Feginn að vera á Ítalíu en með áhyggjur af vinum og liðsfélögum Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 09:00 Arnór Sigurðsson á ferðinni í landsleik gegn Liechtenstein á síðasta ári. Getty „Þetta er fyrst og fremst ömurlegt eins og ég reikna með að langflestir séu sammála um,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, um stríðið í Úkraínu. Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu og viðurkennir að miðað við núverandi ástand sé ekki góð tilhugsun að snúa aftur til Rússlands í sumar. Arnór hefur verið að láni hjá Venezia á Ítalíu í vetur eftir að hafa búið í þrjú ár í Moskvu. Þessi 22 ára Skagamaður hefur því fylgst vel með fréttum af innrás Rússa í Úkraínu og stöðunni hjá sínu fólki í Moskvu sem farið er að finna fyrir ýmsum afleiðingum stríðs sem það sjálft harmar. „Þetta er ömurlegt og farið að hafa þvílík áhrif síðustu daga á allt, og bitnar á svo mörgu fólki sem á það engan veginn skilið. Ég þekki mikið af fólki í Moskvu og hef verið í sambandi við það, og sérstaklega Hörð Björgvin [Magnússon, sem spilar með CSKA]. Ég veit að ættingjar og vinir eru ánægðir með að ég sé á Ítalíu en ekki Moskvu eins og staðan er í dag,“ segir Arnór. Arnór á að baki þrjár leiktíðir með CSKA Moskvu og hefur áhyggjur af félögum sínum í liðinu, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni sem einnig er liðsfélagi Arnórs í íslenska landsliðinu.Getty/David S. Bustamante Venjulegir hlutir ekki lengur í boði í Moskvu „Í Moskvu eru náttúrulega mótmæli gegn stríðinu. Þar eru menn farnir að finna þvílíkt fyrir því að það er verið að loka á allt. Ég reyndi til dæmis að hringja í Hörð Björgvin á Messenger en hann fékk mig bara á Whatsapp því það er bara verið að loka á Messenger. Ég held að maður átti sig kannski ekki á því hvernig svona „basic“ hlutir eru allt í einu ekki í boði lengur þarna. Bankarnir og allt þetta praktíska er hætt að virka sem skyldi og það lamar bara þjóðina. Ég finn aðeins fyrir þessu enda með rússneskt kort sem búið er að loka á. Sem betur fer var ég búinn að færa mína peninga en margt fólk var með háar fjárhæðir á sínum reikningum í Rússlandi og er ekki í góðum málum núna þegar rúblan er að hrynja,“ segir Arnór. Á leið til Rússlands í sumar að óbreyttu En eru félagar hans og vinir í Moskvu ekki óttaslegnir, sem og hann sjálfur? „Það er aðallega óvissa hjá fólki en það væri auðvitað óeðlilegt ef menn væru ekki aðeins stressaðir og það er ekki þægileg staða að vera þarna. Þegar ástandið er svona þá er maður auðvitað ánægður að vera frekar á Ítalíu enda líður mér mjög vel hérna og hér er gott að búa. En á sama tíma hefur maður áhyggjur af vinum sínum og liðsfélögum. Vonandi fer þetta á sem bestan veg.“ Samkvæmt samningi Arnórs við CSKA ætti hann að snúa aftur til Moskvu í sumar, að loknu tímabilinu á Ítalíu og stuttu sumarfríi. Arnór tekur undir að það sé óþægileg tilhugsun miðað við núverandi stöðu: „Það getur enginn sagt til um hvernig þetta verður eftir 4-5 mánuði en ef að ég væri að fara á morgun þá væri það ekkert góð tilhugsun Ég framlengdi samninginn um eitt ár í viðbót áður en ég fór á lán og síðan verður maður bara að taka stöðuna í sumar, og sjá hvort ástandið hefur eitthvað lagast. Ég er náttúrulega samningsbundinn CSKA þannig að eins og staðan er í dag fer ég þangað aftur í sumar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Sjá meira
Arnór hefur verið að láni hjá Venezia á Ítalíu í vetur eftir að hafa búið í þrjú ár í Moskvu. Þessi 22 ára Skagamaður hefur því fylgst vel með fréttum af innrás Rússa í Úkraínu og stöðunni hjá sínu fólki í Moskvu sem farið er að finna fyrir ýmsum afleiðingum stríðs sem það sjálft harmar. „Þetta er ömurlegt og farið að hafa þvílík áhrif síðustu daga á allt, og bitnar á svo mörgu fólki sem á það engan veginn skilið. Ég þekki mikið af fólki í Moskvu og hef verið í sambandi við það, og sérstaklega Hörð Björgvin [Magnússon, sem spilar með CSKA]. Ég veit að ættingjar og vinir eru ánægðir með að ég sé á Ítalíu en ekki Moskvu eins og staðan er í dag,“ segir Arnór. Arnór á að baki þrjár leiktíðir með CSKA Moskvu og hefur áhyggjur af félögum sínum í liðinu, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni sem einnig er liðsfélagi Arnórs í íslenska landsliðinu.Getty/David S. Bustamante Venjulegir hlutir ekki lengur í boði í Moskvu „Í Moskvu eru náttúrulega mótmæli gegn stríðinu. Þar eru menn farnir að finna þvílíkt fyrir því að það er verið að loka á allt. Ég reyndi til dæmis að hringja í Hörð Björgvin á Messenger en hann fékk mig bara á Whatsapp því það er bara verið að loka á Messenger. Ég held að maður átti sig kannski ekki á því hvernig svona „basic“ hlutir eru allt í einu ekki í boði lengur þarna. Bankarnir og allt þetta praktíska er hætt að virka sem skyldi og það lamar bara þjóðina. Ég finn aðeins fyrir þessu enda með rússneskt kort sem búið er að loka á. Sem betur fer var ég búinn að færa mína peninga en margt fólk var með háar fjárhæðir á sínum reikningum í Rússlandi og er ekki í góðum málum núna þegar rúblan er að hrynja,“ segir Arnór. Á leið til Rússlands í sumar að óbreyttu En eru félagar hans og vinir í Moskvu ekki óttaslegnir, sem og hann sjálfur? „Það er aðallega óvissa hjá fólki en það væri auðvitað óeðlilegt ef menn væru ekki aðeins stressaðir og það er ekki þægileg staða að vera þarna. Þegar ástandið er svona þá er maður auðvitað ánægður að vera frekar á Ítalíu enda líður mér mjög vel hérna og hér er gott að búa. En á sama tíma hefur maður áhyggjur af vinum sínum og liðsfélögum. Vonandi fer þetta á sem bestan veg.“ Samkvæmt samningi Arnórs við CSKA ætti hann að snúa aftur til Moskvu í sumar, að loknu tímabilinu á Ítalíu og stuttu sumarfríi. Arnór tekur undir að það sé óþægileg tilhugsun miðað við núverandi stöðu: „Það getur enginn sagt til um hvernig þetta verður eftir 4-5 mánuði en ef að ég væri að fara á morgun þá væri það ekkert góð tilhugsun Ég framlengdi samninginn um eitt ár í viðbót áður en ég fór á lán og síðan verður maður bara að taka stöðuna í sumar, og sjá hvort ástandið hefur eitthvað lagast. Ég er náttúrulega samningsbundinn CSKA þannig að eins og staðan er í dag fer ég þangað aftur í sumar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Sjá meira