Segist ekki hafa beitt þrýstingi 25. mars 2005 00:01 Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun, hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna sagði í viðtali í gær að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefði hringt í einn nefndarmanna og talað máli ákveðins listamanns og taldi formaðurinn að um væri að ræða óeðlilegan, pólitískan þrýsting á nefndina. Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi; hann hafi viljað hvetja hógværa, sunnlenska listakonu til að sækja um. Hann segist hafa hringt í Olgu Bergmann nefndarmann fyrir 3-4 mánuðum til að spyrja um tíma og rúm hvað umsóknir varðaði og fleira hvað þyrfti til og Olga hafi lýst því fyrir sér af prúðmennsku. „Ég nefndi hins vegar nafn Siggu á Grund; ég væri að hvetja hana til þess að leggja verk þeirra (svo) í þeirra dóm. Hún tók því vel og talaði um að margir sæktu og fáir fengju. Ég sagðist skilja það. Þetta hlyti að vera dómnefnd sem ynni af fagmennsku. En ég var ekki með neinn þrýsting,“ segir Guðni. Guðni segir listakonuna hafa sótt um en ekki fengið. Hún hafi hringt í nefndarmann og fengið óblíðar viðtökur. Þá hafi Guðni haft af því áhyggjur að þetta símtal hefði skemmt fyrir möguleikum hennar, hann hafi rætt við formann nefndarinnar sem sagði það engin áhrif hafa haft. Guðni segir stjórn SÍM vera að gera hann að blóraböggli í málinu. Spurður hvort honum finnist ekki eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að ráðherra tali við nefndarmenn sem sjái um úthlutun og tali máli sérstaks listamanns kveðst ekki hafa verið að tala máli listamannsins; hann hafi einungis verið að leita upplýsinga og síðan getið nafnsins í samtalinu. „Ég geri mér gein fyrir því að að vera ráðherra um sinn getur fylgt ákveðið vald. Ég var ekki að misnota það og geri mér grein fyrir því að hafi mér dottið í hug að ég hefði áhrif, þá myndi það í mínum huga geta haft öfug áhrif,“ segir Guðni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa þrýst á úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna um að veita ákveðnum listamanni starfslaun, hann hafi einungis talað við einn nefndarmanna til að fá upplýsingar. Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna sagði í viðtali í gær að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefði hringt í einn nefndarmanna og talað máli ákveðins listamanns og taldi formaðurinn að um væri að ræða óeðlilegan, pólitískan þrýsting á nefndina. Landbúnaðarráðherra segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi; hann hafi viljað hvetja hógværa, sunnlenska listakonu til að sækja um. Hann segist hafa hringt í Olgu Bergmann nefndarmann fyrir 3-4 mánuðum til að spyrja um tíma og rúm hvað umsóknir varðaði og fleira hvað þyrfti til og Olga hafi lýst því fyrir sér af prúðmennsku. „Ég nefndi hins vegar nafn Siggu á Grund; ég væri að hvetja hana til þess að leggja verk þeirra (svo) í þeirra dóm. Hún tók því vel og talaði um að margir sæktu og fáir fengju. Ég sagðist skilja það. Þetta hlyti að vera dómnefnd sem ynni af fagmennsku. En ég var ekki með neinn þrýsting,“ segir Guðni. Guðni segir listakonuna hafa sótt um en ekki fengið. Hún hafi hringt í nefndarmann og fengið óblíðar viðtökur. Þá hafi Guðni haft af því áhyggjur að þetta símtal hefði skemmt fyrir möguleikum hennar, hann hafi rætt við formann nefndarinnar sem sagði það engin áhrif hafa haft. Guðni segir stjórn SÍM vera að gera hann að blóraböggli í málinu. Spurður hvort honum finnist ekki eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að ráðherra tali við nefndarmenn sem sjái um úthlutun og tali máli sérstaks listamanns kveðst ekki hafa verið að tala máli listamannsins; hann hafi einungis verið að leita upplýsinga og síðan getið nafnsins í samtalinu. „Ég geri mér gein fyrir því að að vera ráðherra um sinn getur fylgt ákveðið vald. Ég var ekki að misnota það og geri mér grein fyrir því að hafi mér dottið í hug að ég hefði áhrif, þá myndi það í mínum huga geta haft öfug áhrif,“ segir Guðni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira