Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

HM úr sögunni hjá Arnari Frey

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska handboltalandsliðinu á HM vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Svíþjóð í gær.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Það mikil­vægasta sem við eigum“

Janus Daði Smárason segir íslenska landsliðið ávallt vera það sem er honum mikilvægast á ferlinum. Hann fagnaði þrítugsafmæli á dögunum en býr sig nú undir HM sem hefst í næstu viku.

Handbolti
Fréttamynd

„Vonandi eitt­hvað til að byggja á í Evrópuleiknum“

„Ég er mjög ánægður, fannst við spila mjög vel og sérstaklega í seinni hálfleik. Vorum mjög sannfærandi og vinnum í raun bara nokkuð sannfærandi,“ sagði stoltur og sáttur Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir 31-28 sigur sinna kvenna í toppslag Olís deildarinnar gegn Fram. Eftir tvo leiki á fimm dögum í upphafi árs flýgur liðið svo til Spánar í nótt.

Handbolti
Fréttamynd

Mikið á­fall fyrir Eyjakonur

Sennilegt þykir að markvörðurinn frábæri Marta Wawrzynkowska hafi þegar spilað sinn síðasta leik fyrir ÍBV á þessari leiktíð, í Olís-deild kvenna í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Meiðslin sett strik í undir­búning

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi verkefni. Ísland leikur tvo æfingaleiki við Svía í vikunni áður en keppni hefst á HM í næstu viku.

Handbolti
Fréttamynd

Frá­bærar fréttir fyrir Frakka

Frakkar hafa endurheimt hægri skyttuna Dika Mem fyrir komandi átök á HM karla í handbolta sem hefst í næstu viku. Þónokkuð meiðslavesen hefur verið á franska hópnum.

Handbolti
Fréttamynd

Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli.

Handbolti
Fréttamynd

Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir

Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu.

Handbolti
Fréttamynd

Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu

Elvar Örn Jónsson, einn af burðarásum íslenska handboltalandsliðsins, vonast til þess að geta brátt tekið fullan þátt í lokaundirbúningnum fyrir HM. Hann er á toppi þýsku 1. deildarinnar með liði sínu Melsungen.

Handbolti
Fréttamynd

Díana Dögg öflug í sigri

Díana Dögg Magnúsdóttir átti góðan leik þegar Blomberg-Lippe vann átta marka sigur á Göppingen í efstu deild kvenna í þýska handboltanum, lokatölur 34-22. Þá skoraði Sandra Erlingsdóttir eitt mark í tíu marka útisigri Metzingen á Bensheim-Auerbach.

Handbolti