Ljósanótt

Fréttamynd

Engin vopn á Ljósa­nótt og Októ­ber­fest

Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. 

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falda við­búnað á Ljósanótt í kvöld

Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt tónlistar- og bæjarhátíð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Búist er við talsvert fleiri gestum á hátíðinni í kvöld og viðbúnaður lögreglu verður meira en tvöfaldaður miðað við það sem var í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Hjálpið okkur að hjálpa ykkur“

Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og einn skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Ljósanætur segir aukið viðbragð verða á hátíðinni vegna ákalls um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn við­búnaður á Ljósanótt og Októ­ber­fest

Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“

Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri mætt á Ljósa­nótt

Það var sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósanótt náði hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að drepa Kamillu og fjöl­skyldu hennar ef hún færi

Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás.

Innlent
Fréttamynd

Við erum öll hluti af samfélaginu

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ, tekst á við spennandi áskoranir í starfi sínu enda er um fjórðungur íbúa bæjarins með erlent ríkisfang.

Lífið
Fréttamynd

Ljósanótt aldrei tilkomumeiri

Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur aldrei verið eins tilkomumikil og nú segir menningarfulltrúi bæjarins. Yfir hundrað viðburðir séu í boði þar sem matur og menning eru í fyrirrúmi.

Innlent
Fréttamynd

Bifhjólamenn þurfa að forskrá sig á Ljósanótt

Hertar öryggisreglur verða á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem fram fer seinni hluta næstu viku. Meðal annars verður umferð takmörkuð á hátíðarsvæðinu. Krafist þess að þátttakendur í hópakstri skrái sig fyrir fram.

Innlent