Þýski boltinn

Fréttamynd

Van Bommel: Luca Toni sofnaði á liðsfundi með Louis van Gaal

Mark van Bommel, fyrirliði Bayern Munchen, hefur sagt frá því að deilur ítalska framherjans Luca Toni og þjálfarans Louis van Gaal hafi hafist þegar Toni sofnaði á liðsfundi með Van Gaal síðasta sumar. Þetta gerist á öðrum degi Hollendingsins í starfi sem þjálfari Bayern.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern Munchen vann þýska bikarinn með stæl í kvöld

Bayern Munchen er þýskur bikarmeistari eftir sannfærandi 4-0 sigur á Werder Bremen í bikarúrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Bayern er þar með tvöfaldur meistari í Þýskalandi á þessu tímabili og getur fullkomnað þrennuna með því að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Inter eftir eina viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Rolfes og Adler úr leik

Þýska landsliðið í knattspyrnu hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna meiðsla þeirra Simon Rolfes og Rene Adler sem verða ekki með á HM í Suður-Afríku í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert nema stærðfræðin kemur í veg fyrir meistaratitil Bayern

Bayern München tryggði sér þýska meistaratitilinn í dag með 3-0 sigri á VfL Bochum þar sem keppinautar þeirra í Schalke 04 töpuðu á sama tíma 0-2 á heimavelli fyrir Werder Bremen. Bayern er með þriggja stiga og 17 marka forskot á Schalke þegar aðeins ein umferð er eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Metzelder hættur hjá Real Madrid og á leiðinni til Schalke

Þýski landsliðsmaðurinn Christoph Metzelder er líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Real Madrid eftir þrjú meiðslahrjáð tímabil hjá félaginu. Þýska blaðið Bild segir hinn 29 ára varnarmaður sé búinn að samþykkja að fara til Schalke 04.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamburg rak þjálfarann nokkrum dögum fyrir undanúrslitaleikinn

Bruno Labbadia var í dag rekinn sem þjálfari þýska liðsins Hamburg aðeins þremur dögum áður en liðið spilar seinni leikinn sinn á móti Fulham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Það fyllti mælinn hjá yfirmönnum Labbadia að liðið steinlá 1-5 á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

FC Bayern vill Diarra

Mahamadou Diarra, miðjumaður Real Madrid og landsliðs Malí, er á óskalista þýska liðsins FC Bayern. Louis van Gaal, þjálfari Bæjara, er hrifinn af leikmanninum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery miðpunkturinn í vændishneyksli

Rannsókn vegna ólöglegrar vændisþjónustu stendur yfir í Frakklandi og mikið fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem franskir landsliðsmenn í fótbolta koma við sögu. Franck Ribery, leikmaður FC Bayern, var yfirheyrður vegna málsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben: Ég er enginn Messi

„Auðvitað er Messi betri. Hann er í sérflokki," sagði Arjen Robben í sjónvarpsviðtali eftir að hafa skorað þrennu í 7-0 slátrun FC Bayern gegn Hannover.

Fótbolti
Fréttamynd

FC Bayern hvíldi menn og datt úr efsta sætinu

Bayern München hvíldi þá Arjen Robben og Franck Ribery þegar liðið tók á móti Stuttgart í þýsku deildinni í dag. Bayern er að fara að leika gegn Manchester United í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben tryggði Bayern sæti í bikarúrslitaleiknum

Hollendingurinn Arjen Robben skoraði eina mark leiksins í framlengingu þegar Bayern Munchen tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi með 1-0 sigri á Schalke í kvöld. Bayern komst þar með í bikarúrslitaleikinn í sautjánda sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Hanskarnir hans Jens Lehmann upp á hillu í vor

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann, núverandi markvörður Stuttgart og fyrrum markvörður Arsenal, segist vera á sínu síðasta tímabili í þýska boltanum en þessi 40 ára markvörður segist ekki vilja lengur standa í vegi fyrir ungu markvörðum Stuttgart-liðsins.

Fótbolti