Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Hver vill villu ömmu Villa Vill?

Gamalt og fallegt steinhús við botn Ísafjarðardjúps, þekkt sem Kastalinn er til sölu. Um er að ræða 94 fermetra hús á tveimur hæðum sem var reist árið 1928. Eignin stendur á 2500 fermetra lóð. Á lóðinni er 72 fermetra geymslu­hús sem er hálfhrunið.

Lífið
Fréttamynd

Óvenjuleg íbúð í stórborgarstíl

Í Listhúsinu við Engjateig í Laugardalnum er falleg og björt tveggja hæða íbúð til sölu. Eignin er í anda loft-íbúða erlendis sem einkennast af opnum og björtum rýmum með aukinni lofthæð. Ásett verð fyrir eignina er 142 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Jói og Olla selja glæsihús í Kópavogi

Jóhannes Ásbjörnsson, athafnamaður og fyrrum fjölmiðlamaður, og eiginkona hans Ólína Jóhanna Gísladóttir, flugfreyja og jógakennari, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Drangakór í Kópavogi á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 209 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ný út­lán til fyrir­tækja skreppa saman í fyrsta sinn í nærri tvö ár

Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti bankakerfisins til atvinnulífsins en hrein ný útlán drógust saman í september, einkum vegna uppgreiðslu á lánum fyrirtækja í samgöngum, í fyrsta sinn frá því undir árslok 2021. Ekkert lát er hins vegar á ásókn heimila yfir í verðtryggð lán en þriðja mánuðinn í röð var nýtt met slegið í slíkum lánum með veði í íbúð.

Innherji
Fréttamynd

Lóða­skorturinn, til varnar sveitar­fé­lögum

Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða.

Skoðun
Fréttamynd

Kol­brún Pá­lína selur slotið

Kolbrún Pálína Helgadóttir fjölmiðla og markaðsráðgjafi færir sig um set og hefur því sett einstaka sjö herbergja eign á besta stað í Kópavogi til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 182 er 139,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

„Mjög ó­þægi­legt“ að hærri vextir séu að hafa á­hrif til hækkunar á verð­bólgu

Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs.

Innherji
Fréttamynd

Byggingarfulltrúinn og skjólveggurinn

Oft snúa sér til Húseigendafélagsins eigendur fasteigna sem kvarta sáran yfir hegðun, háttsemi og ósóma nágranna sinna. Eru slík þrætuefni af ólíkum meiði, en algengt er að þau varði frágang á mörkum lóða. Því miður vill það stundum verða að menn telji sér heimilt að ákveða hvernig slíkum frágangi skuli háttað, og ganga til þess verks án samskipta við nágranna aðliggjandi lóðar.

Skoðun
Fréttamynd

Sniðug íbúð Skoðanabróður til sölu

Bergþór Másson lífskúnstner og annar hlaðvarpsstjórnandi Skoðanabræðra hefur sett nýstárlega íbúð sína við Hverfisgötu í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 48,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

„Algjör kúvending“ bara á þessu ári

Byggja þarf allt að fimm þúsund íbúðir árlega næstu árin á sama tíma og uppbygging hefur dregist verulega saman. Fjöldi nýrra, fullbúinna íbúða sem standa auðar hefur sexfaldast milli ára. Verktaki segir algjöra kúvendingu hafa orðið í bransanum á árinu.

Viðskipti innlent