Innlent

Bjarni á vitnalista í Vafningsmáli

Bjarni enediktsson
Bjarni enediktsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er á meðal þeirra sem eru á vitnalista í svokölluðu Vafningsmáli sérstaks saksóknara. Aðalmeðferð í málinu hefst í dag og gert er ráð fyrir að hún taki að minnsta kosti þrjá daga.

Alls eru um þrjátíu manns á lista yfir vitni í málinu. Ekki er útséð með að þau verði öll kölluð fyrir dóminn, en að því gefnu að Bjarni mæti verður það líklega annaðhvort á þriðjudag eða fimmtudag, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Tveir eru ákærðir í málinu, Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjasviðs bankans. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa lánað Milestone tíu milljarða í febrúar 2008, í gegnum félagið Vafning, gegn ófullnægjandi tryggingum, meðal annars til að tryggja að hlutabréf í Glitni féllu ekki í verði.

Aðkoma Bjarna var sú að hann undirritaði veðsamning vegna lánsins frá Glitni til Vafnings, í umboði hluthafa félagsins.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×