Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar 28. júní 2025 21:30 Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“ Vart hefur yfirstandandi umbrotatími undanfarinna mánaða í og út frá Ísraelsríki farið fram hjá mönnum, eða með tilvitnun í greinarhöfund: „Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu (áh. mín) sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni.“ Það er vert að staldra hér ögn við og velta fytrir sér hvort þessi átök eigi sér einhverja sérstöðu og sem þá kalla á skerandi þögn stjórnvalda vestrænnar menningar. Ef litið er til sögu Ísraelsríkis, þá er ljóst að tilverugrundvöllur þess hvílir á grunni Gamla testamentisins, þar sem Ísraelsmenn/Hebrear eru skilgreindir sem útvalin þjóð Guðs. Í því felst að þjóðin skilgreinir sig út frá trúarlegum forsendum. Ólíkt öðrum átökum um auðlindahagsmuni og pólitík þá verða orsakir núverandi átaka við og út frá Mið-Austurlöndum raktar beint til trúartilveruskilgreiningar Ísraels. Nú kann það að skipta litlu þótt eitthvert ríki skilgreini sig á þann háttinn að öðru óbreyttu, en hvað Vesturlönd varðar er því ekki þannig varið, eða svo sé vitnað í fyrrverandi forseta BNA, George W. Bush yngri: „Að berjast gegn Ísrael jafngildir því að berjast gegn Guði sjálfum.“ Þetta viðhorf setur málið í allt annan og illvígari farveg, ekki síst þar sem meginþorri kristinna manna á Vesturlöndum lítur á Ísraelsríki sem útvalda þjóð Guðs sem gegna muni lykilhlutverki við heimsslitin við komu Andkrists og síðan Messíasar í Jerúsalem. Um framtíð Ísraels er einkum fjallað um framtíð þess í spádómsbókum Esekíels og Daníels í Gamla testamentinu. Niðurlag Esekíels varðar Ísrael EF þjóðin heldur trúnaði við Guð, meðan Daníel sýnir hver verða örlög þjóðarinnar EF hún víkur af hinum sanna vegi. Líf og dauði Jesú Krists er haldbær staðfesting á því hversu þjóðin brást. Samkvæmt því telst Ísrael ekki lengur útvalin þjóð Guðs, og hin kristna kirkja, þ.e. samsafn þeirra sem réttlætast fyrir trú sína, óháð kirkju eða trúarstofnun, er komin í staðinn. Þetta er svonefnd staðgengilsguðfræði, eða réttara sagt útskiptingarguðfræði, þar sem Ísrael er alfarið fallið út. Þess er hins vegar vart að vænta, að vestræn menning rísi upp á afturlappirnar vegna þessa þar sem heildarhugmyndin er lykilhutverk Ísraels í hinu guðlega áformi hins ókomna. Nú aðhyllist meginþorri landsmanna (enn) aðild að þjóðkirkjunni, þar sem afstaðan varðandi Ísrael er vægari, þ.e. guðfræði hennar hafnar svokölluðu þúsaldartímabili (amillenialism), en leggur áherslu á svonefnda alþjóðavídd hvað frelsun mannsins varðar, þ.e. kirkjan er opin að segja má í báða enda, sbr. grein Þórðar Guðmundssonar, guðfræðings, hér á www.visir.is þann 22.06.2025, Þjóðkirkja á réttri leið. Hins vegar, með brottnámi trúarstaðla, þá hverfur gildi ákvæða boðorðanna tíu, sem t.d. hér varðar afnám lífs, eða með spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?“ Átökin á Gaza og það þjóðarmorð sem þar á sér stað er þannig hægt að skoða í ljósi guðfræði þjóðkirkjunnar sem flýtimeðferð til hinnar miklu sælu, þar sem allir frelsast hvort eð er út frá skilgreiningu alþjóðavíddarinnar. Það eru samkvæmt því engin grundvallarrangindi fólgin í því að myrða, heldur telst slíkt eingöngu samfélagsleg óhagkvæmni. Er þess að vænta að stefna íslenskra stjórnvalda og kirkna svari ákallinu um skynsamari og mannúðlegri stefnu? Er þess að vænta að til komi ábyrgð til raunverulegra friðarhagsmuna og stöðugleika? Trúmál eru eiturblanda í alþjóðapólitík. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ómar Torfason Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“ Vart hefur yfirstandandi umbrotatími undanfarinna mánaða í og út frá Ísraelsríki farið fram hjá mönnum, eða með tilvitnun í greinarhöfund: „Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu (áh. mín) sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni.“ Það er vert að staldra hér ögn við og velta fytrir sér hvort þessi átök eigi sér einhverja sérstöðu og sem þá kalla á skerandi þögn stjórnvalda vestrænnar menningar. Ef litið er til sögu Ísraelsríkis, þá er ljóst að tilverugrundvöllur þess hvílir á grunni Gamla testamentisins, þar sem Ísraelsmenn/Hebrear eru skilgreindir sem útvalin þjóð Guðs. Í því felst að þjóðin skilgreinir sig út frá trúarlegum forsendum. Ólíkt öðrum átökum um auðlindahagsmuni og pólitík þá verða orsakir núverandi átaka við og út frá Mið-Austurlöndum raktar beint til trúartilveruskilgreiningar Ísraels. Nú kann það að skipta litlu þótt eitthvert ríki skilgreini sig á þann háttinn að öðru óbreyttu, en hvað Vesturlönd varðar er því ekki þannig varið, eða svo sé vitnað í fyrrverandi forseta BNA, George W. Bush yngri: „Að berjast gegn Ísrael jafngildir því að berjast gegn Guði sjálfum.“ Þetta viðhorf setur málið í allt annan og illvígari farveg, ekki síst þar sem meginþorri kristinna manna á Vesturlöndum lítur á Ísraelsríki sem útvalda þjóð Guðs sem gegna muni lykilhlutverki við heimsslitin við komu Andkrists og síðan Messíasar í Jerúsalem. Um framtíð Ísraels er einkum fjallað um framtíð þess í spádómsbókum Esekíels og Daníels í Gamla testamentinu. Niðurlag Esekíels varðar Ísrael EF þjóðin heldur trúnaði við Guð, meðan Daníel sýnir hver verða örlög þjóðarinnar EF hún víkur af hinum sanna vegi. Líf og dauði Jesú Krists er haldbær staðfesting á því hversu þjóðin brást. Samkvæmt því telst Ísrael ekki lengur útvalin þjóð Guðs, og hin kristna kirkja, þ.e. samsafn þeirra sem réttlætast fyrir trú sína, óháð kirkju eða trúarstofnun, er komin í staðinn. Þetta er svonefnd staðgengilsguðfræði, eða réttara sagt útskiptingarguðfræði, þar sem Ísrael er alfarið fallið út. Þess er hins vegar vart að vænta, að vestræn menning rísi upp á afturlappirnar vegna þessa þar sem heildarhugmyndin er lykilhutverk Ísraels í hinu guðlega áformi hins ókomna. Nú aðhyllist meginþorri landsmanna (enn) aðild að þjóðkirkjunni, þar sem afstaðan varðandi Ísrael er vægari, þ.e. guðfræði hennar hafnar svokölluðu þúsaldartímabili (amillenialism), en leggur áherslu á svonefnda alþjóðavídd hvað frelsun mannsins varðar, þ.e. kirkjan er opin að segja má í báða enda, sbr. grein Þórðar Guðmundssonar, guðfræðings, hér á www.visir.is þann 22.06.2025, Þjóðkirkja á réttri leið. Hins vegar, með brottnámi trúarstaðla, þá hverfur gildi ákvæða boðorðanna tíu, sem t.d. hér varðar afnám lífs, eða með spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?“ Átökin á Gaza og það þjóðarmorð sem þar á sér stað er þannig hægt að skoða í ljósi guðfræði þjóðkirkjunnar sem flýtimeðferð til hinnar miklu sælu, þar sem allir frelsast hvort eð er út frá skilgreiningu alþjóðavíddarinnar. Það eru samkvæmt því engin grundvallarrangindi fólgin í því að myrða, heldur telst slíkt eingöngu samfélagsleg óhagkvæmni. Er þess að vænta að stefna íslenskra stjórnvalda og kirkna svari ákallinu um skynsamari og mannúðlegri stefnu? Er þess að vænta að til komi ábyrgð til raunverulegra friðarhagsmuna og stöðugleika? Trúmál eru eiturblanda í alþjóðapólitík. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun