Spegilmyndin

Fréttamynd

Hataði á sér brjóstin og vildi skera þau af

„Áttatíu prósent kvenna er í vitlausri brjóstahaldarastærð og ég var þar með talin mjög lengi,“ segir Aníta Rún Guðnýjardóttir. Aníta hefur sjálf gengið í gegnum heljarinnar lífstílsbreytingu á líkama og sál og selur nú undirfatnað, aðhaldsfatnað og aðgerðarfatnað fyrir konur í öllum stærðum og gerðum.

Lífið
Fréttamynd

„Stundum finnst mér ég getað sigrað heiminn“

Helga Ólafsdóttir, hönnuður og stjórnandi Hönnunarmars, hefur alla tíð verið mikið borgarbarn og ævintýragjörn. Helga var aðeins sautján ára gömul þegar hún flutti að heiman frá Akureyri og fór í Menntaskólann í Reykjavík. Hún segist verða óróleg þegar hún er á Íslandi og verði því að fara reglulega erlendis, eða einu sinni í mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Frá sér­stökum sak­sóknara í dá­leiðslu

„Í rauninni var alltaf hjartað þar að vera vinna með og fyrir fólk. Titlarnir eru eitt en í grunninn er ég er bara fyrst og fremst mannvinur. Ég elska að pæla í fólki og vera innan um fólk. Af hverju hagar fólk sér eins og það hagar sér, af hverju líður okkur vel, af hverju líður okkur illa? Af hverju erum við kvíðin? Hvenær erum við í essinu okkar og hvernig getum við hámarkað hamingjuna?“

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er miklu al­gengara en við gerum okkur grein fyrir“

Harpa Káradóttir, förðunarfræðingur og eigandi skólans Makeup Studio Hörpu Kára, er nýjasti gestur Marín Möndu Magnúsdóttur í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndin. Í þættinum fjallar hún meðal annars um húðumhirðu og gagnleg ráð þegar kemur að förðunarvörum. 

Lífið
Fréttamynd

Svona fer flotmeðferð fram

Í síðasta þætti af Spegilmyndinni með Marínu Möndu var fylgst með því hvernig heilandi flotmeðferð og ræddi hún við grasalækni um jurtir sem aðstoðar við að losa fólk við bólgur, dempa kvíða og hjálpa til með svefninn.

Lífið
Fréttamynd

Losnaði við appelsínuhúðina í meðferðinni

Ný þáttaröð af Spegilmyndinni á Stöð 2 hóf göngu sína í síðustu viku. Í þætti gærkvöldsins ræðir Marín Manda við húðlækna um mismunandi lasermeðferðir til að bæta og yngja upp húðina og kynnist áhugaverðum líkamsmeðferðum sem vinna á appelsínuhúð, erfiðri fitusöfnun, bólgum, bjúg og slappri húð á líkamsmeðferðarstofum.

Lífið
Fréttamynd

„Hárþynning hjá konum er stundum svolítið vanmetin“

„Við vinnum gegn hárþynningu og erum að vinna með vöru sem stuðlar að heilbrigði hársins. Við erum með sérþjálfaða hársérfræðinga sem meta hár fólks hjá þeim sem upplifa hárþynningu ,“ segir Rakel Pálmadóttir framkvæmdarstjóri Harklinikken í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið