Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Danir stimpluðu sig aftur inn í Evrópumótið í handbolta með þriggja marka sigri á Evrópumeisturum Frakka í kvöld, 32-29. Handbolti 22.1.2026 21:17
Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Elvar Ásgeirsson var kallaður inn í íslenska landsliðið í gær. Landsliðsþjálfararnir ákvaðu að hóa í Mosfellinginn eftir að Elvar Örn Jónsson meiddist. Handbolti 22.1.2026 20:31
Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Þýska handboltagoðsögnin Christian Zeitz var hneykslaður á umræðunni eftir tap þýska landsliðsins á móti Serbíu í riðlakeppni EM í handbolta. Handbolti 22.1.2026 19:31
Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Staffan „Faxi“ Olsson er var um árabil einn hataðasti maður Íslands enda fór hann iðulega á kostum er Svíar pökkuðu okkur saman á handboltavellinum á síðustu öld. Handbolti 22. janúar 2026 13:01
Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Eftir átta marka sigurinn gegn Króatíu í gærkvöld gætu Svíar tapað fyrir Íslandi á sunnudaginn en samt komist áfram í undanúrslitin á EM í handbolta. Handbolti 22. janúar 2026 12:30
Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM Riðlakeppninni á EM í handbolta lauk í gærkvöldi og þá er tilefni til að skoða tölfræðina áður en milliriðlarnir hefjast. Handbolti 22. janúar 2026 11:30
Halla slær á putta handboltahetjunnar Halla Gunnarsdóttir formaður VR slær góðlátlega á putta Viktors Gísla Hallgrímssonar markmanns íslenska landsliðsins sem vildi fá alla til Malmö þar sem íslenska liðið leikur nú í undanriðli. Fyrsti leikurinn er á morgun og Viktor taldi ekki mikið mál að fólk nýtti sér veikindadagana til að skjótast út. Innlent 22. janúar 2026 11:08
„Ég er bara Króati á morgun“ Dagur Sigurðsson segir ávallt sérstakt að mæta Íslandi en hann mun stýra Króatíu gegn strákunum okkar á EM á morgun. Handbolti 22. janúar 2026 11:01
Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Alfreð Gíslason og hans menn í þýska landsliðinu hefja í dag leik í hinum sannkallaða dauðamilliriðli á EM í handbolta, með leik við Portúgal. Við því bjóst Alfreð alls ekki. Handbolti 22. janúar 2026 10:30
„Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Eftir mjög óvænt tap í riðlakeppninni gegn Portúgal þarf danska landsliðið helst að vinna alla sína leiki í milliriðlinum til að komast áfram í undanúrslit. Fyrsti af fjórum leikjum liðsins verður gegn ríkjandi Evrópumeisturunum frá Frakklandi í kvöld. Handbolti 22. janúar 2026 09:30
Donni þarf líka að fara í aðgerð Kristján Örn Kristjánsson, sem datt út úr íslenska landsliðshópnum rétt fyrir EM í handbolta, þarf að gangast undir aðgerð vegna kviðslits. Handbolti 22. janúar 2026 08:32
„Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handboltasérfræðingur segir það glatað fyrir íslenska landsliðið að vera án Elvars Arnar Jónssonar það sem eftir lifir af EM. Hann er þó bjartsýnn og segir Strákana okkar hafa sýnt það gegn Ungverjum að þeir ætli sér hluti á þessu móti, í svipuðum aðstæðum og í þeim leik hafi liðið áður brotnað. Handbolti 22. janúar 2026 07:31
Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu áttu erfitt kvöld á Evrópumótinu í handbolta þegar þeir voru rassskelltir af sterkum Svíum með átta mörkum í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Handbolti 21. janúar 2026 22:56
Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Dagur Sigurðsson og félagar fengu skell í kvöld og verðlaunin eru að næsti leikur er á móti Íslandi. Þjóðirnar spila fyrsta leikinn í milliriðlinum klukkan 14.30 á föstudaginn. Handbolti 21. janúar 2026 21:49
Strákarnir hans Dags fengu skell Svíar tryggðu sér sigurinn í E-riðlinum á Evrópumótinu í handbolta eftir átta marka sigur á Króatíu í kvöld, 33-25. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar fara því stigalausir áfram í milliriðil. Handbolti 21. janúar 2026 21:10
Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Holland tryggði sér þriðja sætið í E-riðli á HM í handbolta í kvöld með fimm marka sigri á Georgíu. Svíþjóð og Króatía spila til úrslita um sigurinn í riðlinum seinna í kvöld. Handbolti 21. janúar 2026 18:34
EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Í dag voru flutningar frá Kristianstad til Malmö. Þar er milliriðill fram undan. Handbolti 21. janúar 2026 18:21
Elvar kemur inn fyrir Elvar Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að kalla á Elvar Ásgeirsson vegna meiðsla Elvars Arnar Jónssonar í sigrinum á Ungverjum í gær. Handbolti 21. janúar 2026 17:26
Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Luka Cindric, ein helsta stjarnan í liði Króata sem Dagur Sigurðsson stýrir, segir það heimskulegt af mótshöldurum að banna lög með Thompson á Evrópumótinu í handbolta. Handbolti 21. janúar 2026 17:01
Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þjálfari og helstu leikmenn ungverska landsliðsins í handbolta voru á einu máli um það að Viktor Gísli Hallgrímsson væri aðalástæðan fyrir því að liðið tapaði gegn Íslandi í leiknum mikilvæga á EM í gærkvöld. Handbolti 21. janúar 2026 16:16
Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Elliði Snær Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson voru óvænt í mjög stóru varnarhlutverki í leik Íslands gegn Ungverjalandi á EM í handbolta í gærkvöldi. Elliði lýsir Einari sem frekar villtum leikmanni, sem tekur mikið pláss, en líst ljómandi vel á samstarfið. Handbolti 21. janúar 2026 15:30
Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Einar Þorsteinn Ólafsson segist aldrei á ævinni hafa verið eins slappur eins og dagana áður en hann mætti Ungverjum í gær og sló í gegn. „Stórkostlegur,“ sögðu sérfræðingarnir í Besta sætinu og dásömuðu samvinnu hans og Elliða Snæs Viðarssonar. Handbolti 21. janúar 2026 14:32
Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Færeyingar féllu úr leik á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi með mjög svekkjandi hætti. Stuðningsmenn liðsins gátu þó glaðst yfir flottum árangri á mótinu. Leikmönnum var allavega vel tekið eftir leikinn í gær. Handbolti 21. janúar 2026 14:03
Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Þýski miðillinn Bild grennslaðist fyrir um hvað gengið hefði á hjá þýska handboltalandsliðinu á milli tapsins óvænta gegn Serbum og sigursins frábæra gegn Spánverjum á EM. Niðurstaðan var sú að tilfinningarík ræða Alfreðs Gíslasonar hefði breytt öllu. Handbolti 21. janúar 2026 13:04