Kjaraviðræður 2023-24

Fréttamynd

„Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“

„Við erum enn hér við kjaraviðræður. Við sjáum mögulega til enda í þessu. Við erum ekki búin en það hefur verið góður gangur í þessu í dag. Við vitum ekkert hvenær fundi lýkur í kvöld. Við erum tilbúin að vera hér áfram, þangað til að ríkissáttasemjari ákveður að við megum fara heim.“ 

Innlent
Fréttamynd

Allar hug­myndir um verk­falls­að­gerðir á ís

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka fyrirtækja í velverðarþjónustu séu nú á ís. Samninganefndir Eflingar og SFV sitja nú á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara, en Sólveig Anna segir ágætan skrið vera í viðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Fundi aftur frestað til morguns

Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Fundur sem ræður úr­slitum hafinn

Fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, hófst laust eftir klukkan 13. Nái aðilar ekki saman á fundinum mun Efling hefja verkfallsaðgerðir á hjúkrunarheimilum.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki tíma í sam­skipti vegna mönnunarvanda

Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kostar stöðug­leikinn?

Þegar hið svokallaða SALEK samkomulag var undiritað árið 2015 var leitast við að mynda stöðugleika á almennum vinnumarkaði og þá helst gagnvart almennu starfsfólki en á þeim tímapunkti lifði stór hluti þjóðarinnar undir fátækramörkum sökum afleiðinga efnahagshrunsins árið 2008.

Skoðun
Fréttamynd

Miklu meira en gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir

Nýlega skrifuðu tveir ráðherrar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem á að taka upp í haust eftir útspil þar að lútandi í síðustu kjarasamningum. Svandís Svavarsdóttir leggur áherlsu á að um sé að ræða lífskjarajöfnun því gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn komi efnalitlum heimilum hlutfallslega best.

Skoðun
Fréttamynd

Kjara­samningar ekki enn skilað minni verð­bólgu

Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

SA og ASÍ hnýta í Seðla­bankann

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Verð­lag á mat­vöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars

Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Neytendur
Fréttamynd

Aukin neysla eykur verð­bólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun

Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna.

Innlent
Fréttamynd

Segir verk­fræðinga á villi­götum

Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins hafnar því sem forsvarsmenn Verkfræðingafélagsins hafa haldið fram um að samtökin hafi of mikil völd þegar það komi að gerð kjarasamninga og meti menntun ekki jafn mikils og áður. 

Innlent
Fréttamynd

„Fólkið verður hrein­lega að rísa upp“

Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu, og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga

Innlent
Fréttamynd

Segir stöðuna auka líkur á að kjara­samningum verði sagt upp

Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR.

Innlent
Fréttamynd

Sterkari grunn­skóli með gjald­frjálsum skóla­mál­tíðum

Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. 

Skoðun
Fréttamynd

Launa­þróun æðstu em­bættis­manna eigi að fylgja öðrum launum

Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“

Innlent