Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Orð á borð við „töfrandi“ og „einstakt“ eru mikið notuð núna í tengslum við sögulegan sigur færeyska karlalandsliðsins í handbolta á EM í kvöld. Handbolti 18.1.2026 19:58
Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir tveggja mínútna brottvísun, sem Ómar Ingi fékk í seinni hálfleik gegn Póllandi á EM, hafa kveikt í liðinu sem tók af skarið og sigldi heim stórsigri í kjölfarið. Handbolti 18.1.2026 19:16
„Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ „Það tók smá tíma að hrista þá af okkur og við vorum kannski að fara smá illa með boltann og dauðafæri í fyrri hálfleik,“ sagði Haukur Þrastarson eftir sigur Íslands gegn Pólverjum á EM í handbolta í dag. Handbolti 18.1.2026 19:12
Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti 18.1.2026 19:06
Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Handbolti 18.1.2026 18:54
„Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Sérfræðingar TV 2 í Danmörku voru gáttaðir á atvikinu undir lok leiks Þýskalands og Serbíu á EM í handbolta í gær. Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands, tók leikhlé rétt áður en Þjóðverjar skoruðu og markið var dæmt af. Serbar enduðu á því að vinna leikinn, 30-27, og skildu Þjóðverja eftir í erfiðri stöðu í A-riðli. Handbolti 18. janúar 2026 11:01
Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna „Það var gott að klára fyrsta leik og fá fílinginn. Það var spenningur og fiðringur að byrja,“ segir Haukur Þrastarson afar sáttur við fyrsta leik Íslands á EM. Handbolti 18. janúar 2026 10:30
Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið „Staðan er eins. Þeir sem spiluðu eru heilir en Einar Þorsteinn er enn veikur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fyrir æfingu strákanna okkar í gær. Handbolti 18. janúar 2026 09:33
Stærsta stund strákanna okkar Strákarnir okkar standa í ströngu á EM karla í handbolta þessa dagana. Stærsta stund liðsins hingað til er án vafa þegar liðið vann Ólympíusilfrið í Peking 2008, enda ein minnisverðustu tíðindi í sögu íslenska lýðveldisins, svo notuð séu orð Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta. Handbolti 18. janúar 2026 09:02
Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ „Það var algjör gæsahúð að fá að upplifa þetta. Þjóðsöngurinn og þessi stemning og orka frá stúkunni sem maður fékk. Þetta var einstakt og ég er klár í meira,“ segir Andri Már Rúnarsson sem þreytti frumraun sína á EM í sigri Íslands á Ítalíu í fyrradag. Hann er klár í meira gegn Pólverjum í dag. Handbolti 18. janúar 2026 08:02
Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Staða Hauks Þrastarsonar í íslenska landsliðinu var til umræðu í hlaðvarpinu Besta sætinu eftir sigur Íslands á Ítalíu í gær. Sérfræðingar þáttarins segja Ísland ekki hafa efni á því að hafa Hauk ekki í stuði ætli liðið sér langt á mótinu. Handbolti 18. janúar 2026 07:00
Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Juri Knorr, leikstjórnandi þýska landsliðsins, virtist gagnrýna landsliðsþjálfarann Alfreð Gíslason óbeint í viðtali eftir svekkjandi tap gegn Serbum á EM í kvöld þar sem Alfreð gerði sig sekan um slæm mistök. Handbolti 17. janúar 2026 23:28
Norðmenn áfram í milliriðla Norska landsliðið er komið áfram í milliriðla á EM í handbolta og mun spila úrslitaleik við ríkjandi Evrópumeistara Frakka um toppsæti C-riðils í næstu umferð. Noregur hafði betur gegn Tékklandi í kvöld, 29-25 Handbolti 17. janúar 2026 21:27
Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta þurftu að sætta sig við svekkjandi tap gegn Serbum á EM í handbolta í kvöld. Á ögurstundu gerði Alfreð mistök sem reyndust Þjóðverjum dýrkeypt. 30-27 urðu lokatölurnar, þriggja marka sigur Serbíu. Handbolti 17. janúar 2026 21:15
Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Átta íslensk mörk litu dagsins ljós þegar að Íslendingalið Blomberg Lippe laut í lægra haldi gegn Esztergomi í Evrópudeildinni í handbolta. Lokatölur 33-32 sigur Esztergomi. Handbolti 17. janúar 2026 20:52
Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Lærisveinar Dags Sigurðssonar í landsliði Króatíu lentu í basli í fyrsta leik sínum á EM í handbolta gegn Georgíu í E-riðli í kvöld en sigldu að lokum heim mikilvægum þriggja marka sigri, lokatölur 32-29. Handbolti 17. janúar 2026 18:38
Valur aftur á topp Olís deildarinnar Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals tylltu sér aftur á topp Olís deildar kvenna í dag með sannfærandi fimmtán marka sigri á Þór/KA, 31-16. Handbolti 17. janúar 2026 17:15
EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð EM í dag heilsar að þessu sinni frá Fan Zone í Kristianstad þar sem bjórlyktin var enn í loftinu eftir teiti gærdagsins. Handbolti 17. janúar 2026 15:56
Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Einar Þorsteinn Ólafsson liggur enn lasinn á liðshóteli íslenska karlalandsliðsins sem æfði í keppnishöllinni í Kristianstad í dag. Handbolti 17. janúar 2026 14:02
Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Wiktor Jankowski, leikmaður pólska handboltalandsliðsins, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar Pólverjar mæta Íslendingum í F-riðli Evrópumótsins á morgun. Handbolti 17. janúar 2026 12:58
Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Rúnar Kárason hefur engar áhyggjur af Elliða Snæ Viðarssyni þrátt fyrir að hann hafi átt erfitt uppdráttar í sigri íslenska handboltalandsliðsins á því ítalska, 39-26, í F-riðli Evrópumótsins í gær. Handbolti 17. janúar 2026 11:32
Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Vilhelm Poulsen, fyrrverandi leikmaður Fram, var hetja Færeyja gegn Sviss á Evrópumótinu í handbolta í gær. Hann skoraði jöfnunarmark Færeyinga undir blálokin en var smeykur um að það yrði dæmt af. Handbolti 17. janúar 2026 11:02
Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Einar Jónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram, var ánægður með frammistöðu Janusar Daða Smárasonar í 39-26 sigri íslenska handboltalandsliðsins á því ítalska í F-riðli Evrópumótsins í gær. Handbolti 17. janúar 2026 10:31
Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Varnarleikur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi árið 2016 er ekki lengur versta varnarframmistaða í sögu Evrópumótsins í handbolta. Slóvenía og Svartfjallaland slógu markametið þegar þau skoruðu samtals 81 mark í gærkvöldi. Handbolti 17. janúar 2026 08:00
Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Einar Jónsson og Rúnar Kárason ræddu stórsigur Íslands gegn Ítalíu í hlaðvarpinu Besta sætið. Sérfræðingarnir voru ánægðir að sjá Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon stimpla sig vel inn í mótið, en bíða og vona eftir því að sjá svipaða frammistöðu gegn stærri liðum. Handbolti 16. janúar 2026 23:04
EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Ísland vann Ítalíu með 13 marka mun í fyrsta leik á EM og menn eðlilega sáttir með það í þætti dagsins af EM í dag. Handbolti 16. janúar 2026 22:02