Erlent

Útgöngubann og hervaldi beitt

Þingið í Kirgistan hefur beðið hin nýju stjórnvöld landsins um að lýsa yfir útgöngubanni í höfuðborginni, Bishkek, og jafnvel beita hervaldi vegna þess að fjöldi fólks fer um ruplandi og rænandi í kjölfar byltingarinnar sem gerð var í gær. Andstæðingar forsetans, Askar Akayev, risu þá upp í miklum mótmælum og hrifsuðu völdin. Akayev flúði í kjölfarið til nágrannaríkisins Kasakstan en samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar hefur hann nú yfirgefið landið. Ekki er vitað hvert förinni var heitið. Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í morgun að hann myndi veita forsetanum hæli ef hann leitaði til Rússlands og, það sem meira er og mikilvægara fyrir nýju valdhafana í Kirgistan, Pútín lagðist ekki á móti nýju stjórninni, sagðist þekkja þetta fólk vel og lýsti því yfir að honum væri mikið í mun að halda góðum samskiptum við landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×