Úkraínumenn segjast ætla að endursmíða Drauminn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2022 22:20 Antonov 225 lendir á Antonov-flugvellinum við bæinn Hostomel með hjálpargöng frá Kína í upphafi kórónuveirufaraldursins árið 2020. skjáskot/AP Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Ný gervihnattamynd virðist þó sýna stél hennar óskemmt. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands. Antonov-þotan var kölluð Mriya, eða Draumurinn, og upphaflega smíðuð til að bera geimskutlur Sovétríkanna á bakinu. Ekkert varð af þeim geim-áformum og ákvað úkraínska Antonov-fyrirtækið síðar að nýta þetta sex hreyfla ferlíki til fraktflutninga en engin flugvél gat flutt stærri né þyngri farm en þessi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hana lenda á heimaflugvelli sínum með fyrstu hjálpargögnin sem bárust Úkraínu frá Kína í upphafi covid-faraldursins. Zelenskyy forseti tók þá sjálfur á móti henni og gerði hana að táknmynd baráttunnar gegn faraldrinum. Risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014.Egill Aðalsteinsson Þotan lék einnig stórt hlutverk í hátíðahöldum þegar fagnað var þrjátíu ára sjálfstæðisafmæli Úkraínu. Átta mestu kraftajötnar landsins settu þá heimsmet með því að draga þessa þyngstu þotu heims fjóra metra. Og Zelenskyy-forseta þótti ekki verra að hafa þetta þjóðarstolt Úkraínumanna í bakrunni þegar flytja þurfti mikilvæg skilaboð. Ráðamenn í Úkraínu hafa síðustu daga sagt að þotan hafi eyðilagst í árás Rússa þegar þeir náðu Antonov-flugvellinum á sitt vald. Gervihnattamyndir eru sagðar sýna flugvélina brenna í flugskýli sem hún var í. Ný mynd, sem birst hefur á samfélagsmiðlum í dag, virðist hins vegar sýna stél hennar óskemmt í löskuðu skýlinu. Það ríkir því enn töluverð óvissa um afdrif hennar. Ný gervihnattamynd virðist sýna stélið óskemmt í löskuðu flugskýlinu. Antonov-þotan millilenti nokkrum sinnum á Keflavíkurflugvelli og sumarið 2014 gafst fréttamanni Stöðvar 2 tækifæri til að upplifa stærð þessarar einstöku þotu. Vakin var sérstök athygli á hjólabúnaði hennar en 14 hjól eru á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst því yfir að þau ætli sér að endursmíða flugvélina og að láta Drauminn lifa. Allra ráða verði leitað til að árásarríkið beri kostnaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hér má sjá frétt frá komu hennar til Íslands sumarið 2014: Hér má sjá óklippt flugtak hennar frá Keflavík sumarið 2014 og heyra drunurnar: Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14 Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Antonov-þotan var kölluð Mriya, eða Draumurinn, og upphaflega smíðuð til að bera geimskutlur Sovétríkanna á bakinu. Ekkert varð af þeim geim-áformum og ákvað úkraínska Antonov-fyrirtækið síðar að nýta þetta sex hreyfla ferlíki til fraktflutninga en engin flugvél gat flutt stærri né þyngri farm en þessi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hana lenda á heimaflugvelli sínum með fyrstu hjálpargögnin sem bárust Úkraínu frá Kína í upphafi covid-faraldursins. Zelenskyy forseti tók þá sjálfur á móti henni og gerði hana að táknmynd baráttunnar gegn faraldrinum. Risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014.Egill Aðalsteinsson Þotan lék einnig stórt hlutverk í hátíðahöldum þegar fagnað var þrjátíu ára sjálfstæðisafmæli Úkraínu. Átta mestu kraftajötnar landsins settu þá heimsmet með því að draga þessa þyngstu þotu heims fjóra metra. Og Zelenskyy-forseta þótti ekki verra að hafa þetta þjóðarstolt Úkraínumanna í bakrunni þegar flytja þurfti mikilvæg skilaboð. Ráðamenn í Úkraínu hafa síðustu daga sagt að þotan hafi eyðilagst í árás Rússa þegar þeir náðu Antonov-flugvellinum á sitt vald. Gervihnattamyndir eru sagðar sýna flugvélina brenna í flugskýli sem hún var í. Ný mynd, sem birst hefur á samfélagsmiðlum í dag, virðist hins vegar sýna stél hennar óskemmt í löskuðu skýlinu. Það ríkir því enn töluverð óvissa um afdrif hennar. Ný gervihnattamynd virðist sýna stélið óskemmt í löskuðu flugskýlinu. Antonov-þotan millilenti nokkrum sinnum á Keflavíkurflugvelli og sumarið 2014 gafst fréttamanni Stöðvar 2 tækifæri til að upplifa stærð þessarar einstöku þotu. Vakin var sérstök athygli á hjólabúnaði hennar en 14 hjól eru á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst því yfir að þau ætli sér að endursmíða flugvélina og að láta Drauminn lifa. Allra ráða verði leitað til að árásarríkið beri kostnaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hér má sjá frétt frá komu hennar til Íslands sumarið 2014: Hér má sjá óklippt flugtak hennar frá Keflavík sumarið 2014 og heyra drunurnar:
Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14 Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14
Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26