Grunaður um að hafa stolið gögnum frá vinnuveitanda 2. febrúar 2010 06:00 Fréttablaðið/Arnþór Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suðurlandsbraut og viða þar að sér gögnum. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Milestone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvukerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desember fyrirspurnir á einhverja fjölmiðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neitaði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eigenda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöllunina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölvumöppum. Þar á meðal eru möppur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Wernerssonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásarvíkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunnarsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is Vafningsmálið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suðurlandsbraut og viða þar að sér gögnum. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Milestone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvukerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desember fyrirspurnir á einhverja fjölmiðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neitaði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eigenda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöllunina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölvumöppum. Þar á meðal eru möppur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Wernerssonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásarvíkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunnarsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is
Vafningsmálið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira