Réttindi íslenskra sjómanna séu færð marga áratugi aftur í tímann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 22:07 Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Sjómannasamband Íslands segir Brim hf., Sjómannafélag Íslands og SFS standa að réttindamissi sjómanna og færi þá marga áratugi aftur í tímann með nýjum kjarasamningi. Samningurinn kveður á um að sjómennirnir landi aflanum sjálfir fyrir smánarlaun. Sjómannasamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem greint var frá þessu. Þar segir að Sjómannasamband Íslands leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara stéttarfélaga, en nú sé hins vegar komið svo að ekki verði orða bundist. Tekið skal fram að Sjómannafélag Íslands er ekki eitt af 16 aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands. Íslenskir togarasjómenn hafi átt frí við löndum áratugum saman „Útgerðarfélagið Brim hf. með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Sjómannafélags Íslands, hafa nú gert með sér svo kallaðan „vinnustaðarsamning, um fyrirkomulag vinnu í inniverum“ fyrir skipverja á Þerney Re - sem er frystiskip Brims hf, nýskráð á íslenska skipaskrá,“ segir í yfirlýsingunni. Þessi „svokallaði samningur“ hafi verið borinn undir atkvæði áhafnarinnar, sem hafi samþykkt gerninginn. Það sé „með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna.“ „Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun,“ segir í tilkynningunni. Sjómannasambandið segir að hvati útgerðarinnar við að gera slíkan samning sé augljós, þetta sé ódýrari lausn en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu.Vísir Með þessu standi Sjómannafélag íslands, Brim hf og SFS að réttindamissi sjómanna og færi þau marga áratugi aftur í tímann. Öryggi togarasjómanna stefnt í hættu með því að fara beint í löndun „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Sjómenn á togurum skuli eiga frí við löndun, eins og skýrt er í kjarasamningi og hafi verið í áratugi. Þá segir að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fara beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi nánast alla heimferð. Áhöfnin sé þá þreytt og slæpt eftir langan túr, og ekki eins vakandi og menn þurfa að vera við hættuleg störf. Sjómennirnir séu jafnvel að koma úr 40 daga túr. Sjómannasamband Íslands hvetur alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan SSÍ að vera á verði gegn réttindamissi af þessu tagi. Þetta sé hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga. Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sjómannasamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem greint var frá þessu. Þar segir að Sjómannasamband Íslands leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara stéttarfélaga, en nú sé hins vegar komið svo að ekki verði orða bundist. Tekið skal fram að Sjómannafélag Íslands er ekki eitt af 16 aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands. Íslenskir togarasjómenn hafi átt frí við löndum áratugum saman „Útgerðarfélagið Brim hf. með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Sjómannafélags Íslands, hafa nú gert með sér svo kallaðan „vinnustaðarsamning, um fyrirkomulag vinnu í inniverum“ fyrir skipverja á Þerney Re - sem er frystiskip Brims hf, nýskráð á íslenska skipaskrá,“ segir í yfirlýsingunni. Þessi „svokallaði samningur“ hafi verið borinn undir atkvæði áhafnarinnar, sem hafi samþykkt gerninginn. Það sé „með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna.“ „Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun,“ segir í tilkynningunni. Sjómannasambandið segir að hvati útgerðarinnar við að gera slíkan samning sé augljós, þetta sé ódýrari lausn en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu.Vísir Með þessu standi Sjómannafélag íslands, Brim hf og SFS að réttindamissi sjómanna og færi þau marga áratugi aftur í tímann. Öryggi togarasjómanna stefnt í hættu með því að fara beint í löndun „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Sjómenn á togurum skuli eiga frí við löndun, eins og skýrt er í kjarasamningi og hafi verið í áratugi. Þá segir að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fara beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi nánast alla heimferð. Áhöfnin sé þá þreytt og slæpt eftir langan túr, og ekki eins vakandi og menn þurfa að vera við hættuleg störf. Sjómennirnir séu jafnvel að koma úr 40 daga túr. Sjómannasamband Íslands hvetur alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan SSÍ að vera á verði gegn réttindamissi af þessu tagi. Þetta sé hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga.
Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent