Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Clooney mælti með hand­töku Netanyahu

Amal Clooney er ein þeirra sérfræðinga sem mælti með því við sérstakan saksóknara á vegum Alþjóðaglæpadómstólsins að gefin yrði út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels auk leiðtoga Hamas samtakanna.

Lífið
Fréttamynd

Netanjahú hafnar handtökuskipuninni

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafnar alfarið handtökuskipun á hendur sér sem aðalsaksóknari hins Alþjóðlega sakamáladómstóls hefur farið fram á. Aðalsaksóknarinn sakar Netanjahú, Yoav Gallant varnarmálaráðherra og þrjá leiðtoga Hamas um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísraels sem staðið hafa yfir í um sjö mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Sak­­­sóknari Al­­þjóð­­lega saka­­mála­­dóm­­stólsins vill hand­­­­taka Netanja­hú og Hamas-liða

Aðalsaksóknari Al­­þjóð­­lega saka­­mála­­dóm­­stólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Gantz hótar að segja af sér vegna ó­sættis við Netanjahú

Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur hótað að segja sig úr stríðsráði Ísraels samþykki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels ekki áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. 

Erlent
Fréttamynd

Opið bréf til lands­liðs­manna Ís­lands í blaki

Sælir félagarÉg skrifa til ykkar fyrst og fremst sem mannréttindarsinni en einnig sem unnandi blakíþróttarinnar og fyrrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Karlalandslið Íslands í blaki hefur á dagskrá sinni að spila við landslið Ísraels nú um helgina

Skoðun
Fréttamynd

Fjöldi fyrir­tækja hætta með Ra­pyd

Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd er með útibú á Íslandi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi kaupa þjónustu af Rapyd fyrir færsluhirðingu á greiðslukortum. Það er hinsvegar að breytast hratt vegna þess að móðurfyrirtækið í Ísrael tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza, hefur lýst miklum stuðningi við stríðið og sagt að mannfallið þar skipti engu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Menntamorð

Þjóðarmorð felst meðal annars í því að „þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans“ (eins og segir í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð).

Skoðun
Fréttamynd

Al­einn í heiminum?

Fadi Bahar er 17 ára drengur sem hefur neyðst til þess að lifa á stanslausum flótta undanfarin 5 ár vegna mannlegrar plágu, sem herjar á land hans og þjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Rétt­lætingar og lygar Ísraels

Það er sorglegt að fylgjast með því hversu langt íslensk stjórnvöld leyfa Ísrael að draga sig á asnaeyrunum. Ísrael fjöldaframleiðir lygar til að réttlæta árásir sínar á innviði Gaza og Ísland hefur hingað til tekið orð Ísraels undantekningarlaust sem sannleika og án neinnar gagnrýnnar hugsunar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöldi látinna á Gasa á reiki

Sameinuðu þjóðirnar hafa neitað því að áætlaður fjöldi látinna á Gasa hafi minnkað eftir að nýjar tölur voru birtar á vefsvæði samtakanna. Þar stendur nú að 24.686 hafi látist, ekki 35.000 eins og áður hafði verið gefið út.

Erlent
Fréttamynd

Þátt­taka Ísraela hafi skemmt mikið

Einni umdeildustu Eurovision-keppni sögunnar lauk um helgina. Fararstjóri íslenska hópsins segir augljóst að þátttaka Ísraelsmanna hafi haft neikvæð áhrif á keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Fylgjast frekar með Falastinvision í mót­mæla­skyni

Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 

Lífið
Fréttamynd

Norski stigakynnirinn hættir við

Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa.

Lífið
Fréttamynd

Spáir Ísrael sigri í Euro­vision

Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári.

Lífið
Fréttamynd

Senda á ellefu ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi

Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi.

Innlent