Stj.mál Ástandið í Palestínu skelfilegt Þingmennirnir Guðrún Ögmundsdóttir og Þuríður Backman eru nýkomnar frá Palestínu, en þangað fór hópur þingmanna til þess að kynna sér aðstæður í landinu. Þær Guðrún og Þuríður ræddu um förina í Íslandi í bítið í morgun og sögðu þær báðar að ástandið væri miklu verra í landinu en greint væri frá í fjölmiðlum. Innlent 13.10.2005 18:58 Sýna myndir frá Palestínuför Alþingismennirnir níu, sem komu til landsins í gær eftir tíu daga heimsókn til Palestínu og Ísraels, hafa boðað til blaðamannafundar í fyrramálið. Myndband og ljósmyndir úr ferðinni verða sýnd en meðal þeirra staða sem hópurinn heimsótti var borgin Ramallah á Vesturbakkanum, Betlehem og Gólanhæðir. Innlent 13.10.2005 18:58 Er sjúkur maður "Það er þó einum fanganum færra núna sem haldið er án dóms og laga fyrir tilstuðlan Bandaríkjamanna," sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, en hann greiddi tillögunni sitt atkvæði. </font /> Innlent 13.10.2005 18:58 Kanarnir ættu að líta sér nær "Ég held að Kanarnir og Ísraelsmenn ættu að líta sér nær," segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, um gagnrýni erlendra dagblaða og Wiesenthal-stofnunarinnar á íslensk stjórnvöld. "Þessir aðilar ættu að muna ódæðisverkin í Guantanamo og Palestínu." Innlent 13.10.2005 18:58 Stormur í vatnsglasi "Mér finnst þetta vera stormur í vatnsglasi og við verðum bara að bíða eftir að þetta gangi yfir," segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni erlendra fjölmiðla á íslensk stjórnvöld. Innlent 13.10.2005 18:58 Gagnrýnir Íslendinga í leiðara Íslendingar eru gagnrýndir í leiðara bandaríska stórblaðsins <em>Washington Post</em> í dag. „Skömm Íslands“ er fyrirsögn greinarinnar þar sem segir að það hafi verið sorgardagur þegar Alþingi veitti Bobby Fischer ríkisborgararrétt. Erlent 13.10.2005 18:58 Kemur ekki á óvart "Það kemur mér ekkert á óvart að einhverjir séu óánægðir vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt," segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokk </font /> Innlent 13.10.2005 18:58 Schröder gagnrýnir viðskiptamenn Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, réðst að viðskipta- og athafnamönnum þar í landi í dag þegar hann gagnrýndi þá harðlega fyrir að stuðla að hinu slæma atvinnuástandi sem nú er í Þýskalandi. Erlent 13.10.2005 15:33 Ísrael: Fresta afhendingu yfirráða Ísraelsmenn munu ekki afhenda Palestínumönnum yfirráð yfir þriðja bænum á Vesturbakkanum í þessari viku, eins og ákveðið hafði verið. Samkvæmt samkomulagi sem náðist á milli ísraelskra og palestínskra stjórnvalda í byrjun febrúar eiga Palestínumenn að fá yfirráð yfir fimm borgum og bæjum á Vesturbakkanum á næstu vikum og mánuðum. Erlent 13.10.2005 15:33 Kosningar í Kirgistan í júní Efnt verður til nýrra forsetakosninga í Kirgistan þann 26. júní að ákvörðun þingsins. Rússar hafa ákveðið að starfa með nýjum valdhöfum en verði úrslit kosninga á þann veg að stjórnarandstaðan fari með sigur er ekki búist við að miklar breytingar verði á stjórnarskipan eða stjórnarháttum í landinu. Erlent 13.10.2005 18:58 Morðtilræði við Bakiev Reyna á að ráða Kurmanbek Bakiev, sitjandi forseta Kirgistans, af dögum. Þessu hélt talsmaður hinna nýju stjórnvalda í landinu fram fyrir stundu. Fyrirhugaður blaðamannafundur með Bakiev, sem fram átti að fara í byggingu stjórnarinnar í dag, hefur verið flautaður af í bili. Erlent 13.10.2005 18:58 Stuðningur Íslands svívirða Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, gagnrýndi harðlega stuðning íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak á blaðamannafundi í gær og sagði hann vera svívirðu. Varaformaður utanríkismálanefndar segir íslensk stjórnvöld standa vörð um opna lýðræðislega umræðu, þótt þau séu sjónarmiðum Fischers ósammála í grundvallaratriðum. Innlent 13.10.2005 18:58 Ástandið rólegra í Kirgistan Ástandið í Bishkek, höfuðborg Kirgistans, er nú sagt vera rólegra en síðustu sólarhringa. Glæpagengi hafa nýtt sér upplausnarástandið og gengið um ruplandi og rænandi. Sjálfboðaliðar, vopnaðir bareflum, aðstoðuðu lögreglu við að gæta verslana í nótt. Erlent 13.10.2005 18:57 Minnir á meðferð nasista Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir með samferðarmanni sínum í Palestínu, Magnúsi Þór Hafsteinssyni, þingmanni Frjálslynda flokksins, að ástandið minni á meðferð nasista á gyðingum í seinni heimsstyrjöld. Innlent 13.10.2005 18:58 Bakiyev býður sig fram til forseta Efnt verður til forsetakosninga í Kirgistan í júní þar sem Kurmanbek Bakiyev, leiðtogi þeirrar stjórnar sem nú er við völd í landinu, tekst á við Ashkar Akayev sem kosinn var forseti landsins fyrir tæpum mánuði. Erlent 13.10.2005 18:58 Segist ekki hafa beitt þrýstingi Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun. Hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Innlent 13.10.2005 18:57 Útgöngubann og hervaldi beitt Þingið í Kirgistan hefur beðið hin nýju stjórnvöld landsins um að lýsa yfir útgöngubanni í höfuðborginni, Bishkek, og jafnvel beita hervaldi vegna þess að fjöldi fólks fer um ruplandi og rænandi í kjölfar byltingarinnar sem gerð var í gær. Erlent 13.10.2005 18:57 Segist ennþá forseti Kirgistans Forseti Kirgistans segist ekki hafa sagt af sér embætti og flúið land; hann sé aðeins fjarverandi tímabundið. Stjórnarandstaðan, sem rændi völdum í gær, hefur hins vegar tekið við stjórnartaumunum, tilnefnt nýjan forseta og boðað til kosninga. Erlent 13.10.2005 18:57 Óháð rannsókn verði heimiluð Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna hvetja stjórnvöld í Líbanon til að heimila alþjóðlega og óháða rannsókn á því hver myrti Rafik Hariri, forsætisráðherra landsins, í síðasta mánuði. Líbanonsstjórn hefur sjálf rannsakað málið en sú rannsókn þykir gölluð og óáreiðanleg. Erlent 13.10.2005 18:57 Ráðist gegn ókeypis leikskóla Formanni borgarráðs, Alfreð Þorsteinssyni, líst illa á hugmyndir fjármálaráðherra um að fasteignagjöld af opinberum byggingum renni í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna. Innlent 13.10.2005 18:57 Stjórnarandstaðan tekin við völdum Stjórnarandstaðan í Kirgistan hefur tilnefnt nýjan forseta og virðist hafa tekið við stjórnartaumunum um allt land. Stjórnarbylting var gerð í Kirgistan í gær þegar andstæðingar forsetans risu upp í miklum mótmælum og hrifsuðu völdin. Erlent 13.10.2005 18:57 Vilja starfa með nýrri stjórn Stjórnvöld í Rússlandi segjast reiðubúin að starfa með nýrri stjórn í Kirgistan og jafnframt að fyrrverandi forseti landsins gæti fengið hæli í Rússlandi. Erlent 13.10.2005 18:57 Þurfa ekki atvinnuleyfi í maí 2006 Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Innlent 13.10.2005 15:33 Ráðherra hafi beitt þrýstingi Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir úthlutun úr launasjóði myndlistarmanna vera eins faglega og framast má vera. Stjórnin hafi aldrei beitt úthlutunarnefndina nokkrum þrýstingi en það hafi hins vegar ráðherra í ríkisstjórninni gert. Innlent 13.10.2005 15:33 Meirihlutinn sprakk á Grundarfirði Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Grundarfjarðar til ellefu ára samfleytt sprakk í morgun. Innlent 13.10.2005 18:57 Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Innlent 13.10.2005 18:57 Staða borgarsjóðs breytist hratt R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. Innlent 13.10.2005 18:57 Segir leikskóla ekki gjaldfrjálsa Frjálshyggjufélagið segir áform borgarstjóra um að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan ársins 2008 einungis millifærslu á fjármunum í gegnum skatta frá þeim sem ekki nýti sér þjónustuna til þeirra sem nýti hana. Í ályktun, sem félagið sendi frá sér í dag, segir að þjónustan sé ekki gjaldfrjáls og með því að bjóða upp á ókeypis leikskóla í borginni sé verið að mismuna þeim sem ekki geti eða vilji eignast börn og hinum sem vilji það og geti. Innlent 13.10.2005 18:57 Íbúum fækkar þrátt fyrir göng Íbúum Ólafsfjarðar og Ísafjarðarbæjar heldur stöðugt áfram að fækka þrátt fyrir að göng hafi verið gerð og samgöngur bættar. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram að bættar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðir landsins en tölfræðin sýnir annað. Innlent 13.10.2005 18:57 Minna fé til listaverkakaupa Listasafn Íslands hefur átta milljónum króna minna fé að raunvirði til kaupa á listaverkum en það hafði árið 1989. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri-grænna. Innlent 13.10.2005 18:57 « ‹ 123 124 125 126 127 128 129 130 131 … 187 ›
Ástandið í Palestínu skelfilegt Þingmennirnir Guðrún Ögmundsdóttir og Þuríður Backman eru nýkomnar frá Palestínu, en þangað fór hópur þingmanna til þess að kynna sér aðstæður í landinu. Þær Guðrún og Þuríður ræddu um förina í Íslandi í bítið í morgun og sögðu þær báðar að ástandið væri miklu verra í landinu en greint væri frá í fjölmiðlum. Innlent 13.10.2005 18:58
Sýna myndir frá Palestínuför Alþingismennirnir níu, sem komu til landsins í gær eftir tíu daga heimsókn til Palestínu og Ísraels, hafa boðað til blaðamannafundar í fyrramálið. Myndband og ljósmyndir úr ferðinni verða sýnd en meðal þeirra staða sem hópurinn heimsótti var borgin Ramallah á Vesturbakkanum, Betlehem og Gólanhæðir. Innlent 13.10.2005 18:58
Er sjúkur maður "Það er þó einum fanganum færra núna sem haldið er án dóms og laga fyrir tilstuðlan Bandaríkjamanna," sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, en hann greiddi tillögunni sitt atkvæði. </font /> Innlent 13.10.2005 18:58
Kanarnir ættu að líta sér nær "Ég held að Kanarnir og Ísraelsmenn ættu að líta sér nær," segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, um gagnrýni erlendra dagblaða og Wiesenthal-stofnunarinnar á íslensk stjórnvöld. "Þessir aðilar ættu að muna ódæðisverkin í Guantanamo og Palestínu." Innlent 13.10.2005 18:58
Stormur í vatnsglasi "Mér finnst þetta vera stormur í vatnsglasi og við verðum bara að bíða eftir að þetta gangi yfir," segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni erlendra fjölmiðla á íslensk stjórnvöld. Innlent 13.10.2005 18:58
Gagnrýnir Íslendinga í leiðara Íslendingar eru gagnrýndir í leiðara bandaríska stórblaðsins <em>Washington Post</em> í dag. „Skömm Íslands“ er fyrirsögn greinarinnar þar sem segir að það hafi verið sorgardagur þegar Alþingi veitti Bobby Fischer ríkisborgararrétt. Erlent 13.10.2005 18:58
Kemur ekki á óvart "Það kemur mér ekkert á óvart að einhverjir séu óánægðir vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt," segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokk </font /> Innlent 13.10.2005 18:58
Schröder gagnrýnir viðskiptamenn Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, réðst að viðskipta- og athafnamönnum þar í landi í dag þegar hann gagnrýndi þá harðlega fyrir að stuðla að hinu slæma atvinnuástandi sem nú er í Þýskalandi. Erlent 13.10.2005 15:33
Ísrael: Fresta afhendingu yfirráða Ísraelsmenn munu ekki afhenda Palestínumönnum yfirráð yfir þriðja bænum á Vesturbakkanum í þessari viku, eins og ákveðið hafði verið. Samkvæmt samkomulagi sem náðist á milli ísraelskra og palestínskra stjórnvalda í byrjun febrúar eiga Palestínumenn að fá yfirráð yfir fimm borgum og bæjum á Vesturbakkanum á næstu vikum og mánuðum. Erlent 13.10.2005 15:33
Kosningar í Kirgistan í júní Efnt verður til nýrra forsetakosninga í Kirgistan þann 26. júní að ákvörðun þingsins. Rússar hafa ákveðið að starfa með nýjum valdhöfum en verði úrslit kosninga á þann veg að stjórnarandstaðan fari með sigur er ekki búist við að miklar breytingar verði á stjórnarskipan eða stjórnarháttum í landinu. Erlent 13.10.2005 18:58
Morðtilræði við Bakiev Reyna á að ráða Kurmanbek Bakiev, sitjandi forseta Kirgistans, af dögum. Þessu hélt talsmaður hinna nýju stjórnvalda í landinu fram fyrir stundu. Fyrirhugaður blaðamannafundur með Bakiev, sem fram átti að fara í byggingu stjórnarinnar í dag, hefur verið flautaður af í bili. Erlent 13.10.2005 18:58
Stuðningur Íslands svívirða Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, gagnrýndi harðlega stuðning íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak á blaðamannafundi í gær og sagði hann vera svívirðu. Varaformaður utanríkismálanefndar segir íslensk stjórnvöld standa vörð um opna lýðræðislega umræðu, þótt þau séu sjónarmiðum Fischers ósammála í grundvallaratriðum. Innlent 13.10.2005 18:58
Ástandið rólegra í Kirgistan Ástandið í Bishkek, höfuðborg Kirgistans, er nú sagt vera rólegra en síðustu sólarhringa. Glæpagengi hafa nýtt sér upplausnarástandið og gengið um ruplandi og rænandi. Sjálfboðaliðar, vopnaðir bareflum, aðstoðuðu lögreglu við að gæta verslana í nótt. Erlent 13.10.2005 18:57
Minnir á meðferð nasista Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir með samferðarmanni sínum í Palestínu, Magnúsi Þór Hafsteinssyni, þingmanni Frjálslynda flokksins, að ástandið minni á meðferð nasista á gyðingum í seinni heimsstyrjöld. Innlent 13.10.2005 18:58
Bakiyev býður sig fram til forseta Efnt verður til forsetakosninga í Kirgistan í júní þar sem Kurmanbek Bakiyev, leiðtogi þeirrar stjórnar sem nú er við völd í landinu, tekst á við Ashkar Akayev sem kosinn var forseti landsins fyrir tæpum mánuði. Erlent 13.10.2005 18:58
Segist ekki hafa beitt þrýstingi Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun. Hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Innlent 13.10.2005 18:57
Útgöngubann og hervaldi beitt Þingið í Kirgistan hefur beðið hin nýju stjórnvöld landsins um að lýsa yfir útgöngubanni í höfuðborginni, Bishkek, og jafnvel beita hervaldi vegna þess að fjöldi fólks fer um ruplandi og rænandi í kjölfar byltingarinnar sem gerð var í gær. Erlent 13.10.2005 18:57
Segist ennþá forseti Kirgistans Forseti Kirgistans segist ekki hafa sagt af sér embætti og flúið land; hann sé aðeins fjarverandi tímabundið. Stjórnarandstaðan, sem rændi völdum í gær, hefur hins vegar tekið við stjórnartaumunum, tilnefnt nýjan forseta og boðað til kosninga. Erlent 13.10.2005 18:57
Óháð rannsókn verði heimiluð Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna hvetja stjórnvöld í Líbanon til að heimila alþjóðlega og óháða rannsókn á því hver myrti Rafik Hariri, forsætisráðherra landsins, í síðasta mánuði. Líbanonsstjórn hefur sjálf rannsakað málið en sú rannsókn þykir gölluð og óáreiðanleg. Erlent 13.10.2005 18:57
Ráðist gegn ókeypis leikskóla Formanni borgarráðs, Alfreð Þorsteinssyni, líst illa á hugmyndir fjármálaráðherra um að fasteignagjöld af opinberum byggingum renni í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna. Innlent 13.10.2005 18:57
Stjórnarandstaðan tekin við völdum Stjórnarandstaðan í Kirgistan hefur tilnefnt nýjan forseta og virðist hafa tekið við stjórnartaumunum um allt land. Stjórnarbylting var gerð í Kirgistan í gær þegar andstæðingar forsetans risu upp í miklum mótmælum og hrifsuðu völdin. Erlent 13.10.2005 18:57
Vilja starfa með nýrri stjórn Stjórnvöld í Rússlandi segjast reiðubúin að starfa með nýrri stjórn í Kirgistan og jafnframt að fyrrverandi forseti landsins gæti fengið hæli í Rússlandi. Erlent 13.10.2005 18:57
Þurfa ekki atvinnuleyfi í maí 2006 Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Innlent 13.10.2005 15:33
Ráðherra hafi beitt þrýstingi Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir úthlutun úr launasjóði myndlistarmanna vera eins faglega og framast má vera. Stjórnin hafi aldrei beitt úthlutunarnefndina nokkrum þrýstingi en það hafi hins vegar ráðherra í ríkisstjórninni gert. Innlent 13.10.2005 15:33
Meirihlutinn sprakk á Grundarfirði Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Grundarfjarðar til ellefu ára samfleytt sprakk í morgun. Innlent 13.10.2005 18:57
Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Innlent 13.10.2005 18:57
Staða borgarsjóðs breytist hratt R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. Innlent 13.10.2005 18:57
Segir leikskóla ekki gjaldfrjálsa Frjálshyggjufélagið segir áform borgarstjóra um að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan ársins 2008 einungis millifærslu á fjármunum í gegnum skatta frá þeim sem ekki nýti sér þjónustuna til þeirra sem nýti hana. Í ályktun, sem félagið sendi frá sér í dag, segir að þjónustan sé ekki gjaldfrjáls og með því að bjóða upp á ókeypis leikskóla í borginni sé verið að mismuna þeim sem ekki geti eða vilji eignast börn og hinum sem vilji það og geti. Innlent 13.10.2005 18:57
Íbúum fækkar þrátt fyrir göng Íbúum Ólafsfjarðar og Ísafjarðarbæjar heldur stöðugt áfram að fækka þrátt fyrir að göng hafi verið gerð og samgöngur bættar. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram að bættar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðir landsins en tölfræðin sýnir annað. Innlent 13.10.2005 18:57
Minna fé til listaverkakaupa Listasafn Íslands hefur átta milljónum króna minna fé að raunvirði til kaupa á listaverkum en það hafði árið 1989. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri-grænna. Innlent 13.10.2005 18:57