegar einkaþota með skáksnillingnum Bobby Fischer lenti og hinn nýi Íslendingur var boðinn velkominn til landsins með miklu húllumhæi. „Mr. Fischer," spurði einn fréttahaukurinn, svo þónokkrir sjónvarpsáhorfendur fengu kjánahroll, "how does it feel to be home?" Bakþankar 11.7.2008 17:29
? Fyrir nokkrum árum, þegar umræða um stóriðju og virkjun fyrir austan náði hvað hæstum hæðum, var það almennt viðurkennt og kvittað upp á af fræðimönnum, stjórnmálamönnum og hverjum þeim sem skoðun höfðu á málinu, að álvers- og virkjanaframkvæmdir væru þensluhvetjandi. Bakþankar 27.6.2008 17:33
Bölið Nú þegar ég er í útlöndum, á flandri - ekki nokkrum manni til gagns - tók ég upp á því í vikunni, eins og gengur og gerist, að hringja heim og leita frétta. Reyndar var ég orðinn nokkuð undrandi á því að hafa ekki fengið hringingu að heiman frá nokkrum manni, eftir ríflega 10 daga ferðalag. Hefðin er nefnilega, svona að sumarlagi, að allir Íslendingar fái tiltekið símtal að heiman - þegar þeir eru í útlöndum - hvers markmið er aðeins eitt: Að spyrja hvernig veðrið er í útlöndum og koma því svo á framfæri, lymskulega en hnitmiðað, að veðrið sé mjög gott heima. Bakþankar 13.6.2008 17:59
Skjálftinn Þegar skjálftinn reið yfir á fimmtudaginn lá ég á nuddbekk. Nuddarinn hafði rétt þá nýverið lagst til atlögu við ógurlegan stirðleika í vöðvum á milli herðarblaðanna, með slíkum tilheyrandi sársauka að mér fannst það hreint og beint eðlilegt að allt skyldi fara af stað inni í herberginu, húsið skjálfa og gólfið ganga í bylgjum. Bakþankar 30.5.2008 17:30
Íslenska sólin Í vikunni skein sólin loksins á höfuðborgarsvæðinu. Eins og margir aðrir fór ég niður á Austurvöll og sat þar og borðaði hádegismat, skeggræddi við félagana og leið dálítið eins og ég væri heimsborgari. Bakþankar 16.5.2008 17:45
Ekki gott Í Fréttablaði gærdagsins var a.m.k. tvennt sem fékk mig til að dæsa yfir ruglinu. Annað var frétt um ungan mann sem var beittur harðræði af lögreglu við bensínsstöðina á dögunum. Slagur þessa manns, sem er stór og stæðilegur, við lögreglu birtist landslýð í beinni útsendingu. Bakþankar 2.5.2008 17:41
Drama Þegar ég sat yfir kaffibolla í vikunni og hlustaði í enn eitt skiptið á umræður í sjónvarpi um skort á lausafjármagni bankanna varð mér skyndilega nóg um. Bakþankar 18.4.2008 17:49
Einkaþota ÉG á vin sem fór einu sinni til útlanda í einkaþotu, starfs síns vegna. Þvert á hugmyndir mínar á þessum tíma um að í einkaþotum væri einstaklega þægilegt að vera og að stólar væru þar rúmgóðir og hægt að teygja úr sér og skeggræða andans mál í rólegheitum, tjáði þessi vinur minn mér að lokinni ferðinni að einkaþotan hefði í raun verið einstaklega óþægileg. Bakþankar 4.4.2008 17:26