Erlend sakamál Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. Erlent 11.10.2022 08:16 Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana. Erlent 10.10.2022 08:00 Mafíusögur 2022: „Ég heyri ekki, ég sé ekki, ég tala ekki“ Fyrir rúmu ári síðan gerðist sá harmleikur í góðu hverfi í Palermo á Sikiley að rétt rúmlega fimmtugur fjölskyldufaðir féll, eða fleygði sér, fram af svölum á 9.hæð í fjölbýli og lést. Lífið 9.10.2022 08:01 Anna Sorokin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum. Erlent 6.10.2022 13:18 Talinn hafa svívirt lík rúmlega hundrað kvenna og stúlkna David Fuller, breskur rafvirki sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að myrða tvær konur árið 1987 og hefur játað að hafa svívirt 78 lík, hefur verið ákærður fyrir sextán brot til viðbótar. Erlent 4.10.2022 14:50 Telja raðmorðingja vera á ferðinni í Kaliforníu Lögreglan í borginni Stockton í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum telur að raðmorðingi gæti verið á ferðinni í borginnu. Fimm manns hafa verið skotnir til bana síðustu þrjá mánuði en lögreglan telur að öll málin tengist. Erlent 4.10.2022 07:12 Riverdale-leikari dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á móður sinni Kanadíski leikarinn og fyrrverandi barnastjarnan Ryan Grantham hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt móður sína árið 2020. Erlent 23.9.2022 08:06 Ákærður fyrir að leka ríkisleyndarmálum Fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins hefur verið ákærður fyrir að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum. Málið er talið einstakt í danskri réttarsögu. Erlent 17.9.2022 18:01 Kona handtekin eftir að lík barna fundust í ferðatöskum Lögregla í Suður-Kóreu hefur handtekið konu sem sökuð er um að hafa myrt tvö börn sín sem fundust í ferðatösku á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði. Erlent 15.9.2022 08:39 Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. Erlent 15.9.2022 07:36 Dæmdur fyrir morð á starfsmanni bensínstöðvar sem krafðist grímunotkunar Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt fimmtugan karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt starfsmann á bensínstöð í Rínarlandi-Pfalz í september á síðasta ári. Erlent 13.9.2022 10:29 Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet. Erlent 30.8.2022 08:04 Leystu 34 ára gamalt mál eftir að morðinginn sleikti umslag Lögreglunni í Pennsylvaníu tókst nýlega að leysa morðmál 34 árum eftir að morðið átti sér stað. Upp komst um morðingjann þar sem hann sleikti umslag bréfs sem hann sendi lögreglunni. Erlent 27.8.2022 21:31 Finnskir blaðamenn sakaðir um landráð neita sök Réttarhöld yfir þremur finnskum blaðamönnum sem sakaðir eru um að hafa opinberað ríkisleyndarmál Finnlands hófust í Helsinki í dag. Þeir neita sök. Erlent 25.8.2022 13:47 Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára. Erlent 22.8.2022 10:47 Þrír fangar ákærðir vegna morðsins á James „Whitey“ Bulger Þrír hafa verið ákærðir vegna morðsins á hinum alræmda bandaríska glæpaforingja, James „Whitey“ Bulger. Hinn 89 ára Bulger fannst meðvitundarlaus í öryggisfangelsi í Vestur-Virginíu í október 2018 þar sem hann afplánaði dóm og var hann úrskurðaður látinn skömmu síðar. Erlent 19.8.2022 07:56 Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni mun ekki sæta ákæru Ákærukviðdómur í Mississippi í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að það liggi ekki næg sönnunargögn fyrir til að gefa út ákæru á hendur Carolyn Bryant Donham, hvers ásakanir urðu til þess að táningnum Emmett Till var rænt og hann skotinn í höfuðið árið 1955. Erlent 10.8.2022 07:25 Hlaut lífstíðardóm fjórtán árum eftir að hafa myrt dætur sínar Yaser Said var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag fyrir að skjóta dætur sínar, Aminu og Söruh Said, til bana árið 2008. Eftir morðin hvarf Said sporlaust og var á flótta undan bandarísku alríkislögreglunni í tólf ár, þar til hann var handtekinn árið 2020. Erlent 10.8.2022 00:19 Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Erlent 6.8.2022 15:15 Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi. Erlent 1.8.2022 14:30 Handtekinn grunaður um að hafa stungið stúlkuna til bana Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa stungið níu ára stúlku til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi í vikunni. Erlent 30.7.2022 16:47 Sakfelldur fyrir að bana unglingi sem hann hitti aldrei Rúmlega sextugur karl hefur verið sakfelldur í Katalóníu á Spáni fyrir að hafa banað 17 ára unglingi. Maðurinn hitti unglinginn aldrei og þeir höfðu einungis átt í samskiptum í einn sólarhring. Erlent 30.7.2022 14:31 Nafn stúlkunnar sem var stungin til bana í Boston birt Stúlkan sem stungin var til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi í gær heitir Lilia Valutyte. Hún var aðeins níu ára gömul og fannst látin á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Erlent 29.7.2022 16:34 Telur sig hafa borið kennsl á Somerton-manninn Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu. Erlent 27.7.2022 08:17 Synjað um líknardauða Dómari hefur synjað manni sem lamaðist í skotbardaga við lögregluna, um líknardráp á Spáni, eftir að hann hafði áður fengið leyfi til þess að deyja. Maðurinn lamaðist í byssubardaga við lögreglu eftir að hafa reynt að drepa fyrrverandi samstarfsmenn sína. Erlent 23.7.2022 14:32 Ranglega dæmdur fyrir morðið á Malcolm X: Vill fimm og hálfan milljarð í skaðabætur Muhammad Aziz, einn þeirra sem var ranglega dæmdur fyrir morðið á baráttumanninum Malcolm X, hefur farið í mál við New York vegna fangelsisvistar sinnar. Hann sat inni í tuttugu ár fyrir glæp sem hann framdi ekki en það var ekki fyrr en í fyrra sem hann var hreinsaður af sök eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi árið 1985. Erlent 15.7.2022 19:17 Tólf meðlimir trúarhóps handteknir vegna dauða átta ára stúlku Tólf meðlimir trúarhóps í Ástralíu hafa verið handteknir í tengslum við andlát átta ára stúlku. Stúlkan, sem var sykursjúk, lést í janúar á þessu ári. Talið er að henni hafi verið neitað um insúlín í tæpa viku. Erlent 5.7.2022 16:03 Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. Erlent 29.6.2022 12:40 Settu af dómsmálaráðherra sem varð manni að bana Öldungadeild ríkisþings Suður-Dakóta í Bandaríkjunum sakfelldi dómsmálaráðherra ríkisins fyrir embættisbrot sem tengjast banaslysi sem hann átti aðild að á þriðjudag. Ráðherranum var vikið úr embætti og honum bannað að gegna opinberu embætti aftur. Erlent 23.6.2022 09:33 Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. Erlent 20.6.2022 08:27 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 … 23 ›
Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. Erlent 11.10.2022 08:16
Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana. Erlent 10.10.2022 08:00
Mafíusögur 2022: „Ég heyri ekki, ég sé ekki, ég tala ekki“ Fyrir rúmu ári síðan gerðist sá harmleikur í góðu hverfi í Palermo á Sikiley að rétt rúmlega fimmtugur fjölskyldufaðir féll, eða fleygði sér, fram af svölum á 9.hæð í fjölbýli og lést. Lífið 9.10.2022 08:01
Anna Sorokin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum. Erlent 6.10.2022 13:18
Talinn hafa svívirt lík rúmlega hundrað kvenna og stúlkna David Fuller, breskur rafvirki sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að myrða tvær konur árið 1987 og hefur játað að hafa svívirt 78 lík, hefur verið ákærður fyrir sextán brot til viðbótar. Erlent 4.10.2022 14:50
Telja raðmorðingja vera á ferðinni í Kaliforníu Lögreglan í borginni Stockton í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum telur að raðmorðingi gæti verið á ferðinni í borginnu. Fimm manns hafa verið skotnir til bana síðustu þrjá mánuði en lögreglan telur að öll málin tengist. Erlent 4.10.2022 07:12
Riverdale-leikari dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á móður sinni Kanadíski leikarinn og fyrrverandi barnastjarnan Ryan Grantham hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt móður sína árið 2020. Erlent 23.9.2022 08:06
Ákærður fyrir að leka ríkisleyndarmálum Fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins hefur verið ákærður fyrir að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum. Málið er talið einstakt í danskri réttarsögu. Erlent 17.9.2022 18:01
Kona handtekin eftir að lík barna fundust í ferðatöskum Lögregla í Suður-Kóreu hefur handtekið konu sem sökuð er um að hafa myrt tvö börn sín sem fundust í ferðatösku á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði. Erlent 15.9.2022 08:39
Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. Erlent 15.9.2022 07:36
Dæmdur fyrir morð á starfsmanni bensínstöðvar sem krafðist grímunotkunar Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt fimmtugan karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt starfsmann á bensínstöð í Rínarlandi-Pfalz í september á síðasta ári. Erlent 13.9.2022 10:29
Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet. Erlent 30.8.2022 08:04
Leystu 34 ára gamalt mál eftir að morðinginn sleikti umslag Lögreglunni í Pennsylvaníu tókst nýlega að leysa morðmál 34 árum eftir að morðið átti sér stað. Upp komst um morðingjann þar sem hann sleikti umslag bréfs sem hann sendi lögreglunni. Erlent 27.8.2022 21:31
Finnskir blaðamenn sakaðir um landráð neita sök Réttarhöld yfir þremur finnskum blaðamönnum sem sakaðir eru um að hafa opinberað ríkisleyndarmál Finnlands hófust í Helsinki í dag. Þeir neita sök. Erlent 25.8.2022 13:47
Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára. Erlent 22.8.2022 10:47
Þrír fangar ákærðir vegna morðsins á James „Whitey“ Bulger Þrír hafa verið ákærðir vegna morðsins á hinum alræmda bandaríska glæpaforingja, James „Whitey“ Bulger. Hinn 89 ára Bulger fannst meðvitundarlaus í öryggisfangelsi í Vestur-Virginíu í október 2018 þar sem hann afplánaði dóm og var hann úrskurðaður látinn skömmu síðar. Erlent 19.8.2022 07:56
Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni mun ekki sæta ákæru Ákærukviðdómur í Mississippi í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að það liggi ekki næg sönnunargögn fyrir til að gefa út ákæru á hendur Carolyn Bryant Donham, hvers ásakanir urðu til þess að táningnum Emmett Till var rænt og hann skotinn í höfuðið árið 1955. Erlent 10.8.2022 07:25
Hlaut lífstíðardóm fjórtán árum eftir að hafa myrt dætur sínar Yaser Said var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag fyrir að skjóta dætur sínar, Aminu og Söruh Said, til bana árið 2008. Eftir morðin hvarf Said sporlaust og var á flótta undan bandarísku alríkislögreglunni í tólf ár, þar til hann var handtekinn árið 2020. Erlent 10.8.2022 00:19
Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Erlent 6.8.2022 15:15
Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi. Erlent 1.8.2022 14:30
Handtekinn grunaður um að hafa stungið stúlkuna til bana Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa stungið níu ára stúlku til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi í vikunni. Erlent 30.7.2022 16:47
Sakfelldur fyrir að bana unglingi sem hann hitti aldrei Rúmlega sextugur karl hefur verið sakfelldur í Katalóníu á Spáni fyrir að hafa banað 17 ára unglingi. Maðurinn hitti unglinginn aldrei og þeir höfðu einungis átt í samskiptum í einn sólarhring. Erlent 30.7.2022 14:31
Nafn stúlkunnar sem var stungin til bana í Boston birt Stúlkan sem stungin var til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi í gær heitir Lilia Valutyte. Hún var aðeins níu ára gömul og fannst látin á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Erlent 29.7.2022 16:34
Telur sig hafa borið kennsl á Somerton-manninn Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu. Erlent 27.7.2022 08:17
Synjað um líknardauða Dómari hefur synjað manni sem lamaðist í skotbardaga við lögregluna, um líknardráp á Spáni, eftir að hann hafði áður fengið leyfi til þess að deyja. Maðurinn lamaðist í byssubardaga við lögreglu eftir að hafa reynt að drepa fyrrverandi samstarfsmenn sína. Erlent 23.7.2022 14:32
Ranglega dæmdur fyrir morðið á Malcolm X: Vill fimm og hálfan milljarð í skaðabætur Muhammad Aziz, einn þeirra sem var ranglega dæmdur fyrir morðið á baráttumanninum Malcolm X, hefur farið í mál við New York vegna fangelsisvistar sinnar. Hann sat inni í tuttugu ár fyrir glæp sem hann framdi ekki en það var ekki fyrr en í fyrra sem hann var hreinsaður af sök eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi árið 1985. Erlent 15.7.2022 19:17
Tólf meðlimir trúarhóps handteknir vegna dauða átta ára stúlku Tólf meðlimir trúarhóps í Ástralíu hafa verið handteknir í tengslum við andlát átta ára stúlku. Stúlkan, sem var sykursjúk, lést í janúar á þessu ári. Talið er að henni hafi verið neitað um insúlín í tæpa viku. Erlent 5.7.2022 16:03
Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. Erlent 29.6.2022 12:40
Settu af dómsmálaráðherra sem varð manni að bana Öldungadeild ríkisþings Suður-Dakóta í Bandaríkjunum sakfelldi dómsmálaráðherra ríkisins fyrir embættisbrot sem tengjast banaslysi sem hann átti aðild að á þriðjudag. Ráðherranum var vikið úr embætti og honum bannað að gegna opinberu embætti aftur. Erlent 23.6.2022 09:33
Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. Erlent 20.6.2022 08:27