Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttamynd

Það gilda lög í stríði

Fæst okkar muna eftir vopnuðum átökum jafn nálægt okkur og nú og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja sig í spor flóttafólks og þegar þúsundir manna flýja heimili sín í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Feginn að vera á Ítalíu en með áhyggjur af vinum og liðsfélögum

„Þetta er fyrst og fremst ömurlegt eins og ég reikna með að langflestir séu sammála um,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, um stríðið í Úkraínu. Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu og viðurkennir að miðað við núverandi ástand sé ekki góð tilhugsun að snúa aftur til Rússlands í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti.

Innlent
Fréttamynd

Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði

Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley.

Innherji
Fréttamynd

Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni

Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínumenn segjast ætla að endursmíða Drauminn

Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Ný gervihnattamynd virðist þó sýna stél hennar óskemmt. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Vín­búðin tekur rúss­neskan vodka úr sölu

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að taka fjórar tegundir af fimm af rússneskum vodka úr sölu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vodkinn verður fjarlægður úr hillum vínbúða á landinu þar til annað verður ákveðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sendi­herrann segir að barist verði til síðasta blóð­dropa um Kænu­garð

Olga Dibrova hefur verið sendiherra Úkraínu á Íslandi með aðsetur í Helsinki í tvö ár en vegna Covid faraldursins gat hún fyrst í dag afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Hún segir Rússa aldrei ná höfuðborginni Kænugarði á sitt vald vegna þess að þeir berjist ekki einungis við úkraínska herinn heldur alla úkraínsku þjóðina

Innlent
Fréttamynd

Katrín fundar með Stoltenberg í Brussel

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NATO.

Innlent
Fréttamynd

FIBA bannar Rússum keppni og Ísland gæti komist á HM

Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, hefur ákveðið að banna Rússneskum landsliðum og dómurum að taka þátt í mótum á vegum sambandsins um óákveðinn tíma vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar eru með Íslendingum í riðli í undankeppni HM karla.

Körfubolti
Fréttamynd

„Mamma, við erum eins og fólkið í seinni heimsstyrjöldinni“

„Mamma, við erum eins og fólkið í seinni heimsstyrjöldinni,“ sagði dóttir Juliu Petryk, íbúa í Kænugarði, þegar mæðgurnar tóku tvo ókunnuga stúdenta inn á heimili sitt um helgina. Stúdentarnir voru þeim alls ókunnugir áður en Rússar réðust inn í Úkraínu en eru nú eins og hluti af fjölskyldunni þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Ekki tíma­bært að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Rússa

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá að svo stöddu að slíta stjórnmálasambandi við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu þar sem slíkt væri síðasta úrræði. Hún telur að þær refsiaðgerðir sem kynntar hafi verið komi til með að setja þrýsting á rússnesk stjórnvöld og segir alþjóðasamfélagið samstíga í sinni afstöðu.

Innlent