Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Myndband með glæsimörkum Alfreðs

Alfreð Finnbogason var hetja Helsingborg sem lagði Elfsborg 2-1 í efstu deild sænska fótboltans í gær. Mörk Alfreðs voru glæsileg og tryggðu sænsku meisturunum sín fyrstu stig í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð afgreiddi Skúla Jón og félaga | Skoraði tvö

Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði bæði mörk Helsingborg í 2-1 heimasigri á Skúla Jón Friðgeirssyni og félögum í Elfsborg. Alfreð kom Helsingborg í 1-0 í byrjun leiks og skoraði síðan sigurmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimmta tap OB í röð

Rúrik Gíslason spilaði allan leikinn þegar að OB tapaði fyrir AC Horsens, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Svíarnir stálu mér ekki

Skúli Jón Friðgeirsson er nýjasti íslenski atvinnumaðurinn í fótboltanum en hann gekk í gær frá fjögurra ára samningi við sænska liðið IF Elfsborg. "Mjög góð kaup hjá IF Elfsborg,“ segir íslenski landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck.

Fótbolti
Fréttamynd

Hannes og Birkir höfðu betur á móti Steinþóri

Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson voru báðir í byrjunarliði Brann sem vann 3-1 heimasigur á Sandnes Ulf í norku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék fyrstu 78 mínúturnar með nýliðum Sandnes Ulf.

Fótbolti
Fréttamynd

Steinþór lagði upp mark fyrir Ondo

Nýliðar Sandnes Ulf gerðu 2-2 jafntefli við Viking í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar. Íslendingurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson lagði upp fyrra mark liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Þóra: Við klúðruðum þessu sjálfar

Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik Gíslason setur stefnuna hátt | viðtal úr Boltanum á X977

Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik með gríðarlega stóra kúlu á höfðinu eftir skallaeinvígi

Íslenski landsliðsframherjinn Rúrik Gíslason fékk gríðarlegt höfuðhögg í leik OB og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Rúrik og Jeppe Brandrup leikmaður Lyngby skullu saman í baráttunni um boltann og fékk Rúrik gríðarlega kúlu á vinstra gagnaugað eins og sjá má á myndinni.

Fótbolti
Fréttamynd

FCK á beinu brautinni

Sölvi Geir Ottesen var í liði FCK og Hallgrímur Jónasson í liði SönderjyskE er liðin mættust á Parken í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik og félagar töpuðu á heimavelli

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason og félagar hans í danska liðinu OB urði að sætta sig við tap, 0-1, á heimavelli gegn Nordsjælland í dag. Það var Tobias Mikkelsen sem skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nordsjælland fyrsta danska liðið til að spila á gervigrasi

Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur ákveðið að skipta grasvelli sínum út fyrir gervigras en heimavöllur liðsins, Farum Park, verður orðinn upphitaður gervigrasvöllur í sumarlok. Nordsjælland hefur fengið leyfi danska knattspyrnusambandsins til að spila leiki sína á gervigrasi frá og með tímabilinu 2012-13.

Fótbolti
Fréttamynd

Katrín fer til Elísabetar | Samdi við Kristianstad

Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir hefur fundið sér félag en fótbolti.net segir frá því að hún hafi í dag verið kynnt sem leikmaður sænska liðsins Kristianstad á fréttamannafundi. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og hjá liðinu spila íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir.

Fótbolti