Kreppur fyrr og nú Þorvaldur Gylfason skrifar 11. desember 2008 06:00 Fjármálakreppur fylgja frjálsum markaðsbúskap líkt og farsóttir fylgja mönnum. Kreppurnar hafa orðið viðráðanlegri með tímanum eftir því sem þekkingunni á eðli þeirra og afleiðingum og réttum viðbrögðum við þeim hefur farið fram, en þær eru samt ekki úr sögunni. Lítum yfir sviðið. Röng viðbrögð þá@Kreppan mikla 1929-39 hófst með hruni í kauphöllinni í New York. Verð hlutabréfa féll um nær helming í einni svipan, en það hafði að vísu nærri tvöfaldazt frá árinu áður. Eignatjónið af völdum kreppunnar var mun minna en eignasöfnunin í uppsveiflunni árin næst á undan.Eigi að síður varð eftirleikurinn hörmulegur, fyrst í Bandaríkjunum, þar sem framleiðsla minnkaði um nær þriðjung og atvinnuleysi gróf um sig, og síðan einnig í Evrópu með svipuðum afleiðingum. Þessum hörmungum ollu einkum röng viðbrögð stjórnvalda við kreppunni. Seðlabanki Bandaríkjanna horfði upp á það aðgerðarlaus, að peningamagn dróst saman um fjórðung 1929-33. Þá vissu menn ekki, að aukning peningamagns - peningaprentun - gæti örvað atvinnulífið. Ríkisútgjöld voru látin standa í stað, enda vissu menn þá ekki heldur, að aukin útgjöld og hallarekstur ríkisins vinna gegn samdrætti framleiðslu og auknu atvinnuleysi. Við þetta bættist, að Bandaríkjaþing ákvað að hækka tolla af innflutningi um helming og kallaði á verndartollahækkun til mótvægis af hálfu viðskiptaþjóða Bandaríkjanna, svo að erlend viðskipti og fjármagnsflutningar drógust saman og dýpkuðu kreppuna. Menn vissu ekki þá, að erlend viðskipti eru lyftistöng undir framleiðslu og atvinnu í bráð og lengd. Rétt viðbrögð núNú vita menn meira eða þykjast vita með reynslu fyrri tíðar að leiðarljósi, og þess vegna er að minni hyggju engin ástæða til að óttast, að sagan frá 1929-39 endurtaki sig. Viðbrögð stjórnvalda vestan hafs og í Evrópu við fjármálakreppunni nú eru í aðalatriðum rétt, þótt deila megi um tímasetningar og æskilega stærð lyfjaskammtanna. Stjórnvöld reyna að tryggja, að peningamagn skreppi ekki saman heldur aukist, svo að bankar eigi laust fé til að lána viðskiptavinum sínum. Hér er að vísu við þann vanda að glíma, að vextir eru nú víða erlendis svo lágir, að frekari vaxtalækkun dugir ekki til að örva lántökur. Þetta er kallað lausafjárgildra og lýsir sér þannig, að fólk og fyrirtæki kjósa að geyma laust fé frekar en að verja því til framkvæmda, þar eð þær eru ekki í svipinn taldar skila neinum umtalsverðum ávinningi. Þannig háttaði til í Japan á týnda áratugnum þar 1990-2000. Ein leið til að losna úr lausafjárgildru er að ýta undir verðbólgu til að koma raunvöxtum niður fyrir núllið, en Seðlabanki Japans var tregur til að hlíta því ráði í ljósi skaðans af völdum verðbólgu á fyrri tíð.Undir þessum kringumstæðum er nærtækast að grípa til örvandi aðgerða í fjármálum ríkis og byggða með því að auka útgjöld, lækka skatta og umbera hallarekstur almannavaldsins um skeið, svo sem Japanar hafa gert, og vinda síðan ofan af hallanum, þegar um hægist og hættan er liðin hjá. Áform um slíkar aðgerðir eru nú uppi í Bandaríkjunum og Evrópu. Indland, Japan og Kína þurfa að leggjast á sömu sveif. Telja má víst, að ný ríkisstjórn Baracks Obama fari þessa leið, enda þarfnast Bandaríkin endurnýjunar á vanræktum innviðum, einkum vegum og brúm. Nú er rétti tíminn til að ráðast í slíkar endurbætur til að sporna gegn samdrætti og atvinnuleysi. Evrópulöndin hafa minni þörf fyrir slíkar umbætur, svo að skattalækkun þar gæti þótt eiga betur við. Ein helzta hættan fram undan er, að samræmdar aðgerðir í ríkisfjármálum láti á sér standa vegna innbyrðis ósamkomulags um áherzlur og útfærslur. En reynslan varðar veginn. Rétt viðbrögð stjórnvalda sáu til þess, að verðbréfahrunið í New York 1987 varð ekki að kreppu. Rétt viðbrögð stjórnvalda gerðu sitt til að stytta tímann, sem það tók Norðurlönd og síðan Asíulönd að rétta úr kútnum eftir fjármálakreppurnar þar fyrir 10-20 árum. Ef undirstaðan er sterk, þarf bilun í yfirbyggingunni ekki að skipta sköpum. Ný lög, hert eftirlitStjórnvöld þurfa að gera meira en að örva heimsbúskapinn í bráð til að kæfa kreppuna. Þau þurfa einnig að styrkja innviði fjármálakerfisins til að draga úr líkum þess, að atburðir síðustu mánaða og missera endurtaki sig. Þörf er á nýrri löggjöf gegn vafasömum viðskiptaháttum í bönkum og öðrum fjármálastofnunum í anda gildandi laga gegn skottulækningum og einnig á hertu fjármálaeftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson Skoðun
Fjármálakreppur fylgja frjálsum markaðsbúskap líkt og farsóttir fylgja mönnum. Kreppurnar hafa orðið viðráðanlegri með tímanum eftir því sem þekkingunni á eðli þeirra og afleiðingum og réttum viðbrögðum við þeim hefur farið fram, en þær eru samt ekki úr sögunni. Lítum yfir sviðið. Röng viðbrögð þá@Kreppan mikla 1929-39 hófst með hruni í kauphöllinni í New York. Verð hlutabréfa féll um nær helming í einni svipan, en það hafði að vísu nærri tvöfaldazt frá árinu áður. Eignatjónið af völdum kreppunnar var mun minna en eignasöfnunin í uppsveiflunni árin næst á undan.Eigi að síður varð eftirleikurinn hörmulegur, fyrst í Bandaríkjunum, þar sem framleiðsla minnkaði um nær þriðjung og atvinnuleysi gróf um sig, og síðan einnig í Evrópu með svipuðum afleiðingum. Þessum hörmungum ollu einkum röng viðbrögð stjórnvalda við kreppunni. Seðlabanki Bandaríkjanna horfði upp á það aðgerðarlaus, að peningamagn dróst saman um fjórðung 1929-33. Þá vissu menn ekki, að aukning peningamagns - peningaprentun - gæti örvað atvinnulífið. Ríkisútgjöld voru látin standa í stað, enda vissu menn þá ekki heldur, að aukin útgjöld og hallarekstur ríkisins vinna gegn samdrætti framleiðslu og auknu atvinnuleysi. Við þetta bættist, að Bandaríkjaþing ákvað að hækka tolla af innflutningi um helming og kallaði á verndartollahækkun til mótvægis af hálfu viðskiptaþjóða Bandaríkjanna, svo að erlend viðskipti og fjármagnsflutningar drógust saman og dýpkuðu kreppuna. Menn vissu ekki þá, að erlend viðskipti eru lyftistöng undir framleiðslu og atvinnu í bráð og lengd. Rétt viðbrögð núNú vita menn meira eða þykjast vita með reynslu fyrri tíðar að leiðarljósi, og þess vegna er að minni hyggju engin ástæða til að óttast, að sagan frá 1929-39 endurtaki sig. Viðbrögð stjórnvalda vestan hafs og í Evrópu við fjármálakreppunni nú eru í aðalatriðum rétt, þótt deila megi um tímasetningar og æskilega stærð lyfjaskammtanna. Stjórnvöld reyna að tryggja, að peningamagn skreppi ekki saman heldur aukist, svo að bankar eigi laust fé til að lána viðskiptavinum sínum. Hér er að vísu við þann vanda að glíma, að vextir eru nú víða erlendis svo lágir, að frekari vaxtalækkun dugir ekki til að örva lántökur. Þetta er kallað lausafjárgildra og lýsir sér þannig, að fólk og fyrirtæki kjósa að geyma laust fé frekar en að verja því til framkvæmda, þar eð þær eru ekki í svipinn taldar skila neinum umtalsverðum ávinningi. Þannig háttaði til í Japan á týnda áratugnum þar 1990-2000. Ein leið til að losna úr lausafjárgildru er að ýta undir verðbólgu til að koma raunvöxtum niður fyrir núllið, en Seðlabanki Japans var tregur til að hlíta því ráði í ljósi skaðans af völdum verðbólgu á fyrri tíð.Undir þessum kringumstæðum er nærtækast að grípa til örvandi aðgerða í fjármálum ríkis og byggða með því að auka útgjöld, lækka skatta og umbera hallarekstur almannavaldsins um skeið, svo sem Japanar hafa gert, og vinda síðan ofan af hallanum, þegar um hægist og hættan er liðin hjá. Áform um slíkar aðgerðir eru nú uppi í Bandaríkjunum og Evrópu. Indland, Japan og Kína þurfa að leggjast á sömu sveif. Telja má víst, að ný ríkisstjórn Baracks Obama fari þessa leið, enda þarfnast Bandaríkin endurnýjunar á vanræktum innviðum, einkum vegum og brúm. Nú er rétti tíminn til að ráðast í slíkar endurbætur til að sporna gegn samdrætti og atvinnuleysi. Evrópulöndin hafa minni þörf fyrir slíkar umbætur, svo að skattalækkun þar gæti þótt eiga betur við. Ein helzta hættan fram undan er, að samræmdar aðgerðir í ríkisfjármálum láti á sér standa vegna innbyrðis ósamkomulags um áherzlur og útfærslur. En reynslan varðar veginn. Rétt viðbrögð stjórnvalda sáu til þess, að verðbréfahrunið í New York 1987 varð ekki að kreppu. Rétt viðbrögð stjórnvalda gerðu sitt til að stytta tímann, sem það tók Norðurlönd og síðan Asíulönd að rétta úr kútnum eftir fjármálakreppurnar þar fyrir 10-20 árum. Ef undirstaðan er sterk, þarf bilun í yfirbyggingunni ekki að skipta sköpum. Ný lög, hert eftirlitStjórnvöld þurfa að gera meira en að örva heimsbúskapinn í bráð til að kæfa kreppuna. Þau þurfa einnig að styrkja innviði fjármálakerfisins til að draga úr líkum þess, að atburðir síðustu mánaða og missera endurtaki sig. Þörf er á nýrri löggjöf gegn vafasömum viðskiptaháttum í bönkum og öðrum fjármálastofnunum í anda gildandi laga gegn skottulækningum og einnig á hertu fjármálaeftirliti.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun