„Fólkið verður hreinlega að rísa upp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2024 21:01 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu, og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga Verðlag á matvöru hækkaði um 0,65 prósent milli mánaða, og 9,2 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ. Formaður VR segir þetta slá sig afar illa. Hann segir engan virðast ætla að axla ábyrgð á mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og ástandinu á húsnæðismarkaði. „Stjórnmálin hafa brugðist, sveitarfélögin hafa brugðist, atvinnulífið hefur brugðist og bankakerfið auðvitað líka. Hér stjórnast allt af taumlausri græðgi, fólkið mætir algjörum afgangi og það er ekkert sem er gert til þess að bregðast við hinum raunverulega grundvallarvanda,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vanskil aukist með slæmum afleiðingum Ragnar Þór vísar ábyrgð á hækkandi matvörðuverði á Samtök atvinnulífsins. „Það var sameiginlegt verkefni okkar að leggja okkar af mörkum til þess að ná niður verðbólgu og reyna þannig að þrýsta á mjög hraða og snemmbæra íhlutun seðlabankans í að lækka vexti. Ekkert af þessu hefur raungerst.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá síðustu viku, um hækkandi matvöruverð. Ragnar segir að alltaf sé eitthvað sem knýi verðbólguna áfram. Vanskil séu að aukast, sem muni hafa slæmar afleiðingar. „Sem munu birtast í gjaldþroti heimila og fjölda fyrirtækja, með tilheyrandi atvinnuleysi og svo framvegis. Ég veit að þetta er mjög svartsýnt tal en ég hef varað við þessu árum saman, að þetta muni raungerast, og það er að gerast.“ Bíði ekki fram á haustið 25 Nýjustu tölur gefi til kynna að SA og fyrirtækin í landinu ætli sér ekki að leggja sitt af mörkum. „Það getur ekki endað nema á einn veg. Það gerist ekki með endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Það gerist einfaldlega með því að fólkið verður hreinlega að rísa upp,“ segir Ragnar. Ragnar reiknar með því að boða til mótmælaaðgerða með haustinu. Of langt sé í endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári. „Það er fátt sem gerir það að verkum að ég hafi trú á því að þetta ástand muni að nokkru breytast á komandi vikum eða mánuðum og því sé ég fátt annað í stöðunni en að verkalýðshreyfingin verði hreinlega að fá fólkið til að rísa upp og þrýsta á að hér verði boðað til kosninga sem allra fyrst.“ Kjaramál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Verðlag á matvöru hækkaði um 0,65 prósent milli mánaða, og 9,2 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ. Formaður VR segir þetta slá sig afar illa. Hann segir engan virðast ætla að axla ábyrgð á mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og ástandinu á húsnæðismarkaði. „Stjórnmálin hafa brugðist, sveitarfélögin hafa brugðist, atvinnulífið hefur brugðist og bankakerfið auðvitað líka. Hér stjórnast allt af taumlausri græðgi, fólkið mætir algjörum afgangi og það er ekkert sem er gert til þess að bregðast við hinum raunverulega grundvallarvanda,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vanskil aukist með slæmum afleiðingum Ragnar Þór vísar ábyrgð á hækkandi matvörðuverði á Samtök atvinnulífsins. „Það var sameiginlegt verkefni okkar að leggja okkar af mörkum til þess að ná niður verðbólgu og reyna þannig að þrýsta á mjög hraða og snemmbæra íhlutun seðlabankans í að lækka vexti. Ekkert af þessu hefur raungerst.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá síðustu viku, um hækkandi matvöruverð. Ragnar segir að alltaf sé eitthvað sem knýi verðbólguna áfram. Vanskil séu að aukast, sem muni hafa slæmar afleiðingar. „Sem munu birtast í gjaldþroti heimila og fjölda fyrirtækja, með tilheyrandi atvinnuleysi og svo framvegis. Ég veit að þetta er mjög svartsýnt tal en ég hef varað við þessu árum saman, að þetta muni raungerast, og það er að gerast.“ Bíði ekki fram á haustið 25 Nýjustu tölur gefi til kynna að SA og fyrirtækin í landinu ætli sér ekki að leggja sitt af mörkum. „Það getur ekki endað nema á einn veg. Það gerist ekki með endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Það gerist einfaldlega með því að fólkið verður hreinlega að rísa upp,“ segir Ragnar. Ragnar reiknar með því að boða til mótmælaaðgerða með haustinu. Of langt sé í endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári. „Það er fátt sem gerir það að verkum að ég hafi trú á því að þetta ástand muni að nokkru breytast á komandi vikum eða mánuðum og því sé ég fátt annað í stöðunni en að verkalýðshreyfingin verði hreinlega að fá fólkið til að rísa upp og þrýsta á að hér verði boðað til kosninga sem allra fyrst.“
Kjaramál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira