Fjármál heimilisins

Fréttamynd

Bankarnir áður svikið neyt­endur

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þjóðarsport“ að hækka vöru­verð í janúar

Matvöruverð tekur stökk upp á við í febrúar. Verð á tilbúnum réttum, sælgæti og fuglakjöti hækkaði sérstaklega en ávaxtaverð lækkar. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir skjóta skökku við að verslanir tilkynni um hækkanir þegar samfélagið allt sé að reyna að keyra niður verðbólgu fyrir fullt og allt. 

Neytendur
Fréttamynd

Mat­vöru­verð tekur stökk upp á við

Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði.

Neytendur
Fréttamynd

Lands­bankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar næstkomandi. Arion Banki, Indó, Íslandsbanki og nú Landsbankinn hafa allir lækkað vexti eftir að stýrivextir Seðlabankans lækkuðu um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár

Rauð vaxtaviðvörun hefur verið í gildi á Íslandi í á þriðja ár. Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem fagnar því að Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti um fimmtíu punkta í gær en bendir þó á að stýrivextir standi í átta prósentum sem sé ansi mikið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arion til­kynnir um lækkun vaxta

Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki til­kynnir vaxtabreytingu

Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Indó ríður á vaðið

Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti.

Neytendur
Fréttamynd

Tíu þúsund til­lögur í 3.985 um­sögnum

Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Karlar sendu inn fleiri umsagnir en konur en áætlað er að í umsögnunum sé að finna um tíu þúsund tillögur. Gervigreindarforrit hefur verið notað til að taka saman tillögurnar í fyrsta kasti en fjögurra manna hagræðingarhópur á að skila forsætisráðherra skýrslu um tillögurnar í síðasta lagi við lok næsta mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki og VÍS skrifa undir sam­starfs­samning

Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu.

Neytendur
Fréttamynd

Mælir ekki með „TikTok-sparnaðar­leiðunum“

Margir setja sér markmið um sparnað og tiltekt í heimilisbókhaldinu um áramótin en allur gangur er á því hvernig gengur að halda það út og ná markmiðum sínum. Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson mælir meðal annars með sjálfvirkum sparnaðarleiðum, niðurgreiðslu neysluskulda og að safna í neyðarsjóð en bendir á sparnaðarráð sem ná flugi á samfélagsmiðlum séu ekki alltaf heppilegustu kostirnir.

Neytendur
Fréttamynd

Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auð­velt sé að taka lán

Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt.

Innlent
Fréttamynd

Segir eðli­legar skýringar á hæsta raforkuverðinu

Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um fimm þúsund fá að­stoð fyrir jólin

Félagsráðgjafi með tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi dáist að seiglu og útsjónarsemi sem fátækt fólk þarf að sýna um hver mánaðarmót til að lifa af. Jólin reynast þessum hópi oft erfið og aðstoðar Hjálpastarf kirkjunar hátt í fimm þúsund manns sérstaklega í desember.

Innlent
Fréttamynd

Víð­tækar vöruhækkanir eftir ára­mót

Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundruð sækja um að­stoð í að­draganda jóla

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir jólin erfið mörgum fjölskyldum. Í fyrra hafi samtökin aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Hún segist ekki eiga von á fjölgun í ár en það komi í ljós eftir jól. Fjöldinn geti verið svipaður. Hún segir Íslendinga sem leiti til þeirra oft þá sömu ár eftir ár en að hópur útlendinga taki breytingum. Á morgun byrja samtökin að úthluta jólagjöfum til fjölskyldna sem hafa sótt um til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Lána­kvótar svarið við háum vöxtum hús­næðis­lána

Hagfræðingur leggur til að stjórnvöld geri Seðlabanka Íslands kleift að nota lánakvóta til að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Mikilvægt sé að bankinn geti náð markmiðum sínum með öðrum hætti en tíðum og miklum stýrivaxtabreytingum. Þannig væri auðveldara að halda lánsvöxtum bæði lægri og stöðugri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konfektið í hæstu hæðum

Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir of bráðir í vaxta­hækkunum

Seðlabankastjóri telur að bankarnir hafi verið of bráðir á sér þegar þeir hækkuðu vexti á verðtryggðum lánum í kjölfar síðustu stýrivaxtalækkunnar. Verið sé að kanna hvort draga megi úr kröfum til fyrstu kaupenda.

Innlent
Fréttamynd

„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“

Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launa­fólk sýndi á­byrgð – Hvað með bankana og fjár­magns­eig­endur?

Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár.

Skoðun