Vafningsmálið

Fréttamynd

Guð­mundur neitar á­sökunum: Segir málið hafa haft mikil á­hrif á fjöl­skylduna

Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Glitnis, hafnaði öllum ákæruatriðum þegar hann gaf skýrslu í Vafningsmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann ásamt Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, eru ákærðir fyrir umboðssvik með lánveitingum til Milestone í gegnum félagið Vafning. Guðmundur sagði fyrir dómi að málið hefði verið unnið eftir hefðundnum leiðum hjá Glitni, og skjalagerðin verið framkvæmd á nokkrum dögum.

Innlent
Fréttamynd

Lárus segist ekki hafa á­kveðið lánin til Milestone

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, segir að ákvarðanir um lánveitingar til Milestone hafi verið teknar að sér fjarstöddum. Þetta sagði hann í skýrslutöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þegar Vafningsmálið hófst í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni á vitnalista í Vafningsmáli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er á meðal þeirra sem eru á vitnalista í svokölluðu Vafningsmáli sérstaks saksóknara. Aðalmeðferð í málinu hefst í dag og gert er ráð fyrir að hún taki að minnsta kosti þrjá daga.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu um frá­vísun Vafningsmálsins hafnað

Kröfu sakborninga í Vafningsmálinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur núna klukkan tvö. Úrskurðurinn, sem Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp, er ekki kæranlegur til Hæstaréttar. Það voru sakborningar í málinu, þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, sem fóru fram á að málinu yrði vísað frá dómi vegna ágalla á málsmeðferð þegar í ljós kom að tveir lögreglumenn sem störfuðu hjá sérstökum saksóknara höfðu unnið skýrslu fyrir þrotabú Milestone sem byggðu á gögnum frá embætti sérstaks saksóknara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lárus Welding fyrir rétti í dag

Sakborningar í Vafningsmálinu svokallaða, þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag, þegar málflutningur fer þar fram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur rann­sóknina ekki í upp­námi

Saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara segist ekki líta svo á að rannsóknin á Vafningsmálinu sé í uppnámi þrátt fyrir að rannsakendur málsins hafi verið kærðir fyrir brot á lögum um þagnarskyldu. Lögmaður ákærða segir drátt málsins bagalegan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kröfu verj­enda í Vafningsmálinu hafnað

Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sér­stakur sak­sóknari telur rann­sóknina ekki ó­nýta

Sérstakur saksóknari telur að störf þeirra rannsakenda hjá embætti sem voru kærðir á dögunum fyrir það að selja upplýsingar til þriðja aðila hafi ekki grafið undan rannsókn svokallaðs Vafningsmáls. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lagði saksóknari fram greinargerð með niðurstöðum innanhússrannsóknar sem bendi til þess að engin lög eða reglur hafi verið brotnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja lög­reglu­menn hafa haft beina per­sónu­lega hags­muni af rann­sókn

Verjendur telja að lögreglumenn sem rannsökuðu Vafningsmálið svokallaða hafi verið vanhæfir til að rannsaka það þar sem þeir höfðu sjálfir beina fjárhagslega hagsmuni af því að rannsókn myndi leiða til ákæru og af þeim sökum beri að vísa málinu frá. Tekist verður um kröfu þeirra um frávísun í lok þessa mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Mál starfs­mannanna ein­stakt til­vik

Sérstakur saksóknari kærði tvo lögreglumenn sem starfað hafa hjá embættinu um margra ára skeið til Ríkislögreglustjóra fyrir brot á þagnarskyldu í apríl síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Fréttir DV

Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni segir frá­leitt að hann hafi falsað skjöl

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ásakanir þess efnis að hann hafi falsað skjöl vera fráleitar. Bjarni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í DV í dag þar sem segir að sannað sé að beitt hafi verið fölsunum í Vafningsmálinu svokallaða þar sem Bjarni fékk umboð til að veðsetja bréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi, sem var í eigu föður hans og fleiri viðskiptafélaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni Ben yfir­heyrður sem vitni: Hef ekkert að fela

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var yfirheyrður sem vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvármálinu sem snýr meðal annars að meintum brotum á lögum um hlutafélög. Bjarni segist ekkert hafa fela hvað varðar aðkomu sína að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um að hafa stolið gögnum frá vinnu­veitanda

Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen.

Innlent
Fréttamynd

Stendur ekki til að yfir­heyra Bjarna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og Milestone. Bjarni hafði milligöngu um að félagið Vafningur tæki tíu milljarða króna lán hjá Sjóvá. Lánið var aldrei greitt til baka.

Innlent
Fréttamynd

Vafningar

Vafningur hét félag. Það keypti annað félag að nafni SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. af SJ-fasteignum. SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. átti Drakensberg Investment Ltd. sem átti fjárfestingarverkefnið One Central sem fólst í kaupum á 68 íbúðum í byggingunni Tower 4 í Makaó í Kína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjarni: Lang­sótt til­raun til að koma höggi á mig

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að frétt DV um að hann hafi verið þátttakandi í misheppnuðum fjárfestingum Sjóvár í Makaó sé langsótt tilraun til að koma höggi á hann fyrir að stunda brask.

Innlent