Viðskipti innlent

Vín­búðin tekur rúss­neskan vodka úr sölu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Áfengið verður fjarlægt úr hillum vínbúða á landinu.
Áfengið verður fjarlægt úr hillum vínbúða á landinu. Vísir/Vilhelm

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að taka fjórar tegundir af fimm af rússneskum vodka úr sölu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vodkinn verður fjarlægður úr hillum vínbúða á landinu þar til annað verður ákveðið.

Ástæða fyrir því að Íslendingum standi enn ein tegund af rússneskum vodka er sú, að ekki er heimilt að slíta einhliða samningum við vínbirgja, að því er fram kemur í tilkynningu frá ÁTVR. Samþykki birgjans Beluga Noble liggur ekki fyrir og situr vínbúðin því uppi með þann vodka.

Áfengiseinkasölur á Norðurlöndum hafa víða hætt sölu á rússnesku áfengi vegna innrásarinnar. Þar má meðal annars nefna Finnland og Svíþjóð. Þá hefur Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, einnig tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Sú ákvörðun var tekin í þeim tilgangi að mótmæla tilefnislausri innrás rússneska hersins inn í Úkraínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×