Þurfa ekki atvinnuleyfi í maí 2006 24. mars 2005 00:01 Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga. Hún hefur einungis smávægilegar breytingar í för með sér, svo sem það að nú verða erlend heilbrigðisvottorð tekin gild. Í þriðju grein reglugerðarinnar kemur fram að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, þeirra makar og börn undir 21 árs aldri eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Svohljóðandi bráðabirgðaákvæði fylgir þó reglugerðinni: Ákvæði a.-c.-liðar 3. greinar taka þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands til að starfa hér á landi fyrr en 1. maí 2006. Það er skortur á vinnuafli á Íslandi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að fólk frá þessum löndum vill koma hingað að vinna og atvinnurekendur vilja ráða það. Væri ekki hægt að fella niður þetta bráðabirgðaákvæði og leyfa borgurum þessara ríkja að koma hingað strax að vinna án þess að atvinnuleyfis sé krafist í stað þess að bíða í rúmt ár þegar stóriðjuframkvæmdir verða langt komnar og ef til vill farið að hægja á hjólum efnahagslífsins? Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að ákvörðun um að nýta heimild til að takmarka frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum um tíma hafi verið tekin í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyrir rúmu ári. Hann telur sjálfur að það hafi verið skynsamlegast að setja þessar takmarkanir því ef Ísland hefði verið eitt fárra landa sem ekki gerði það hefði þrýstingurinn aukist til muna og óvíst að allir hefðu verið sáttir við það. Ekki er búið að ákveða hvort þessi tímamörk verða framlengd, eins og leyfi er fyrir í samningnum, og Árni segir sé alveg víst að bráðabirgðaákvæðið verði ekki fellt niður fyrir 1. maí á næsta ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga. Hún hefur einungis smávægilegar breytingar í för með sér, svo sem það að nú verða erlend heilbrigðisvottorð tekin gild. Í þriðju grein reglugerðarinnar kemur fram að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, þeirra makar og börn undir 21 árs aldri eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Svohljóðandi bráðabirgðaákvæði fylgir þó reglugerðinni: Ákvæði a.-c.-liðar 3. greinar taka þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands til að starfa hér á landi fyrr en 1. maí 2006. Það er skortur á vinnuafli á Íslandi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að fólk frá þessum löndum vill koma hingað að vinna og atvinnurekendur vilja ráða það. Væri ekki hægt að fella niður þetta bráðabirgðaákvæði og leyfa borgurum þessara ríkja að koma hingað strax að vinna án þess að atvinnuleyfis sé krafist í stað þess að bíða í rúmt ár þegar stóriðjuframkvæmdir verða langt komnar og ef til vill farið að hægja á hjólum efnahagslífsins? Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að ákvörðun um að nýta heimild til að takmarka frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum um tíma hafi verið tekin í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyrir rúmu ári. Hann telur sjálfur að það hafi verið skynsamlegast að setja þessar takmarkanir því ef Ísland hefði verið eitt fárra landa sem ekki gerði það hefði þrýstingurinn aukist til muna og óvíst að allir hefðu verið sáttir við það. Ekki er búið að ákveða hvort þessi tímamörk verða framlengd, eins og leyfi er fyrir í samningnum, og Árni segir sé alveg víst að bráðabirgðaákvæðið verði ekki fellt niður fyrir 1. maí á næsta ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira