Þorvaldur Gylfason Stækkun NATO Finnland er ekki í Atlantshafsbandalaginu af þeirri einföldu ástæðu, að Finnar ákváðu sjálfir að standa utan bandalagsins. Ef þeir óskuðu nú eftir aðild, yrði þeim vafalaust hleypt inn án tafar. Sama máli gegnir um Svía, Svisslendinga og Íra. Þessar þjóðir ákváðu á sínum tíma að standa utan Nató, hver á sínum eigin forsendum. Nató er heimili þessara þjóða í þeim hversdagsskilningi, að heimili manns er staðurinn, þar sem verður að hleypa honum inn. Fastir pennar 4.2.2009 17:08 Máttur söngsins Sem ég stóð ásamt konu minni í miðju mannhafinu á Austurvelli á laugardaginn var og hlýddi á þrumuræðu Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar, síðasta ræðumannsins að því sinni, hélt ég, að hápunkti fundarins hlyti að vera náð, svo firnagóð þótti mér ræðan. Fundinum var þó ekki lokið. Að loknu máli Guðmundar Andra tók fríður flokkur söngvara sér stöðu við tröppur Alþingis og söng Land míns föður og Hver á sér fegra föðurland? Við þurftum að færa okkur nær til að heyra vel. Sjaldan hef ég heyrt þessi ægifögru ættjarðarlög betur sungin og af dýpri og innilegri tilfinningu. Tilefnið var ærið, einlægur samhugur á Austurvelli og einvalasöngvarar í kórnum, þar á meðal heimssöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson tenór, sem býr sig nú undir að syngja Siegfried í samnefndri óperu Wagners í Þýzkalandi, og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, reyndur og rómaður kirkjukórsöngvari. Fastir pennar 29.1.2009 08:50 Ísland sem hindrunarhlaup Saga Íslands er haftasaga og hindrana. Danir lögðu á fyrri tíð ýmsar hömlur á Íslendinga, neituðu þeim um fríverzlun og sjálfstæði. Íslendingar lögðu síðan sjálfir hverjir á aðra ýmis þrúgandi höft, einkum 1927-1960, og enn eimir eftir af þeim. Enn stendur blátt bann við fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi. Hagsmunahópar standa á bak við hömlurnar. Fastir pennar 14.1.2009 17:15 Sáttin er brostin Til eru tvær leiðir til áhrifa í þjóðmálum. Jón forseti fór fyrst aðra, síðan báðar í senn, með misjöfnum árangri. Önnur leiðin er að taka sér stöðu utan virkisveggjanna og reyna með þrotlausu nuddi að þoka málum áleiðis með því að skrifa greinar í blöð heima fyrir og stundum einnig erlendis. Hin leiðin er að hella sér út í pólitík. Fastir pennar 7.1.2009 22:42 Kvótinn varðaði veginn Kreppan á Íslandi er dýpri en í öðrum löndum, enda hafa Íslendingar einir þjóða í Vestur-Evrópu óskað eftir og fengið neyðarhjálp á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðhæfingar stjórnvalda um, að Ísland sé saklaust fórnarlamb erlendra fjármálasviptinga, eru villandi og duga ekki til að firra stjórnarvöldin ábyrgð á ítrekuðum afglöpum og yfirsjónum. Fastir pennar 17.12.2008 17:04 Kreppur fyrr og nú Fjármálakreppur fylgja frjálsum markaðsbúskap líkt og farsóttir fylgja mönnum. Kreppurnar hafa orðið viðráðanlegri með tímanum eftir því sem þekkingunni á eðli þeirra og afleiðingum og réttum viðbrögðum við þeim hefur farið fram, en þær eru samt ekki úr sögunni. Lítum yfir sviðið. Fastir pennar 10.12.2008 17:43 Stjórnarskipti? Hvernig? Krafan um tafarlaus stjórnarskipti nú þarf ekki að valda stjórnarkreppu, nema stjórnmálaflokkarnir kjósi að framkalla slíka kreppu. Ef ríkisstjórnin segir af sér á morgun, getur forseti Íslands með samþykki þingsins skipað utanþingsstjórn, samdægurs ef því væri að skipta, og hún tæki þá strax við framkvæmdarvaldinu, þar með talið sambandið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skipun slíkrar stjórnar myndi veita svigrúm til að fresta kosningum um óákveðinn tíma, væri það talið æskilegt eins og sakir standa. Fastir pennar 3.12.2008 18:17 Hvert stefnir gengið? Er hægt að sjá fjármálakreppur fyrir? Já, með því að telja byggingarkranana. Ef þeir eru orðnir ískyggilega margir eins og í Bangkok 1996 og í Reykjavík 2006, þá er klár hætta á kreppu. Fastir pennar 26.11.2008 19:06 Rök fyrir utanþingsstjórn Kreppan nú er þríþætt og snýst um fjármál, gjaldeyrismál og stjórnmál. Fjármálakreppan skall á, þegar þrír stærstu bankar landsins hrundu eins og spilaborg. Fastir pennar 19.11.2008 21:12 Blóðgjöf í gangi Ekki bólar enn á afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á umsókn Íslands um neyðarlán úr sjóðnum. Fastir pennar 12.11.2008 19:00 Heiður þinn og líf Þráinn Eggertsson prófessor og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafa líkt kröfum Breta á hendur Íslendingum vegna hruns Landsbankans við afarkosti Versalasamningsins eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fastir pennar 5.11.2008 18:12 Síðustu forvöð: Bókin Ég birti fjórða ritgerðasafnið mitt Síðustu forvöð 1995. Þar er endurprentuð ritgerð mín um fjárhagshrun Færeyja frá árinu áður. Kveikjan að ritgerðinni var skínandi góð bók Eðvarðs T. Jónssonar fréttamanns, Hlutskipti Færeyja (1994), þar sem hann lýsir Færeyjum eins og skrípamynd af Íslandi. Fastir pennar 29.10.2008 17:52 Ekki einkamál Íslendinga Þegar Ísland lendir í stórfelldum kröggum, eru þær ekki einkamál Íslendinga. Til þess liggja tvær höfuðástæður. Í fyrsta lagi þurfa Íslendingar nú á erlendri aðstoð að halda, og okkur er flestum engin mikils háttar minnkun að því. Sælla er að gefa en þiggja, satt er það, en nú þurfum við að þiggja liðsinni annarra. Fastir pennar 22.10.2008 17:40 Saklausir vegfarendur Of hraður bankavöxtur án öflugs eftirlits endar ævinlega á einn veg: með ósköpum. Þetta er hryggileg niðurstaða í ljósi nýlegrar reynslu nokkurra Asíulanda, þar sem stríðir, óheftir og eftirlitslausir fjármagnsflutningar stráfelldu gjaldmiðla, hlutabréf og banka fyrir aðeins ellefu árum. Fastir pennar 15.10.2008 19:35 Versti seðlabankastjórinn Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs segir stundum söguna af fundi sínum með Viktor Gerasjenkó, þá seðlabankastjóra í Moskvu. Gerasjenkó var flokksjaxl af gamla skólanum, forhertur kommúnisti. Hann hafði aldrei haft fyrir því að kynna sér efnahagsmál eða hagfræði, en hikaði samt ekki við að taka við stjórn Seðlabanka Rússlands. Fastir pennar 8.10.2008 16:49 Skyndibiti í skjóli nætur Hér sit ég við tölvuna mína á Grand Hotel í Ósló. Hingað kom Henrik Ibsen tvisvar á dag ár eftir ár, hálfa aðra klukkustund hvoru sinni, til að matast og lesa blöðin, oftast með pípuhatt á höfðinu. Fastir pennar 1.10.2008 19:08 Pilsfaldakapítalismi Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Skoðun 25.9.2008 11:07 Breiðavíkurhagfræði Stígvél í Moskvu í gamla daga kostuðu ekki þrjátíu rúblur, þótt það stæði skýrum stöfum á verðmiðanum. Þau gátu kostað þrjátíu rúblur og þrjá tíma, ef biðröðin fyrir utan búðina var löng. Fastir pennar 17.9.2008 16:17 Hvaðan koma peningarnir? Fáar spurningar hafa verið lagðar jafnoft fyrir mig að undanförnu hvar sem ég kem. Danir spyrja: hvaðan komu peningarnir, sem gerðu Íslendingum kleift að kaupa hvert fyrirtækið á fætur öðru í Danmörku? - Magasin du Nord, Illum, Hotel d'Angleterre. Fastir pennar 10.9.2008 16:51 Svipmynd af ritstjórn Dagbækur Matthíasar Johannessen fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins á vefnum þurfa ekki að koma neinum á óvart, þótt þar sé greint frá einkasamtölum milli manna. Fastir pennar 3.9.2008 18:16 Olía, skattar og skyldur Sumir skjóta upp kryppu í hvert skipti sem skatta ber á góma. Þar á meðal eru bandarískir repúblikanar með Bush forseta fremstan í flokki (og bráðum John McCain, forsetaframbjóðanda, sem býðst til að halda áfram á sömu braut og Bush): þeir hafa beitt sér mjög fyrir skattalækkun, einkum handa auðmönnum. Fastir pennar 27.8.2008 17:25 Fjarlægðin frá Brussel Bjartar vonir vöknuðu, þegar Sovétríkin hrundu 1991 og fimmtán sjálfstæð ríki risu á rústum þeirra. Vonir stóðu til, að nýju ríkin, skaðbrennd af langri reynslu sinni af kommúnisma og einræði, myndu neyta nýfengins sjálfstæðis til að taka upp lýðræði og heilbrigðan markaðsbúskap. Fastir pennar 20.8.2008 17:43 Vörn fyrir Venesúelu Fallbeygingar landaheita eru svolítið á reiki, þar eð ekki er alltaf ljóst, hvers kyns löndin skuli teljast. Karlkyn er sárasjaldgæft, en kvenkyn og hvorugkyn takast á um sum heiti. Fastir pennar 13.8.2008 16:05 Lokun Þjóðhagsstofnunar Efnahagsvandinn nú er að miklu leyti heimatilbúinn, þótt upphafið megi rekja til erfiðleika á erlendum fjármálamörkuðum. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1995-2007 ber þunga ábyrgð. Fastir pennar 6.8.2008 11:47 Fullveldi er sameign Hvað er til bragðs að taka, þegar ríkisstjórn lands leggur efnahag fólks og fyrirtækja í rúst? Þessi spurning brennur á sárþjáðri alþýðu í Simbabve og Búrmu. Þessi tvö lönd eiga það sammerkt, að ríkisstjórnir þeirra, eða öllu heldur einræðisherrarnir Róbert Múgabe og Than Shwe, hafa leyft sér að stöðva matvælasendingar Sameinuðu þjóðanna handa sveltandi fólki með þeim rökum, að ekki sé hægt að líða erlend afskipti af innanlandsmálum. Fastir pennar 30.7.2008 17:17 Valdmörk og mótvægi Lýðræði snýst ekki bara um kosningar og kjörseðla. Það sást í Bandaríkjunum fyrir átta árum, þegar hæstiréttur landsins dæmdi George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum að loknum löngum skrípaleik í Flórída. Fastir pennar 23.7.2008 17:37 Þegar færi gefst Uppsveiflur í efnahagslífinu geta verið skaðlegar að því leyti, að þær hneigjast til að byrgja mörgum sýn á brýnar umbætur til langs tíma. Fastir pennar 16.7.2008 17:20 Hverjum var boðið? Bandaríska rannsóknastofnunin The Conference Board hefur um 90 ára skeið séð fyrirtækjum um allan heim fyrir hagnýtum upplýsingum um rekstur og afkomu fyrirtækja og þjóða. Fastir pennar 9.7.2008 17:54 Gengi og gjörvuleiki Landsliðið í handbolta er þannig skipað, að þar er valinn maður í hverju rúmi. Önnur sjónarmið komast ekki að. Flokksskírteini skipta engu máli. Eða hvernig heldur þú, lesandi góður, að landsliðinu gengi á heimsmeistaramótum, ef stjórnmálaflokkarnir hlutuðust til um, að útvaldir menn á þeirra vegum yrðu að vera í liðinu? Fastir pennar 25.6.2008 22:15 Meira um mannréttindi Ef maður kaupir sér gullúr í gamalli skartgripabúð, getur hann oftast gengið að því vísu, að úrið er ekki illa fengið. Ef hann kaupir gullúr af órökuðum og illa þefjandi götusala með vasana úttroðna af úrum, gerir hann það varla í góðri trú: hann á að vita, að hann er að kaupa þýfi eða eftirlíkingu. Fastir pennar 18.6.2008 16:24 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 19 ›
Stækkun NATO Finnland er ekki í Atlantshafsbandalaginu af þeirri einföldu ástæðu, að Finnar ákváðu sjálfir að standa utan bandalagsins. Ef þeir óskuðu nú eftir aðild, yrði þeim vafalaust hleypt inn án tafar. Sama máli gegnir um Svía, Svisslendinga og Íra. Þessar þjóðir ákváðu á sínum tíma að standa utan Nató, hver á sínum eigin forsendum. Nató er heimili þessara þjóða í þeim hversdagsskilningi, að heimili manns er staðurinn, þar sem verður að hleypa honum inn. Fastir pennar 4.2.2009 17:08
Máttur söngsins Sem ég stóð ásamt konu minni í miðju mannhafinu á Austurvelli á laugardaginn var og hlýddi á þrumuræðu Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar, síðasta ræðumannsins að því sinni, hélt ég, að hápunkti fundarins hlyti að vera náð, svo firnagóð þótti mér ræðan. Fundinum var þó ekki lokið. Að loknu máli Guðmundar Andra tók fríður flokkur söngvara sér stöðu við tröppur Alþingis og söng Land míns föður og Hver á sér fegra föðurland? Við þurftum að færa okkur nær til að heyra vel. Sjaldan hef ég heyrt þessi ægifögru ættjarðarlög betur sungin og af dýpri og innilegri tilfinningu. Tilefnið var ærið, einlægur samhugur á Austurvelli og einvalasöngvarar í kórnum, þar á meðal heimssöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson tenór, sem býr sig nú undir að syngja Siegfried í samnefndri óperu Wagners í Þýzkalandi, og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, reyndur og rómaður kirkjukórsöngvari. Fastir pennar 29.1.2009 08:50
Ísland sem hindrunarhlaup Saga Íslands er haftasaga og hindrana. Danir lögðu á fyrri tíð ýmsar hömlur á Íslendinga, neituðu þeim um fríverzlun og sjálfstæði. Íslendingar lögðu síðan sjálfir hverjir á aðra ýmis þrúgandi höft, einkum 1927-1960, og enn eimir eftir af þeim. Enn stendur blátt bann við fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi. Hagsmunahópar standa á bak við hömlurnar. Fastir pennar 14.1.2009 17:15
Sáttin er brostin Til eru tvær leiðir til áhrifa í þjóðmálum. Jón forseti fór fyrst aðra, síðan báðar í senn, með misjöfnum árangri. Önnur leiðin er að taka sér stöðu utan virkisveggjanna og reyna með þrotlausu nuddi að þoka málum áleiðis með því að skrifa greinar í blöð heima fyrir og stundum einnig erlendis. Hin leiðin er að hella sér út í pólitík. Fastir pennar 7.1.2009 22:42
Kvótinn varðaði veginn Kreppan á Íslandi er dýpri en í öðrum löndum, enda hafa Íslendingar einir þjóða í Vestur-Evrópu óskað eftir og fengið neyðarhjálp á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðhæfingar stjórnvalda um, að Ísland sé saklaust fórnarlamb erlendra fjármálasviptinga, eru villandi og duga ekki til að firra stjórnarvöldin ábyrgð á ítrekuðum afglöpum og yfirsjónum. Fastir pennar 17.12.2008 17:04
Kreppur fyrr og nú Fjármálakreppur fylgja frjálsum markaðsbúskap líkt og farsóttir fylgja mönnum. Kreppurnar hafa orðið viðráðanlegri með tímanum eftir því sem þekkingunni á eðli þeirra og afleiðingum og réttum viðbrögðum við þeim hefur farið fram, en þær eru samt ekki úr sögunni. Lítum yfir sviðið. Fastir pennar 10.12.2008 17:43
Stjórnarskipti? Hvernig? Krafan um tafarlaus stjórnarskipti nú þarf ekki að valda stjórnarkreppu, nema stjórnmálaflokkarnir kjósi að framkalla slíka kreppu. Ef ríkisstjórnin segir af sér á morgun, getur forseti Íslands með samþykki þingsins skipað utanþingsstjórn, samdægurs ef því væri að skipta, og hún tæki þá strax við framkvæmdarvaldinu, þar með talið sambandið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skipun slíkrar stjórnar myndi veita svigrúm til að fresta kosningum um óákveðinn tíma, væri það talið æskilegt eins og sakir standa. Fastir pennar 3.12.2008 18:17
Hvert stefnir gengið? Er hægt að sjá fjármálakreppur fyrir? Já, með því að telja byggingarkranana. Ef þeir eru orðnir ískyggilega margir eins og í Bangkok 1996 og í Reykjavík 2006, þá er klár hætta á kreppu. Fastir pennar 26.11.2008 19:06
Rök fyrir utanþingsstjórn Kreppan nú er þríþætt og snýst um fjármál, gjaldeyrismál og stjórnmál. Fjármálakreppan skall á, þegar þrír stærstu bankar landsins hrundu eins og spilaborg. Fastir pennar 19.11.2008 21:12
Blóðgjöf í gangi Ekki bólar enn á afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á umsókn Íslands um neyðarlán úr sjóðnum. Fastir pennar 12.11.2008 19:00
Heiður þinn og líf Þráinn Eggertsson prófessor og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafa líkt kröfum Breta á hendur Íslendingum vegna hruns Landsbankans við afarkosti Versalasamningsins eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fastir pennar 5.11.2008 18:12
Síðustu forvöð: Bókin Ég birti fjórða ritgerðasafnið mitt Síðustu forvöð 1995. Þar er endurprentuð ritgerð mín um fjárhagshrun Færeyja frá árinu áður. Kveikjan að ritgerðinni var skínandi góð bók Eðvarðs T. Jónssonar fréttamanns, Hlutskipti Færeyja (1994), þar sem hann lýsir Færeyjum eins og skrípamynd af Íslandi. Fastir pennar 29.10.2008 17:52
Ekki einkamál Íslendinga Þegar Ísland lendir í stórfelldum kröggum, eru þær ekki einkamál Íslendinga. Til þess liggja tvær höfuðástæður. Í fyrsta lagi þurfa Íslendingar nú á erlendri aðstoð að halda, og okkur er flestum engin mikils háttar minnkun að því. Sælla er að gefa en þiggja, satt er það, en nú þurfum við að þiggja liðsinni annarra. Fastir pennar 22.10.2008 17:40
Saklausir vegfarendur Of hraður bankavöxtur án öflugs eftirlits endar ævinlega á einn veg: með ósköpum. Þetta er hryggileg niðurstaða í ljósi nýlegrar reynslu nokkurra Asíulanda, þar sem stríðir, óheftir og eftirlitslausir fjármagnsflutningar stráfelldu gjaldmiðla, hlutabréf og banka fyrir aðeins ellefu árum. Fastir pennar 15.10.2008 19:35
Versti seðlabankastjórinn Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs segir stundum söguna af fundi sínum með Viktor Gerasjenkó, þá seðlabankastjóra í Moskvu. Gerasjenkó var flokksjaxl af gamla skólanum, forhertur kommúnisti. Hann hafði aldrei haft fyrir því að kynna sér efnahagsmál eða hagfræði, en hikaði samt ekki við að taka við stjórn Seðlabanka Rússlands. Fastir pennar 8.10.2008 16:49
Skyndibiti í skjóli nætur Hér sit ég við tölvuna mína á Grand Hotel í Ósló. Hingað kom Henrik Ibsen tvisvar á dag ár eftir ár, hálfa aðra klukkustund hvoru sinni, til að matast og lesa blöðin, oftast með pípuhatt á höfðinu. Fastir pennar 1.10.2008 19:08
Pilsfaldakapítalismi Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum. Skoðun 25.9.2008 11:07
Breiðavíkurhagfræði Stígvél í Moskvu í gamla daga kostuðu ekki þrjátíu rúblur, þótt það stæði skýrum stöfum á verðmiðanum. Þau gátu kostað þrjátíu rúblur og þrjá tíma, ef biðröðin fyrir utan búðina var löng. Fastir pennar 17.9.2008 16:17
Hvaðan koma peningarnir? Fáar spurningar hafa verið lagðar jafnoft fyrir mig að undanförnu hvar sem ég kem. Danir spyrja: hvaðan komu peningarnir, sem gerðu Íslendingum kleift að kaupa hvert fyrirtækið á fætur öðru í Danmörku? - Magasin du Nord, Illum, Hotel d'Angleterre. Fastir pennar 10.9.2008 16:51
Svipmynd af ritstjórn Dagbækur Matthíasar Johannessen fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins á vefnum þurfa ekki að koma neinum á óvart, þótt þar sé greint frá einkasamtölum milli manna. Fastir pennar 3.9.2008 18:16
Olía, skattar og skyldur Sumir skjóta upp kryppu í hvert skipti sem skatta ber á góma. Þar á meðal eru bandarískir repúblikanar með Bush forseta fremstan í flokki (og bráðum John McCain, forsetaframbjóðanda, sem býðst til að halda áfram á sömu braut og Bush): þeir hafa beitt sér mjög fyrir skattalækkun, einkum handa auðmönnum. Fastir pennar 27.8.2008 17:25
Fjarlægðin frá Brussel Bjartar vonir vöknuðu, þegar Sovétríkin hrundu 1991 og fimmtán sjálfstæð ríki risu á rústum þeirra. Vonir stóðu til, að nýju ríkin, skaðbrennd af langri reynslu sinni af kommúnisma og einræði, myndu neyta nýfengins sjálfstæðis til að taka upp lýðræði og heilbrigðan markaðsbúskap. Fastir pennar 20.8.2008 17:43
Vörn fyrir Venesúelu Fallbeygingar landaheita eru svolítið á reiki, þar eð ekki er alltaf ljóst, hvers kyns löndin skuli teljast. Karlkyn er sárasjaldgæft, en kvenkyn og hvorugkyn takast á um sum heiti. Fastir pennar 13.8.2008 16:05
Lokun Þjóðhagsstofnunar Efnahagsvandinn nú er að miklu leyti heimatilbúinn, þótt upphafið megi rekja til erfiðleika á erlendum fjármálamörkuðum. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1995-2007 ber þunga ábyrgð. Fastir pennar 6.8.2008 11:47
Fullveldi er sameign Hvað er til bragðs að taka, þegar ríkisstjórn lands leggur efnahag fólks og fyrirtækja í rúst? Þessi spurning brennur á sárþjáðri alþýðu í Simbabve og Búrmu. Þessi tvö lönd eiga það sammerkt, að ríkisstjórnir þeirra, eða öllu heldur einræðisherrarnir Róbert Múgabe og Than Shwe, hafa leyft sér að stöðva matvælasendingar Sameinuðu þjóðanna handa sveltandi fólki með þeim rökum, að ekki sé hægt að líða erlend afskipti af innanlandsmálum. Fastir pennar 30.7.2008 17:17
Valdmörk og mótvægi Lýðræði snýst ekki bara um kosningar og kjörseðla. Það sást í Bandaríkjunum fyrir átta árum, þegar hæstiréttur landsins dæmdi George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum að loknum löngum skrípaleik í Flórída. Fastir pennar 23.7.2008 17:37
Þegar færi gefst Uppsveiflur í efnahagslífinu geta verið skaðlegar að því leyti, að þær hneigjast til að byrgja mörgum sýn á brýnar umbætur til langs tíma. Fastir pennar 16.7.2008 17:20
Hverjum var boðið? Bandaríska rannsóknastofnunin The Conference Board hefur um 90 ára skeið séð fyrirtækjum um allan heim fyrir hagnýtum upplýsingum um rekstur og afkomu fyrirtækja og þjóða. Fastir pennar 9.7.2008 17:54
Gengi og gjörvuleiki Landsliðið í handbolta er þannig skipað, að þar er valinn maður í hverju rúmi. Önnur sjónarmið komast ekki að. Flokksskírteini skipta engu máli. Eða hvernig heldur þú, lesandi góður, að landsliðinu gengi á heimsmeistaramótum, ef stjórnmálaflokkarnir hlutuðust til um, að útvaldir menn á þeirra vegum yrðu að vera í liðinu? Fastir pennar 25.6.2008 22:15
Meira um mannréttindi Ef maður kaupir sér gullúr í gamalli skartgripabúð, getur hann oftast gengið að því vísu, að úrið er ekki illa fengið. Ef hann kaupir gullúr af órökuðum og illa þefjandi götusala með vasana úttroðna af úrum, gerir hann það varla í góðri trú: hann á að vita, að hann er að kaupa þýfi eða eftirlíkingu. Fastir pennar 18.6.2008 16:24
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent